Sjúkrabílar

 

Síða í endurnýjun

Profile sjúkrabifreiðar

Profile Vehicles OY í Finnlandi er stærsti yfirbyggjandi sjúkrabifreiða í Norður–Evrópu. Hér er um mjög vandaða framleiðslu að ræða. Alvöru fyrirtæki. Þeir smíða ekki eingöngu sjúkrabifreiðar heldur einnig farþegaflutningabifreiðar, lögreglubifreiðar, stjórnandabifreiðar, brynvarðar bifreiðar og bifreiðar fyrir finnska herinn.

Profile MB Sprinter sjúkrabifreið

Höfuðstöðvar eru í Iilsalmi í Finnlandi. Starfsmenn þar eru um 120 talsins og framleiðsla þeirra á ári er um 4-500 bifreiðar. Framleiðslan fer fram í nokkrum löndum. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi sjúkrabifreiða í norðanverðri Evrópu. Af heimamarkaði eiga þeir um 85% og hafa selt á þeim markaði um 4000 bifreiðar.

Nýjustu byggingaraðferðir þeirra eru Genios á Sprinter og VW Crafter . Sjá bækling. (Hér er nýjasti Genios bæklingurinn) og Neo á VW Transporter. Sjá bækling. (Hér er nýjasti Neo bæklingurinn)

Innréttingar eru mjög vandaðar og eru  fjöldaframleiddar sem gerir alla þjónustu auðveldari. Hér er myndir og upplýsingar um Genios og Neo til fróðleiks af heimasíðu Profile.

Í eigu fyrirtækisins eru fyrirtækin Profile Component Svíþjóð AB, Profile Vehicles Baltic Eistlandi, Profile Special Vehicles Uk Ltd., Profile Vehicles Ungverjalandi, Reanimobile Profile Hvíta Rússlandi, Profile Vehicles Lettlandi og hlutur í Crossmobil GmbH. Útflutningur er til margra landa eins og Eystrasaltslandanna, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Færeyja, Íslands, Rússlands, Tælands, Kína, Kúwait, Ungverjalands, Saudi Arabíu og Þýskalands.

Profle MB sjúkrabifreið

Profile Volkswagen Transporter

Þeir eiga samstarf við De Vries Ambulances í Hollandi með sérstakan rafbúnað Profile IWS - CAN BUS sem er rafbúnaður fyrir m.a. sjúkrabifreiðar þar sem með fyrirskipun má gera bifreiðina tilbúna við mismunandi aðstæður. T.d. við brottför af stöð þá er ýtt á rofa og þá kvikna blá ljós, sírena, loftræsting fer í gang o.fl. Þegar komið er á slysstað er ýtt á rofa og þá slökknar á sírenu vinnuljós kvikna breyting verður á hitastigi ofl. Allt eftir því hvernig viðkomandi viðskiptavinur vill stilla kerfið.
Þeir framleiða líka sjúkrabifreiðar með kassayfirbyggingu og á þessi gerð miklum vinsældum að fagna m.a. í Bretlandi. Helstu undirvagnar eru Sprinter og VW LT. Pláss er mikið og yfirbyggingin er mjög rennileg í samanburði við amerískar kassa yfirbyggingar. Sjá heimasíðu Profile. Profile Modul sjúkrabifreið á Sprinter undirvagni
 

Profile Chevy sjúkrabifreið

Hjá Profile Vehicles OY er byggt yfir ýmsar gerðir bifreiða eins og Mercedes Benz Sprinter, Vito, VW-Transporter, VW-LT, VW Crafter, Ford Econoline, Ford Transit, Chevy Van, GMC ásamt fleiri gerðum. Sjá bækling (Hér er nýjasti Vito bæklingurinn). (Hér er nýjasti Ford bæklingurinn).
Framleiðslan er um 500 til 600 sjúkrabifreiðar á ári fyrir þá markaði sem þeir eru þegar á. Nú er að skapast meiri framleiðslugeta með breyttum aðferðum og tilkomu meiri tækini við framleiðslu. Mikil áhersla er lögð á þjónustu og eins samband við viðskiptavini (after sales service). Fyrirtækið byggir samkvæmt evrópustöðlum.

Profile Chevy sjúkrabifreið

Profile MB Sprinter 4x4 hátt og lágt drif með rafmagnsskiptingu

Sjá nánar heimasíðu Profile þar sem m.a. er hægt að sjá hringmyndir í sjúkrabifreiðum. Sjá einnig afhendingu sjúkrabifreiða til Rauða Kross Íslands.
Við teljum að hér sé verulega vandaða framleiðslu að ræða enda væri þessi framleiðandi ekki í samstarfi við virtustu framleiðendur undirvagna fyrir slíkar bifreiðar ef ekki væri svo.

Efst á síðu