Slökkvitækjaþjónusta

Slökkvitækjaþjónustan hjá Ólafi Gíslasyni & co. hf. tryggir aðilum rammasamnings RK-14.25 hagstæðustu verðin vegna hleðslu og þjónustu slökkvitækja.

Við viljum vekja athygli á slökkvitækjaþjónustu okkar. Við tökum á móti öllum gerðum tækja. Við bjóðum upp á þá þjónustu sem við nefnum skiptitæki þ.e. ef við eigum samskonar tæki yfirfarið á lager þá skiptum við á tækjum. Þettar sparar komu aftur til okkar til að sækja tæki.

Eins og áður sagði þá þjónustum við allar gerðir tækja svo framarlega sem það er hægt. Ef tæki er illa útlítandi og við sjáum að það borgar sig ekki að eiga við það reynum við að koma til móts við viðskiptavini okkar með hagstæðu verði á nýju eða nýlegu tæki.

Allar vélar eru nýjar og viðurkenndar. Starfsmenn okkar eru réttindamenn og hafa öðlast mikla reynslu.

 

Verðskrá:

Yfirferð á dufttæki 1 - 3 kg.               2.636 kr.

Yfirfarið dufttæki 6 - 12 kg.               2.636 kr.

Yfirfarið léttvatnstæki 2 - 9 L.           2.636 kr.

Yfirfarið kolsýrutæki 2 - 8 kg.            2.636 kr.

Yfirfarið kolsýrutæki 10 - 23 kg.      13.255 kr.

Hlaðið dufttæki 1 - 3 kg.                   5.910 kr.

Hlaðið dufttæki 6 kg.                         6.972 kr.

Hlaðið dufttæki 9 - 12 kg.                 7.578 kr.

Hlaðið dufttæki 25 - 50 kg.               38.665 kr.

Hlaðið léttvatnstæki 2 - 3 L.             5.910 kr.

Hlaðið léttvatnstæki 6 - 9 L.             6.891 kr.

Hlaðið kolsýrutæki 2 - 23 kg.           6.184 - 38.369 kr.

Förgun slökkvitækja                         1.873 kr.