Brunavarnir Rangárvallasýslu


Fyrir utan slökkvistöðina á Hvolsvelli
Níunda bifreiðin var byggð fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu. Undirvagn af MAN 19.463 FAK gerð með 460 hestafla vél (þá aflmesta vélin), fjórhjóladrifna með sídrif, háu og lágu drifi, læsingum og 16 gíra kassa.

Mannskapshús fyrir fjóra. Heildarlestun þ.e. bifreiðin fullbúin í útkall er um 78% en vatnstankur er 3.400 l. og froðutankur 100 l. Rosenbauer slökkvidæla (NH30) afkastar 3.000 l. við 10 bar og 400 l. mín við 40 bar.

Dælan er búin tveimur sjálfstæðum froðukerfum þannig að hægt er að hafa froðu á háþrýsti hliðinni og hreint vatn á lágþrýstihliðinni eða froðu á báðum samtímis.

Hér má sjá innréttingar

Helsti búnaður til viðbótar eru tvö 60 m. 1" rafdrifin slöngukefli með Rosenbauer Ne-Pi-Ro háþrýstibyssum staðsett í öftustu hliðarskápum, Clark loftdrifið ljósamastur 3 x 500W hæð 4,6 m, Raufoss 10 m. þrískiptur brunastigi, reykköfunartækjafestingar og tengingar fyrir talstöð og síma.

Ramfan yfirþrýstingsblásari, Makita rafstöð, Hondu dæla, slöngurekkar, ýmsar festingar, verkfæraveggir og hillur.

Einnig eru í bifreiðinni fullkomið sett af Holmatro björgunartækjum.

Orkuhlutfall þessarar bifreiðar er um 31 hestöfl á hvert tonn.