|
Allur búnaður sem er í bifreiðinni er evrópskur og af þeim gerðum sem vel er þekktur hérlendis eins og t.d. Ruberg dælur (sænskar) sem eru í mörgum slökkvibifreiðum hér..
Hér eru um 25 til 30 Ruberg bronz dælur af sambærilegum gerðum. Í þessari bifreið er ný gerð af Ruberg dælu svonefnd Euroline gerð en hún afkastar 4.000 l/mín. við 10 bar og 3ja. m soghæð og 400 l/mín við 40 bar.
|
|
Í ökumannshúsi sem 4 dyra ökumannshús eru sex sæti, ljós, sjálfstætt hitakerfi (Webasto miðstöð), hitaðir speglar og aukaspeglar, ljós í þrepum sem kvikna við opnun hurða, endurskin á hurðum. Sólskyggni með aukaakstursljósum. Öryggisbelti í öllum sætum og áklæði á sætum (hreinsanlegt). Í afturhluta ökumannshúss eru fjórir stólar fyrir reykkafara og í bekk er geymsla. Reykköfunarstólarnir eru af nýrri gerð með kónískum kútafestingum en stólarnir eru fyrir Spiromatic reykköfunartæki. Fjaðrandi ökumannsæti, sæti fyrir farþega fram í sem er með reykköfunartækjafestingu, sírena með hljóðnema, blá stróp ljós í grilli að framan, á hornum, á afturvegg, á hliðarvegg, afturbretti og aftan á þaki. Strópljósarenna er á þaki og lofthorn. Ástig við afturhurðir fellur niður við opnun.
|
|
Forrituð Motorola Tetra talstöð og VHS talstöð. Margs konar viðvörunarljós eins og ef hurðir eða ástig eru opin í yfirbyggingu, ljósamastur eða úðabyssa uppi, hleðslutenging, ljós í skápum, fyrir innsetningu dælu, vatns og froðu tankamælar. Hilla og skápar sem skilur að fram og afturhluta. Stýring og hitamælar fyrir allar miðstöðvar.
|
|
Efni yfirbyggingar úr ryðfríum efnum, trefjaplasti gegnheilu og byggt með samlokuaðferð og álprófílar sem undirstöður fyrir innréttingar. Þak er vinnupallur með sönduðu yfirborði, burður 450 kg. Þrír skápar á hvorri hlið og einn að aftan. Rykþéttar rennihurðir úr áli með lokunarslá með læsingum. Ljós kviknar í skápum við opnun og eins er rofi í ökumannshúsi. Vinnuljós ofarlega á yfirbyggingu gefa mjög gott ljós allan hringinn.
|
|
Hillur og skúffur með læsingar í opinni stöðu. Þær innréttingar sem staðið geta 25 sm. út frá bifreiðinni eru með endurskin.
Öll handföng, hurðir og lokur er gert fyrir hanskaklæddar hendur. Vatnshalli í skápum. Yfirborð gólfs í skápum er klætt með ryðfríum stálpötum en hliðar eru klæddar með innréttingarplötum.
Við alla skápa eru fellanleg ástig sem um leið eru hurðir fyrir neðri skápa. Vatnstankur tekur 4.000 l. úr trefjaplastefni með tilheyrandi búnaði.
|
|
Froðutankur tekur 200 l. og er úr trefjaplastefnum með tilheyrandi búnaði. Möguleiki á að fylla froðutank frá þaki og svo frá jörðu. Nýtt Ruberg froðublöndunarkerfi. Brunadælan er staðsett að aftan Dæla er seltuvarin úr bronzi og stáli. Tveggja þrepa 4.000 l/mín við 10 bar og 400 l/mín við 40 bar. Gerð Ruberg 4000 Euroline. Hámark vatns á háþrýstikeflin 150 l/mín. miðað við slöngustærð.
Tvö háþrýstikefli með 90 m. slöngum 19mm. Protek háþrýstistútar stillanlegir og með froðutrektum. Slöngukeflin eru bæði raf- og handdrifin.
Úttök frá dælu eru fjögur 65mm til hliðanna inni í skáp á hliðum. Eins er lögn að háþrýstislöngukeflum. Dælan getur fyllt á tank og eru afköst 1.700 l/mín. um 2" lögn.
|
|
Á þaki er úðabyssa af gerðinni Phorjne sem skilar 3.200 l/mín með loftstýrðum loka og froðutrekt. Úðabyssan rennur sjálfvirkt (vatnsafl) upp og niður úr þaki. Eins getur sá sem stýrir byssu stýrt snúningi dælu.
Loftstýring á lokum. Sog er um tvö 125mm Ø inntök og eitt 75mm Ø með spjaldlokum og Storz tengjum. Lögn frá tanki að dælu 125mm Ø. Stýriskjár (CanBus) dælunnar er með m.a. sog-, lágþrýstings-, háþrýstings-, vatns-, froðu- og snúningshraðamæli . Dælu, neyðarstöðvunarrofa, klst. mæli og viðvörunarljós fyrir olíuþrýsting og kælivatn ofl. ofl.
|
|
Eins er viðvörunarljós fyrir loftbólumyndun og ýmis önnur viðvörunarljós í rofum fyrir opnun og lokun svo auðvelda megi þeim sem vinna við dæluna að sjá hvað sé opið eða lokað. Skjámyndir af slökkvikerfi. Tilkynningarskjár ofl. skjámyndir.
Stór hluti stjórntækja dælunnar eru loftstýrð. Dælan er einstaklega vel útbúin. Að vatnstanki er eitt inntak Storz B ásamt kúluloka og þrýstingsmæli.
Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting í þrýstihluta dælunnar. Hann má aftengja og handstýra. Eins er dælan með varnarbúnað gagnvart óhreinindum sem valdið geta skemmdum.
|
|
Ruberg froðubúnaður er loftstýrður og er frá 1% , 3% og 6% á allt afkastasvið dælunnar. Allt froðukerfið er gert úr efnum sem þola froðu og er úr sýruþolnum efnum. Hægt er að dreina allt dælukerfið.
Á soghlið dælunnar er síubúnaður sem verja á hana óhreinindum bæði frá opnu og vatnstanki. Tryggir örugga notkun dælunnar. Samskonar miðstöðvar eru í dælurými og ökumannshúsi þ.e. Webasto Air með lögnum í alla skápa.
Þessar miðstöðvar verja vatns og froðukerfi fyrir frosti.
|
|
3 stk. 5" barkar í 3ja m. lengd eru í sérstökum festingum á þaki. Sigti með loka 125mm. Verkfærakassi á þaki.
Ljósamastur er af Fireco gerð 4 x 55W LED loftdrifið snúanlegt og ljóskastarar veltanlegir.
Stigi af NORBAS gerð þrískiptur 14 m. langur á þaki yfirbyggingar. Stiginn uppfyllir EN 1147 staðal.
|
|
Ýmis annar búnaður eins og Nato tengi til neyðarstarts, 5 tonna rafmagnsspil að framan, bakkmyndavél, leiðbeiningarskilti á bakhlið og úðabyssan á þaki.
Innréttingar eru ýmsar í bifreiðinni og má nefna slönguhillur, útdraganlegan pall fyrir rafstöð 6 kW. Frá rafstöð eru tenglar í skápum og ökumannshúsi og eins er tenglar frá húsarafmagni í ökumannshúsi. Tenging er við húsarafmagn og loft af gerðinni Rettbox sleppibúnaði.
Útdraganlegur veggur og pallur fyrir björgunartæki og slíkan búnað. Fastar hillur. Útdraganlegar skúffur fyrir úðastúta og lykla ofl.
|
|
Allar leiðbeiningar og merkingar á bifreiðinni eru á íslensku og kemur hann þannig frá yfirbyggjanda. Allar tölvugerðar og smekklegar. Battenburg merkingar ásamt merki slökkviliðsins.
|