Isavia Keflavíkurflugvöllur 2018

Isavia Keflavíkurflugvöllur 2018

Slökkvibifreið Slökkvibifreið
Slökkvibifreið Slökkvibifreið

 

Slökkvibifreiðin er af gerðinni ISS Wawrzaszek ARFF 10000/600 (6 x 6) á Scania G450 undirvagni. Bifreiðin er 450 hestöfl sjálfskipt með háu og lágu sítengdu fjórhjóladrifi með tilheyrandi læsingum. Bifreiðin er á breiðum dekkjum (einfalt að aftan). Byggð í samræmi við staðla og kröfur ICAO.

Í ökumannshúsi eru tvö sæti og farþegasætið er reykköfunarsæti með tilheyrandi festingum fyrir Scott Propak reykköfunartæki sem fylgja. Handljós í hleðslustöðvum, sjálfstætt hitakerfi (Webasto miðstöð), hitaðir speglar og aukaspeglar, ljós í þrepum sem kvikna við opnun hurða, endurskin á hurðum. útvarp FM/AM, CD og Ipod tenging, Motorola VHS talstöð, Motorola Tetra talstöð og skanner. Einnig laus Scott hitamyndavél í hleðslustöð, bakkmyndavél, og vídeóupptökuvél. Í stærri bifreiðunum eru infrarauðar myndavélar að auki. Ýmis annar laus búnaður eins og verkfæri, teppi ofl. Öryggisbelti í sætum og áklæði á sætum hreinsanlegt.  Fjaðrandi ökumannsæti, sírena með hljóðnema, lofthorn, blá stróbljós í grilli að framan, aftan og hliðum uppi.

Utan á ökumannshúsi er 3ja fasa tenging við húsarafmagn og einnig vinnuloftstenging með sleppibúnaði (Rettbox). Hægt er að starta bifreiðinni á sama stað að utan og um leið fer bifreiðin í gang, eins Cummings vél við dælu og kveikir gul og blá ljós ásamt öðrum nauðsynlegum ljósum og er þannig tilbúin í útkall.

Hljóðmerki tengt bakkljósi og bakkmyndavél.  24V rafkerfi, rafall glussadrifinn frá aflúttaki 10.000W og rafgeymar 4 x 180Ah. Höfuðrofar úti og inni.  Litur bifreiðarinnar er gulur með blárri endurskinsrönd.  Varahjólbarði fylgir.

Efni yfirbyggingar úr ryðfríum efnum, trefjaplasti, álplötum og álprófílum.  Þak er vinnupallur með sandbornu yfirlagi. Tveir skápar á hvorri hlið. Rykþéttar rennihurðir úr áli með læsingum. Ljós kviknar í skápum við opnun og eins er rofi í ökumannshúsi. Vinnuljós umhverfis bifreiðina sem gefa 5 til 15 Lux í 1 m. fjarlægð.  Hillur og pallar með læsingar í opinni stöðu.

Þær innréttingar sem geta staðið út frá bifreiðinni eru með endurskini. Öll handföng hurðir og lokur eru gerðar fyrir hanskaklæddar hendur. Vatnshalli í skápum og gúmmí mottur. Vatnstankar eru annars vegar 10.000 l. og hins vegar 6.000 l. úr trefjaplastefni með tilheyrandi hólfun og búnaði. Froðutankar 600 l. og hinsvegar 400 l. úr trefjaplastefnum einnig með tilheyrandi búnaði. Möguleikar á að fylla froðutanka frá þaki og svo frá jörðu. Brunadælan er staðsett miðskips og drifin af Cummings díeselvél 300 hestafla sem er staðsett í aftasta skáp.

Dælan er seltuvarin úr bronzi og stáli. Tveggja þrepa 6000 l/mín við 10 bar. Gerð Ruberg R-2-280 með sjálfvirku sogi undir 2 bar. Froðukerfið er af Ruberg RFS300 gerð fyrir 1%, 3% og 6%. CAFS kerfið afkastar 20.000 l/mín og er knúið frá loftpressu sem er tengd aflúttaki frá vél bílsins. Í dag er þetta stærsta og öflugasta CAFS kefi sem hefur verið sett í slíka bíla. Froðukerfið er fyrir öll úttök og eins CAFS kerfið.

Slöngukeflin eru tvö með 32mm slöngum 50 m. löngum með Akron Brass 360 l/mín úðastútum stillanlegum. Slöngukeflin eru bæði raf og handdrifin.

Sérstakar handlínur eru í útdragnalegum skúffum. Um leið og slanga er dregin úr skúffu er sjálfvirkt hleypt vatni á hana og þrýstingur eykst um leið.  Handlínurnar eru 52 mm. og 60 m. langar með Akron Brass úðastútum fyrir froðutrekt 360 l/mín.

Úttök frá dælu eru fjögur 75mm til hliðanna inn í skáp.  Dælan getur fyllt á tank um tvennar lagnir. Önnur aðallega hugsuð til kælingar en hin til áfyllingar. Soginntak er öðru megin á bifreiðinni 150 mm. Lögn frá tanki að dælu 150mm Ø. Mælaborð dælunnar er stafrænt á skjá bæði í skáp vinstra megin og eins inni í ökumannshúsi. Þar má lesa allar upplýsingar. Að vatnstanki eru tvö inntök sitthvoru megin með einstreymisloka Storz 125 og Storz 75. Áfyllingu er stýrt með loftloka sem lokar þegar tankur er fullur.

Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting í þrýstihluta dælunnar. Eins er dælan með varnarbúnað gagnvart óhreinindum sem valdið geta skemmdum. Allt froðukerfið er gert úr efnum sem þola froðu og er úr ryðfríum efnum. Ryðfrítt stál er notað. Allt dælukerfið er dreinað að lokinn notkun þar sem bílarnir eiga að vera frostfríir.

Miðstöðvar eru í fremsta skáp í yfirbyggingu, dælurými og ökumannshúsi af Webasto Air Top gerð. Þessar miðstöðvar verja vatns og froðukerfi fyrir frosti allt að -30°C.  Búnaður bifreiðanna á að þola allt að -30°C frost og þess vegna er sjálfvirkur dreinbúnaður, upphitun skápa og eins er vatnstankur upphitaður. Á soghlið dælunar er síubúnaður sem verja á hana óhreinindum bæði frá opnu og vatnstanki. Tryggir örugga notkun dælunnar. Ljósamastur er loftdrifið með ljóskösturum (4 x 24V díóðuljós), snúan og veltanlegir með stýringu. Rafall er beintengdur ljósamastri, ýmsum innstungum í skápum og ökumannshúsi. Einnig er hann tengdur við loftpressu CAFS slökkvikerfisins. Hann framleiðir stöðugt 230V rafmagn.

Á þaki er úðabyssa sem afkastað getur 4.000 l/mín af FireDos gerð. Afköst skiptast milli 2.000 l. og 4.000 l. Henni er stýrt með stýripinna úr ökumannshúsi. Lárétt hreyfing er um 135° en lóðrétt -15° til +70° og kastlengd um 80 m. með froðublöndun. Á stuðara er úðabyssa sem afkastað getur 1500 l/mín af Akron Brass Firefox gerð. Afköstin skiptast milli 750 l. og 1.500 l. Lárétt hreyfing er um 180° en lóðrétt -20° til +70° og kastlengd um 60 m. Báðar gerðirnar eru með möguleika á mynstur stillingu. Á úðabyssunum eru ljóskastarar og mögulegt er að handstýra þeim.

Undir bifreiðinni eru úðastútar sem skila um 450 l/mín. Fyrir ofan framrúðu eru svo að auki 3 úðastútar til kælingar. 

Á þaki eru vinnuljós og upp á þak er stigi sem stýrir vinnuljósum á þak. Aðgengi er að fremstu skápum og aftasta skáp þar sem vélin er staðsett frá þaki.

Gloria dufttankur er í bifreiðinni með 250 kg. af BC slökkvidufti. Við duftslökkvibúnaðinn er rafdrifið slönguhjól með 45 m. langri slöngu með úðabyssu á. Afköstin eru 2.5 kg/sek. Einnig er tenging frá duftslökkvikerfinu í úðabyssu á stuðara og eru afköst kerfisins þar um 7 kg/sek.

Mælaborði er í ökumannshúsi fyrir allan slökkvi og aðgerðarbúnað bifreiðarinnar. Eins er annað stjórnborð í vinstri skáp yfirbyggingar. Aukastjórnborð er fyrir Cummingsvél við hlið hennar. Skjáir sýna myndrænt stöður eftir því við hvaða aðgerð er verið að vinna. Viðvörun er fyrir vatnstank, froðutank, ljósamastur, úðabyssur, hurðir, ástig, hleðslutengingu, skápaljós ofl. Öllum miðstöðvum stýrt þaðan.

Öll gólf og ástig í skápum klædd með áli og gúmmímottum. Prófílar sem er stillanlegir í hæð eða breidd í skápum fyrir hillur og innréttingar. Helstu innrettingar eru slöngurekkar snúanlegir veggir fyrir reykköfunartæki og verkfæri.

Af lausum búnaði sem er í bifreiðinni má nefna 38 mm 20m. langar slöngur, 75mm 20m. slöngur, Akron Brass úðastútar og froðutrektar, axir og sérstök verkfæri, Samanrennanlegur stigi, hleðsluljós, Ramfan reykblásari, DeWalt skrúfvél, skurðarskífur, höggvél, stingsög, tveggja blaða sög, súrefnistæki, hjartastuðtæki, Scott hitamyndavél, Scott Propak reykköfunartæki ásamt aukakútum, ýmsar stærðir af slöngulyklum og brunahanalyklar.