Brunavarnir Skagafjarðar


Þrettánda bifreiðin var byggð fyrir Brunavarnir Skagafjarðar. Undirvagn af MB 1625 AK36 gerð árg 1986 með 250 hestafla vél, fjórhjóladrifna með sídrif, háu og lágu drifi, læsingum og beinskiptum kassa. 

Bifreiðin er staðsett á Hofsósi. Mannskapshús er einfalt eða fyrir tvo menn. Heildarlestun þ.e. bifreiðin fullbúin í útkall er um 89% en vatnstankur er úr áli og tekur 6.000 l.

Rosenbauer slökkvidæla (NH20) afkastar 2.000 l. við 10 bar og 400 l. mín við 40 bar. Rafdrifið háþrýstikefli m/50m. 1" slöngu og Rosenbauer NePiRo úðastút.

Slöngurekkar í skápum sitthvoru megin. Stigi er á þak tanks. 3 stk. 4 ½" sogbarkar 3 m.

Orkuhlutfall þessarar bifreiðar er um 17 hestöfl á hvert tonn.Vinnuljós eru á þaki.

Var áður mjólkurbíll í Noregi