Brunastigar

 

Heimasíða
Frá DIRKS LADDERS í Hollandi bjóðum við nokkrar gerðir af brunastigum Þetta eru yfirleitt í helstu gerðunum 2 ja. manna stigar og tiltölulega léttir og á frábæru verði.Dirks þrískiptur stigi

Einfaldir brunastigar
Tvískiptir brunastigar
Tvískiptir brunastigar með reipi
Þrískiptir brunastigar
Þrískiptir brunastigar með reipi
Telescopic brunastigar
Waku A stigar

MAKROS Brunastigar

Frá Makros í Póllandi eru við með brunastiga af þremur gerðum. Brunastigarnir sem eru framleiddir í samvinnu við hollenskan stigaframleiðanda og eru samkvæmt Evrópu staðli EN 1147. 

Makros DNW 3080 brunastigi

DNW3080

Makros DNW 3080/3 Brunastigar. Þriggja manna (DNW 3080/3) stigi úr áli. Þrískiptur og er ýtt upp.  Þriggja þrepa hámarks lengd 8,02 m. Tveggja þrepa hámarks lengd 5,85 m. Í þremur hlutum, hver eining hámarks lengd, tvær 3.41 m og ein 3,1 m. Þyngd 30kg.

DNW3080/3 er með stuðningsfætur og hægt að setja líka upp sem A tröppur.

DNW stigar eru með svartri , duft áferð, sem er  40 % “ hlýrri” á veturna en hin venjulega ál áferð.

Þyngd 32,6 kg. (Þessi gerð er á velflestum Renault slökkvibifreiðum sem komið hafa frá Wawrzaszek  eða t.d. hjá Brunavörnum Árnessýslu, Slökkviliði Fjarðabyggðar, Brunavörnum Skagafjarðar, Slökviliði Ísafjarðarbæjar, Slökkvilið Ölfus, Slökkviliði V-Húnvetninga og hjá slökkviliði Drangsnes)

Bæklingur

Makros ZS2100 brunastigi

ZS2100

Makros ZS 2100 H Brunastigar. Þriggja manna stigi úr áli. Tvískiptur með kaðal stjórnun. Hámarkslengd stigans er 10,05m. Lágmarkslengd stigans er 5,7 m. Þyngd 47,9 kg.

Með stigum af þessari gerð  er hægt að fá stuðningsfætur og einnig kaðalbremsur (ZS2100/3 H) eins og nefndur er að ofan.
Þyngd stigans er þá 35 kg. +13 kg fyrir stuðningsfætur.

ZS stigar eru með svartri , duft áferð, sem er  40 % “ hlýrri” á veturna en hin venjulega ál áferð.

 

Bæklingur



DN4084/3 3 ja manna brunastigar 

DN 4084/4

Makros DN 4084/3 Brunastigar. Þriggja manna stigi úr áli. Fjórskiptur og hver stigi 2,7 m. Auðvelt að taka í sundur. Hámarkslengd stigans er 8,45 m. Lágmarkslengd stigans er 2,7 m. Þyngd 36,5 kg.

 

Bæklingur



ALCO-LITE Brunastigar

Alco-Lite brunastigar

Alco-Lite brunastigar eru bandarískir. Þeir eru úr áli eða glertrefjum og af öllum stærðum og gerðum, einfaldir, tví-, þrískiptir og eins þakstigar. Eins samanbrjótanlegir. 

Eins samfellanlegir og sambrjótanlegir. Aluminium Ladder Company er framleiðandinn og sá sem fann upp álstigann svo einfalt er það.

Hér er bæklingur sem sýnir allar stærðir og gerðir. Eins bendum við ykkur á heimasíðu þar sem verð kemur fram í USD.

Alco-Lite brunastigar

Við verðútreikning margfaldið  daggengi USD með 2,7 hverju sinni. Ákveðnar stærðir sem eru mest eftirsóttar er hægt að fá afgreiddar með skömmum fyrirvara.

Alco-Lite brunastigarnir eru mjög vandaðir og endingargóðir. Bróðurpartur þeirra stiga sem við höfum flutt inn er af þessari gerð. Þeir eru dýrir en þeir eru dýrir vegna flutningskostnaðar og aðflutningsgjalda. Seinni árin hafa brunastigar úr trefjaplasti komið fram og hlotið vinsældir vegna þess að þeir eru léttari en álstigarnir eru líka léttir. Allir stigar eru gerðir fyrir fleiri en einn í einu enda fyrir slökkvilið og björgunarsveitir og gerðir til að þola erfiðar aðstæður.

 Alco-Lite brunastigar

 Alco-Lite brunastigar úr trefjaplasti

 Alco-Lite Þakstigi

 


WIBE - NORBAS Brunastigar

WIBE - NorBas stigakerfið, samsettir og stakir til samsetningar

WIBE - NORBAS brunastigar úr áli. Mjög vandaðir stigar. Sænskir stigar. Þeir eru gerðarprófaðir samkvæmt sænska staðlnum SS 2091 og samkvæmt AFS 2004:3 og viðurkenndir samkvæmt evrópsku stöðlunum EN131 og SS-EN1147.  Hitaþolnir. Hvert þrep þolir 170 kg.

Wibe stigarnir eru tví og þrískiptir eða stakir stigar eða NOR-BAS sem er fjórskiptur stigi 12,5 til 14,0 m. á lengd í sérstökum geymslukassa. Stundum kallaður "Skarvstegen Nor-Bas"

 

Tvískiptir stigar. Með reipi til að auðvelda uppsetningu. Hjól efst á stiga. Nylon klæddir að innan til að auðveldara sé að draga upp. Læsing stiganna höfð utan á kjálkum stiganna. Þykkt 155mm. Tvískiptu stigarnir eru ekki með stuðningsfætur eða hæðarstilla.

738510-10m. Útdregin lengd 10m. Geymslulengd 5,52m.  Breidd 59sm. Þyngd 37 kg.
738512-12m. Útdregin lengd 12,4m. Geymslulengd 6,72m. Breidd 59sm. Þyngd 45 kg.

 

Raufoss-Wibe Þrískiptir stigar

Raufodd - Wibe stuðningsfætur

Þrískiptir Wibe stigar. Með reipi til að auðvelda uppsetningu. Hjól efst á stiga. Nylon klæddir að innan til að auðveldara sé að draga upp. Læsing stiganna höfð utan á kjálkum stiganna. Þykkt 210mm. Á kjálkum eru hæðar stillar, óháðir hvor öðrum en hæðarmismunur getur verið allt að 20 sm. Stilltir með höndum eða vökvadrifnir. Einnig fylgja með stuðningsfætur. Hægt er að fá sérstaka stigafestingu á þak slökkvibifreiðar sem rennir stiga af þaki við losun.

Mynd sýnir stuðningsfætur


Wibe stigi á slökkvibifreið

Sjá bækling

Sjá bækling

962414 - 8m Útregin lengd 7,91m. Geymslulengd 3,42m. Breidd 84sm.  Þyngd 48 kg.
962415 -10m Útdregin lengd 9,71m. Geymslulengd 4,02m. Breidd 84sm.  Þyngd 55 kg.
961015-10m Útdregin lengd 9,71m. Geymslulengd 4,12m. Breidd 84sm.  Þyngd 57 kg.
962416-12m Útdregin lengd 11,81m. Geymslulengd 4,62m. Breidd 84sm.  Þyngd 63 kg.
961016-12m Útdregin lengd 11,81m. Geymslulengd 4,74m. Breidd 84sm.  Þyngd 65 kg.
971009 Geymslufestingar á þak fyrir þrískipta 8-10 m. stiga 4180x844x464mm. 33 kg.
971041 Geymslufestingar á þak fyrir þrískipta 12 m. stiga 4180x844x464mm. 33 kg.

 

Uppsettur gálgi fyrir 260 kg. þunga


Hér má sjá millistiga sem brú og þakstiga

Wibe Hlutastigar. Þrjár gerðir stiga sem hægt er að setja saman á mismunandi vegu. Grunnstigi, millistigi og toppstigi. Hægt að nota sem brú, þakstiga, krókstiga og sem  gálga til hífingar allt að 260 kg. þunga. Hægt að fá alla stiga staka eða í setti í geymslufestingum.

 

971002 Grunnstigi með stuðningsfótum og hæðarstillir Lengd 2,55m. Þyngd 14,5 kg.
971003 Millistigi Lengd 2,405m. :yngd 9,5 kg.
971004 Toppstigi Lengd 2,55m. Þyngd 11,5 kg.
971011 Toppþrep með lyftikrók fyrir allt að 260 kg. Þyngd 10 kg.
971040 Geymsla á þak Lengd 2,9m. Breidd 70sm. Hæð 55sm. Þyngd 55 kg.
971060 Lokuð geymsla á þak Lengd 2,9m. Breidd 70sm. Hæð 55sm. Þyngd 81 kg.
971945 Sett af öllum stigum og búnaði
971065 Sett af öllum stigum og búnaði í lokaðri geymslufestingu

 

NOR BAS eða Skarvstegen

Fjórskiptir stigar. Með reipi til að auðvelda uppsetningu. Hjól efst á stiga. Nylon klæddir að innan til að auðveldara sé að draga upp. Læsing stiganna höfð utan á kjálkum stiganna. Þykkt 27mm. Á kjálkum eru hæðar stillar, óháðir hvor öðrum en hæðarmismunur getur verið allt að 20 sm. Hæðarstillarnir eru vökvadrifnir. Einnig fylgja með stuðningsfætur. Eins og aðrar gerðir þola stigarnir þrjá menn í einu. Viðurkenndir samkvæmt staðli EN1147.

 

971001 NOR-BAS Lengd 12,5m. Geymslulengd 4,14m. Breidd 84mm. Þyngd 70 kg.
971014 NOR-BAS Lengd 14m. Geymslulengd 4,74m. Breidd 84mm. Þyngd 78 kg.
971009 ADEM Þakfesting 12,5m. á slökkvibifreið með sleppibúnaði 4180x844x522mm.
971041 ADEM Þakfesting 14m. á slökkvibifreið með sleppibúnaði 4780x844x522mm.


Efst á síðu