Í maí síðastliðnum var gengið frá samningi við Ísafjarðarbæ um slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn Renault Kerax 420.19 4x4 4100mm. Heildar- burðargeta bifreiðar er 19 tonn og má gera ráð fyrir að í þessari útfærslu (3m3) verði bifreiðin um 16 tonn. Hestöfl pr. tonn eru rúm 25,75 og telst það mjög kraftmikil slökkvibifreið. Hámarkshraði er 125 km/klst. Sjá mynd af svipaðri bifreið.
Hér er fréttaskýring af bb.is
bb.is | 26.05.05 | 13:22
Skrifað undir samning um kaup á nýrri slökkvibifreið
Í morgun undirrituðu Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar og Benedikt Einar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & co hf. í Reykjavík samning um kaup Ísafjarðarbæjar á nýrri slökkvibifreið af Renault gerð. Kaupverðið er 15,4 milljónir króna og afgreiðslutíminn er 9-10 mánuðir. Undirvagn bifreiðarinnar verður fluttur til Póllands þar sem smíði hennar verður lokið. Bifreiðin hefur 19 tonna burðargetu og getur dælt um 4.000 lítrum á mínútu. Hún er búin 3-4.000 lítra vatnstanki. Þá eru í bifreiðinni tvö háþrýstikerfi og rafstöð.
Í ökumannshúsi eru sex til sjö sæti, ljós, sjálfstætt hitakerfi (Webasto miðstöð), handstýrður ljóskastari, hitaðir speglar og aukaspeglar, ljós í þrepum sem kvikna við opnun hurða, endurskin á hurðum. Renault útvarp FM/AM og Motorola forrituð talstöð. Öryggisbelti í sætum og áklæði á sætum hreinsanlegt. Fjaðrandi ökumannsæti, sírena með hljóðnema, blá stróbljós í grilli að framan og aftan, stróp- ljósarenna á þaki og lofthorn. Hljóðmerki tengt bakkljósi. 24V rafkerfi, rafall 2.200W og rafgeymar 2 x 180Ah. Höfuðrofi. Litur bifreiðar er svartur, hvítur og rauður. Varahjólbarði fylgir og festing hans.
Mynd af Renault Midlum 14 tonna undirvagni í verksmiðju
Efni yfirbyggingar úr ryðfríum efnum, trefjaplasti og álprófílum. Þak er vinnupallur með upphleyptum álplötum, burður 450 kg./m2. Þrír skápar á hvorri hlið og einn að aftan. Rykþéttar rennihurðir úr áli með læsingum. Ljós kviknar í skápum við opnun og eins er rofi í ökumannshúsi. Vinnuljós sem gefa 5 til 15 Lux í 1 m. fjarlægð. Hillur og pallar með læsingar í opinni stöðu. Þær innréttingar sem staðið geta 25 sm. út frá bifreiðinni eru með endurskin. Öll handföng, hurðir og lokur eru gerðar fyrir hanskaklæddar hendur. Vatnshalli í skápum. Yfirborð þaks og gólf í skápum klætt með upphleyptum álplötum. Vatnstankur 3 til 4m3 úr trefjaplastefni með tilheyrandi búnaði. Froðutankur 200 dm3 úr trefjaplastefnum með tilheyrandi búnaði. Möguleiki á að fylla froðutank frá þaki og svo frá jörðu. Brunadælan er staðsett að aftan, upphituð frá kælikerfi bifreiðar.
Mynd úr verksmiðju. Fremstu bifreiðirnar fyrir Brunavarnir Árnessýslu
Dæla seltuvarin úr bronzi og stáli. Tveggja þrepa 4000 l/mín við 10 bar og 250 l/mín við 40 bar. Hámark vatns á háþrýstiþrepi 150 l/mín. Gerð Ruberg R40/2.5. Froðukerfið er frá tanki og við sog frá opnu. Háþrýstislöngukeflin ¾¿ með 90 m. slöngur, úðastúta stillanlega og með froðutrektum. Froða í gegnum úðastút. Slöngukeflin eru bæði raf og handdrifin. Úttök frá dælu eru fjögur 75mm til hliðanna inn í skáp. Eins er lögn að háþrýstislöngukeflum. Dælan getur fyllt á tank og eru afköst 1.700 l/mín. Sog er annars vegar 110mm Ø og 75mm Ø. Lögn frá tanki að dælu 125mm Ø. Mælaborð dælunnar er með sogmæli, lágþrýstingsmæli, háþrýstingsmæli, vatnsmæli, froðumæli, snúningshraðamæli dælu, stöðvunarrofa á bílvél, klst. mæli og viðvörunarljós fyrir olíuþrýsting og kælivatn. Dælan er einstaklega vel útbúin. Að vatnstanki er eitt inntak með einstreymisloka Storz B ásamt kúluloka til að taka vatn frá brunahana með þrýstimæli.
Dæla sýnd frá hlið
Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting í þrýstihluta dælunnar. Eins er dælan með varnarbúnað gagnvart óhreinindum sem valdið geta skemmdum. Froðublandari er mekanískur er frá 1% til 3% á allt afkastasvið dælunnar. Frávik ±0,5%. Allt froðukerfið er gert úr efnum sem þola froðu og er úr ryðfríum efnum. Ryðfrítt stál er notað. Hægt er að dreina allt dælukerfið með einum lokua. Miðstöðvar eru í einhverjum skáp í yfirbyggingu, dælurými og ökumannshúsi af Webasto Air Top gerð. Þessar miðstöðvar verja vatns og froðukerfi fyrir frosti allt að ¿25°C. Á soghlið dælunar er síubúnaður sem verja á hana óhreinindum bæði frá opnu og vatnstanki. Tryggir örugga notkun dælunnar. Ljósamastur er loftdrifið með ljóskösturum 2 x 1000W. og snúan og veltanlegir með stýringu. Rafstöð 4,5 kW á útdraganlegum palli tengd ljósamastri.
Eins er í mælaborði í ökumannshúsi ljós fyrir vatns og froðutank, ljósamastur eða úðabyssu, hurðir og ástig opin, hleðslutengingu, skápaljós og loftflautu. Öllum miðstöðvum stýrt þaðan.
Öll gólf og ástig í skápum klædd með upphleyptu áli. Prófílar sem er stillanlegir í hæð eða breidd í skápum fyrir hillur og innréttingar.
Hér er teikning af bifreiðinni