Sýningabifreið frá Rosenbauer

Fyrir utan skrifstofur okkar

 

Rosenbauer slökkvibifreið af Scania gerð P124CB 4x4 HZ400. 400 hestöfl við 1.900 snúninga. Bifreiðin er með tvöfalt Scania hús, fjögurra dyra fyrir 2 farþega frammí og 3 farþega afturí í sérbyggðum Huma reykkafarastólum.

Bifreiðin er sjálfskipt með 6 gíra Allison HD4060P gírkassa. Hjólabil er 4000 mm. Bifreiðin er fjórhjóladrifin með læsingu á fram, afturöxli og millikassa. Heildarþyngd 15.500 kg tilbúin í útkall. Hestöfl á tonn 26. Hæð 3.400 mm. Lengd 7.600 mm.

Yfirbyggingin er úr seltuvörðu áli, heitgalvaniseruðu stáli og trefjaplasti.

Þrír skápar á hvorri hlið en einn er að aftan þar sem brunadæla er en hún er drifin af aflútaki bifreiðarinnar. Dælan er af Rosenbauer gerð NH30 3000 l/m við 10 bar og 400 l/m við 40 bar. Dæla er búin gangráð sem stýrir stöðugum þrýstingi.

Eitt háþrýstikefli með 50 m 1" slöngu er fyrir ofan dælu. Loftstýrður loki er fyrir inntak í vatnstank. 4 úttök 2 1/2" og 2 úttök 1 1/2" eru frá dælu og tvö inntök 5" og tvö 2 1/2".

Rosenbauer FixMix froðukerfi sem er sjálfstætt er á háþrýstihlið og lágþrýstihlið dælunnar. Vatnstankur er úr trefjaplasti og tekur 3000 l. og froðutankur er 200 l. úr ryðfríu stáli.

Í skápum er mismunandi festibúnaður fyrir ýmis tæki eins og tveir verkfæraveggir, útdraganlegir pallar fyrir m.a. björgunartæki ofl., slöngurekkar, og kassa fyrir hinn ýms búnað.

Laus Rosenbauer Otter dæla er í einum skápnum á útdraganlegum palli en sú dæla sem skilar 800 l/mín við 5 bar.

Loftdrifið ljósamastur með þremur 500W ljóskösturum er á þaki bifreiðarinnar. Ljósin eru knúin af rafal við vél bifreiðarinnar sem skilar 4.5 kW/220V. Tengingar fyrir 220V eru í skápum. 220V Hleðslutæki er fyrir rafgeyma.

Á þaki er tenging fyrir úðastút sem skilar 2400 l/mín. Einnig eru sogbarkar og 10 m. þrískiptur útdraganlegur stigi. Á þakbrún eru vinnuljós sem lýsa umhverfis bifreiðina, ljós í hverjum skáp og umferðarstefnuljós að aftan.

Við fengum þessa bifreið til að fara á um landið til kynningar. Vakti hún áhuga og sérstakan áhuga vakti góður búnaður og þessi stærð af áhafnarhúsi.

Bifreiðin var sýnd þetta ár í Augsburg í Þýskalandi á sýningunni Rauða Hananum og var síðan seld til Noregs.

Bifreiðin uppfyllir alla evrópska staðla enda viðurkennd samkvæmt þeim.