Profile sjúkrabifreiðar
|
Profile Vehicles OY í Finnlandi er stærsti yfirbyggjandi sjúkrabifreiða í NorðurEvrópu. Hér er um mjög vandaða framleiðslu að ræða. Alvöru fyrirtæki. Þeir smíða ekki eingöngu sjúkrabifreiðar heldur einnig farþegaflutningabifreiðar, lögreglubifreiðar, stjórnandabifreiðar, brynvarðar bifreiðar og bifreiðar fyrir finnska herinn.
|
|
Höfuðstöðvar eru í Iilsalmi í Finnlandi. Starfsmenn þar eru um 120 talsins og framleiðsla þeirra á ári er um 4-500 bifreiðar. Framleiðslan fer fram í nokkrum löndum. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi sjúkrabifreiða í norðanverðri Evrópu. Af heimamarkaði eiga þeir um 85% og hafa selt á þeim markaði um 4000 bifreiðar. Nýjustu byggingaraðferðir þeirra eru Genios á Sprinter og VW Crafter . Sjá bækling. (Hér er nýjasti Genios bæklingurinn) og Neo á VW Transporter. Sjá bækling. (Hér er nýjasti Neo bæklingurinn)
|
Innréttingar eru mjög vandaðar og eru fjöldaframleiddar sem gerir alla þjónustu auðveldari. Hér er myndir og upplýsingar um Genios og Neo til fróðleiks af heimasíðu Profile. Í eigu fyrirtækisins eru fyrirtækin Profile Component Svíþjóð AB, Profile Vehicles Baltic Eistlandi, Profile Special Vehicles Uk Ltd., Profile Vehicles Ungverjalandi, Reanimobile Profile Hvíta Rússlandi, Profile Vehicles Lettlandi og hlutur í Crossmobil GmbH. Útflutningur er til margra landa eins og Eystrasaltslandanna, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Færeyja, Íslands, Rússlands, Tælands, Kína, Kúwait, Ungverjalands, Saudi Arabíu og Þýskalands. |
|
|
Þeir eiga samstarf við De Vries Ambulances í Hollandi með sérstakan rafbúnað Profile IWS - CAN BUS sem er rafbúnaður fyrir m.a. sjúkrabifreiðar þar sem með fyrirskipun má gera bifreiðina tilbúna við mismunandi aðstæður. T.d. við brottför af stöð þá er ýtt á rofa og þá kvikna blá ljós, sírena, loftræsting fer í gang o.fl. Þegar komið er á slysstað er ýtt á rofa og þá slökknar á sírenu vinnuljós kvikna breyting verður á hitastigi ofl. Allt eftir því hvernig viðkomandi viðskiptavinur vill stilla kerfið. |
Þeir framleiða líka sjúkrabifreiðar með kassayfirbyggingu og á þessi gerð miklum vinsældum að fagna m.a. í Bretlandi. Helstu undirvagnar eru Sprinter og VW LT. Pláss er mikið og yfirbyggingin er mjög rennileg í samanburði við amerískar kassa yfirbyggingar. Sjá heimasíðu Profile. |
|
|
|
Hjá Profile Vehicles OY er byggt yfir ýmsar gerðir bifreiða eins og Mercedes Benz Sprinter, Vito, VW-Transporter, VW-LT, VW Crafter, Ford Econoline, Ford Transit, Chevy Van, GMC ásamt fleiri gerðum. Sjá bækling. (Hér er nýjasti Vito bæklingurinn). (Hér er nýjasti Ford bæklingurinn). |
Framleiðslan er um 500 til 600 sjúkrabifreiðar á ári fyrir þá markaði sem þeir eru þegar á. Nú er að skapast meiri framleiðslugeta með breyttum aðferðum og tilkomu meiri tækini við framleiðslu. Mikil áhersla er lögð á þjónustu og eins samband við viðskiptavini (after sales service). Fyrirtækið byggir samkvæmt evrópustöðlum. |
|
|
Sjá nánar heimasíðu Profile þar sem m.a. er hægt að sjá hringmyndir í sjúkrabifreiðum. Sjá einnig afhendingu sjúkrabifreiða til Rauða Kross Íslands. |
Við teljum að hér sé verulega vandaða framleiðslu að ræða enda væri þessi framleiðandi ekki í samstarfi við virtustu framleiðendur undirvagna fyrir slíkar bifreiðar ef ekki væri svo. |
Efst á síðu
|