Scott býður nú m.a. Propak, Contour og Sigma-2 í evrópskum útfærslum. Tækin eru þá viðurkennd samkvæmt EN137 staðli í mismunandi útgáfum. Við sumar gerðir er hægt að fá tvo kúta. Nokkara gerðir fjarskiptabúnaðar m.a sá sem nefndur er hér og svo evrópskar útfærslur eins og Iris og Sabre Com.
Viðhald tækjanna er einfalt og ekki eru kröfur um að skipta út hlutum á ákveðnum fresti eins og hjá mörgum öðrum framleiðendum. Ef allir hlutar vinna rétt á ekki að skipta þeim út. Viðhaldskostnaður er því minni.
Enginn annar framleiðandi býður uppá eins fjölbreytt úrval af fjarskiptabúnaði (Sabrecom 2) eða alls sex gerðir. Bakgrindin er í einu lagi löguð að baki notanda. Burðarólar og belti eru úr Kelvar eldþolnu efni. Allar sylgjur og stillingar úr sama efni og í öryggisbeltum. Stilling mjög fljótleg.
SCOTT SIGMA 2 Reykköfunartæki.
EN137:2006 Klassa II, EN139, AS1716, Skipsstýrið (MED)
Við bjóðum aðallega Scott Sigma2 tæki með 41 mín stálkútum 300bar eða 46 mín léttkútum 300 bar með Panaseal maska. Fleiri möguleikar.

|
Scott Sigma 2 er reykköfunartæki á lágu verði en veitir sama öryggi og Contour gerðirnar. Einfalt og öruggt í notkun og hentar vel í verksmiðjur, iðnað, skip og báta. Auðvelt og einfalt viðhald, Straumínulöguð bakplata steypt úr koltrefja fylltu afrafmögnuðu efni, axlarólar úr eldvörðu efni og band um loftkút úr Kelvarefni. Fyrir allar gerðir af Scott kútum. Þrjár gerðir af möskum Vision 3, Panaseal (á mynd) eða Panavisor. Hér má sjá bakplötuna.
|
SCOTT PROPAK Reykköfunartæki.
EN137:2006 Klassa II
Við bjóðum allar gerðir Scott Propak með 46 mín léttkútum 300 bar með Vision 3 maska. Fleiri möguleikar.

|
Scott Propak reykköfunartækin eru byggð upp af Scott og Sabre Contour og eru með léttustu og öruggustu reykköfunartækjum sem völ er á. Þau eru viðurkennd samkvæmt EN137: 2006 class II, ásamt því að vera prófuð við sérstakar hita og loga prófun (incorporating the stringent flame engulfment test). Viðurkennt lunga, tryggt loftflæði, 100% Kelvar vefnaður, fallhlífar sylgjur, ný gerð stillingarbands á loftkút og auðveld endurnýjun. Létt afrafmögnuð bakplata með Kelvar kútabandi (auðveld skipti á kútum) og stillanlegum fóðruðum ólum. Tvöfalt kerfi með framhjáhlaupi, mælir og 55 bara flauta. Ýmsar tengingar á lofti. Bakplata stillanleg fyrir aðrar stærðir af kútum. Scott Propak
|
Við bjóðum aðallega Propak tæki með 46 mín léttkútum og 300 bara þrýsting. Tækin eru eins og áður sagði vönduð með Kelvar tregbrennanlegum ólum. Kútarnir eru léttkútar með 1.860 l. af lofti og vega aðeins 6,8 kg. fullhlaðnir. Þvermál 160 mm og 600 mm. langir. Líftími minnst 15 ár. Scott Propak tækin eru með Vision 3 maska og sá maski eru um margt mjög einstakur þar sem glerið er mjög kúpt og eykur útsýni miðað við aðrar venjulegar gerðir af möskum. Hægt er að fá aðrar gerðir og bendum við á síðuna um maska.
Fjarskiptatengingar eru ekki vandamál. Mjög einfalt Sabre Com kerfi. Festing í maska og í fjarskiptabúnað. Sjá síðu um fjarskipti.
Skoðið bæklingana
Scott allar EN gerðir
Scott Propak
Heimasíða 3M-SCOTT
Efst á síðu