Scott reykköfunartæki eru án efa ein bestu reykköfunartæki sem framleidd eru. Scott reykköfunartækin eru bandarísk að uppruna og 55% slökkviliða þarlendis nota Scott reykköfunartæki af ýmsum gerðum. Níu af ellefu stærstu liðunum í Bandaríkjunum nota Scott reykköfunartæki.
Scott býður nú m.a. Propak, Contour, Sigma-2 og Air Pack Fifty í evrópskum útfærslum. Tækin eru þá viðurkennd samkvæmt EN137 staðli í mismunandi útgáfum. Við sumar gerðir er hægt að fá tvo kúta. Nokkara gerðir fjarskiptabúnaðar m.a sá sem nefndur er hér og svo evrópskar útfærslur eins og Iris og Sabre Com. Scott Health and Safety er nú í eigu Tyco og er framleiðsla Sabre reykköfunartækja einnig í eigu þeirra.
Viðhald tækjanna er einfalt og ekki eru kröfur um að skipta út hlutum á ákveðnum fresti eins og hjá mörgum öðrum framleiðendum. Ef allir hlutar vinna rétt á ekki að skipta þeim út. Viðhaldskostnaður er því minni.
Enginn annar framleiðandi býður uppá eins fjölbreytt úrval af fjarskiptabúnaði (Sabrecom 2) eða alls sex gerðir. Bakgrindin er í einu lagi löguð að baki notanda. Burðarólar og belti eru úr Kelvar eldþolnu efni. Allar sylgjur og stillingar úr sama efni og í öryggisbeltum. Stilling mjög fljótleg. 8 ára ábyrgð er á Airpak reykköfunartækjunum en 15 ára ábyrgð á þrýstijafnara en hann er frábrugðinn öðrum gerðum þrýstijafnara þar sem hann hefur tvö algjörlega sjálfstæð loftkerfi.
Scott Air Pack reykköfunartækin eru viðurkennd samkvæmt NFPA 1981 útgáfu 2007 Auðvelt er að breyta eldri gerðum svo þau hljóti viðurkenningu samkvæmt nýjustu reglum. Sjá upplýsingar hér neðar. Einnig er hægt að fá reykköfunartækin samkvæmt EN staðli en þá eru kútar merktir BAR með BSP gengjum, mælir sýnir bar, aukaslanga fellur ekki undir EN staðal og ekki auka viðvörunarbjalla vegna minnkandi lofts. NFPA reglur ganga lengra en EN staðall og má nefna að ólar og belti þurfa ekki að vera úr eldþolnu efni í EN staðli. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því af hverju mörg slökkvilið velja NFPA útfærslur. Sjá upplýsingar um EN viðurkennd tæki.
ACS er ný gerð af bakplötu ásamt ýmsum öðrum nýjungum. ACS er léttasta bakplatan sem völ er á miðað við sambærileg gæði. Eykur þægindi, endingu og hreyfanleika. Algjölega lagað að baki og gert úr efnum sem auka sveigjanleika. Fjórar gerðir. fyrir ýmsar gerðir Scott tækja.
Fyrstu tvær gerðirnar ACSfx og ACSf eru á Propak tækin en ACSi á Contour og ACSm á Sigma2.
Hér má sjá viðurkenningar.
SCOTT SIGMA 2 Reykköfunartæki.
EN137:2006 Klassa II, EN139, AS1716, Skipsstýrið (MED)
Við bjóðum aðallega Scott Sigma2 tæki með 41 mín stálkútum 300bar eða 46 mín léttkútum 300 bar með Panaseal maska. Fleiri möguleikar.
|
Scott Sigma 2 er reykköfunartæki á lágu verði en veitir sama öryggi og Contour gerðirnar. Einfalt og öruggt í notkun og hentar vel í verksmiðjur, iðnað, skip og báta. Auðvelt og einfalt viðhald, Straumínulöguð bakplata steypt úr koltrefja fylltu afrafmögnuðu efni, axlarólar úr eldvörðu efni og band um loftkút úr Kelvarefni. Fyrir allar gerðir af Scott kútum. Þrjár gerðir af möskum Vision 3, Panaseal (á mynd) eða Panavisor. Hér má sjá bakplötuna.
|
SCOTT CONTOUR 100 Reykköfunartæki.
EN137:2006 Klassa II, EN139, AS1716, Skipsstýrið (MED)
Við bjóðum aðallega Scott Contour 100 tæki með 41 mín stálkútum 300bar eða 46 mín léttkútum 300 bar með Panavisor maska. Fleiri möguleikar.
|
Scott Contour 100 er léttbyggt reykköfunartæki. Einfalt og öruggt í notkun og hentar vel í verksmiðjur, iðnað, skip, og slökkvilið. Auðvelt og einfalt og ódýrt viðhald. Straumínulöguð sérsteypt bakplata, fóðraðar ólar úr kelvar efnum. Fyrir allar gerðir af Scott kútum. Þrjár gerðir af möskum Vision 3, Panaseal eða Panavisor (á mynd).
|
SCOTT CONTOUR 3/5/600 Reykköfunartæki.
EN137:2006 Klassa II, EN139, AS1716, Skipsstýrið (MED)
Við bjóðum allar gerðir Scott Contour tækja með 41 mín stálkútum 300bar eða 46 mín léttkútum 300 bar með Panavisor maska. Fleiri möguleikar.
|
Scott Contour 3/5/600 eru léttbyggð reykköfunartæki. Einföld og örugg í notkun og hentar vel í verksmiðjur, iðnað, skip, og slökkvilið. Auðvelt, einfölt og ódýrt viðhald. Straumínulöguð sérsteypt bakplata með íblöndun Kelvar efna, fóðraðar ólar úr kelvar efnum. Eldvarin efni. Fyrir allar gerðir af Scott kútum og 500 og 600 gerðirnar geta verið fyrir tvo kúta. Þrjár gerðir af möskum Vision 3, Panaseal eða Panavisor (á mynd). Möguleiki á að festa IRIS eftirlitsbúnað við tækin. Hér má sjá Contour 530 með tvo kúta.
|
SCOTT PROPAK Reykköfunartæki.
EN137:2006 Klassa II
Við bjóðum allar gerðir Scott Propak með 46 mín léttkútum 300 bar með Vision 3 maska. Fleiri möguleikar.
|
Scott Propak reykköfunartækin eru byggð upp af Scott og Sabre Contour og eru með léttustu og öruggustu reykköfunartækjum sem völ er á. Þau eru viðurkennd samkvæmt EN137: 2006 class II, ásamt því að vera prófuð við sérstakar hita og loga prófun (incorporating the stringent flame engulfment test). Viðurkennt lunga, tryggt loftflæði, 100% Kelvar vefnaður, fallhlífar sylgjur, ný gerð stillingarbands á loftkút og auðveld endurnýjun. Létt afrafmögnuð bakplata með Kelvar kútabandi (auðveld skipti á kútum) og stillanlegum fóðruðum ólum. Tvöfalt kerfi með framhjáhlaupi, mælir og 55 bara flauta. Ýmsar tengingar á lofti. Bakplata stillanleg fyrir aðrar stærðir af kútum. Fróðleikur um viðhald og meðferð Scott Propak tækja.
|
Við bjóðum aðallega Propak tæki með 46 mín léttkútum og 300 bara þrýsting. Tækin eru eins og áður sagði vönduð með Kelvar tregbrennanlegum ólum. Kútarnir eru léttkútar með 1.860 l. af lofti og vega aðeins 6,8 kg. fullhlaðnir. Þvermál 160 mm og 600 mm. langir. Líftími minnst 15 ár. Scott Propak tækin eru með Vision 3 maska og sá maski eru um margt mjög einstakur þar sem glerið er mjög kúpt og eykur útsýni miðað við aðrar venjulegar gerðir af möskum. Hægt er að fá aðrar gerðir og bendum við á síðuna um maska.
Fjarskiptatengingar eru ekki vandamál. Mjög einfalt Sabre Com kerfi. Festing í maska og í fjarskiptabúnað. Sjá síðu um fjarskipti.
Skoðið bæklingana
Scott allar EN gerðir
Scott Propak
Scott stóri vörulistinn
Heimasíða SCOTT
Hettur til að verja krana á reykköfunarkútum
Hlífðarpokar á léttkúta
SCOTT Air-Pak® 75™ Reykköfunartæki NFPA 1981-2007
|
Scott AirPak 75 er ný gerð sem kom á markað á 75 ára afmæli fyrstu Scott tækja. Tækin eru full af nýjungum og má nefna straumlínulega bakplötu, innfeldar loftslöngur, innfelld handföng, hallandi aflestursmælir með kragalýsingu (betra sjónarhorn), rafhlaða fyrir búnað á einum stað ofl. ofl. Maskar eru af AV3000 gerð sjá neðar.
Scott Airpak 75
|
SCOTT Air-Pak® NxG2™Reykköfunartæki NFPA 1981-2007
|
Scott AirPak NxG2 er nýleg gerð reykköfunar- tækja frá Scott sem komu á markað 2004. Helstu breytingar eru AV3000 maski sem er móðufrír (Sjá neðar) , blikkljós á reykköfunarkút sem segir frá ástandi brunavarðar, rafeindatækni við aflestur á loftmæla og loftkútum smellt í tækin. Engin þörf á að skrúfa krana. Ýmislegt fleira en lesið bæklinginn um tækin.
|
SCOTT AIR PACK Fifty Reykköfunartæki NFPA 1981
Scott Air Pack Fifty reykköfunartæki. Venjulegasta gerðin (Standard) er með AV2000 eða AV 3000 maska og heilli loftslöngu frá lunga í þrýstijafnara.
Scott Air Pack Fifty reykköfunartæki. (Quick-Connect) með AV2000 eða AV3000 maska og loftslöngu með hraðtengi frá lunga í þrýstijafnara.
Scott Air Pack reykköfunartæki. (EBSS) með AV2000 eða AV3000 maska og loftslöngu með hraðtengi frá lunga í þrýstijafnara og aukaloftslöngu. Án tösku.
Reykköfunartæki m/Carbon loftkút. 30 mín. vega 8,6 kg, 45 mín. vega 10,5 kg. og 60 mín. vega 11,8 kg.
|
Þessi tæki voru á sínum tíma kölluð næsta kynslóð reykköfunartækja en þau komu á markað á fimmtíu ára afmæli fyrstu Scott reykköfunartækjanna. Flest tæki hérlendis þ.e. 4.5 tæki eru af þessari gerð. Þau eru annað hvort samkvæmt NFPA 1981 1997 eða 2002 reglum. Þessi tæki í þessari útfærslu eru ekki framleidd lengur en hægt er að fá svokallaða uppfærslu pakka til að breyta þeim svo þau verði samkvæmt NFPA 1981 2007 reglum. Sjá upplýsingar hér.
Sjá frekari upplýsingar um Scott AirPack Fifty fjarskiptabúna
Scott AirPackFifty
|
Hérlendis eru þessi tæki í notkun hjá Slökkviliði Akureyrar (frá 1954), Keflavíkurflugvallar, Bolungarvíkur og Slökkviliði Keflavíkur en nokkur eldri tæki eru hjá Brunamálastofnun, í Búðardal, á Dalvík, í Grindavík, á Gufuskálum, í Neskaupsstað og á Vegamótum. Slökkviliðið í Hrísey er nú í ar að fá Scott tæki eftir sameiningu við Slökkvilið Akureyrar. Fifty gerðin sameinar margt sem boðið er uppá í öðrum gerðum tækja.
Hægt er að fá festingu fyrir gleraugu í maska, aukaloftlínu, hraðhleðslu á loftkúta, hraðtengi á loftslöngu í lunga ofl. Á maska er hægt að fá smellur fyrir sérstakar reykkafarahettur. Pak-Alert er reykkafaraviðvörun sem sýnir viðvörun með hljóði og ljósi. Um leið og lofti er hleypt á tækin er hún sett í gang. Fjarskiptabúnaður er af 5 gerðum viðurkenndur af NFPA og EN flestar gerðir.
Slökkviliðsmenn á Akureyri við slökkvistörf 9/1 2001 nota SCOTT Air Pack Fifty reykköfunartæki. Einnig má sjá sérstaka notkun á brunaexi.
Reykafari í góðu sambandi með nýjum SCOTT EZ Com fjarskiptabúnaði.
Efst á síðu