Slökkvilið Ísafjarðarbæjar 2020

 

Myndasafn


Slökkvilið Ísafjarðarbæjar 2020

Wiss Slökkvibifreið


Undirvagn er af Ford gerð F550 með 8,2 tonna burðargetu fjórhjóladrifinn með hátt og lágt drif, sjálfskipur 6 gíra og 440 hestafla vél. Uppfyllir EUR 6 kröfur. Brimborg er umboðsaðili og sá um samskipti við undirvagnsframleiðanda en hjá undirverktaka í Bandaríkjunum var sett í bifreiðina aflúttak frá Direct Drive. Sá undirverktaki er viðurkenndur af Ford.

Ýmis laus búnaður var settur í bifreiðina. Interspiro Incurve reykköfunartæki með Inspire möskum og léttkútum, Spirocom fjarskipti, Motorola D4400 talstöðvar, BlowHard BH20 rafhlöðudrifinn blásari, Milwaukee ljóskastari, Guardman 42mm gular brunaslöngur, Mantex 3" brunaslöngur, Protek 366 og 368 úðastútar 1 1/2" og 2 1/2", Mast brunndæla 300 l.

Hér eru staðlaðar upplýsingar um undirvagn frá Brimborg en ýmislegt annað var tekið eins og t.d rafstýrðar lokur.

Hér eru myndir af bifreiðinni

F550  4x4 með Live Drive aflúttaki 8,2 tonna sjálfskiptur með Godiva KP2 fastri dælu samkvæmt eftirfarandi lýsingu.

1)      Ford 8,2 tonna undirvagn 4 x 4

2)      Sjálfskiptur 6 gíra

3)      Díesel vél 440 hö 6.7 l. V8 Turbo

4)      Tvöfalt hús fyrir fjóra og tvo í sérstökum Boström reykköfunarstólum í afturhluta

5)      Yfirbygging úr áli og trefjaplasti á köntum.

6)      Hleðslutæki 230V Defa fyrrir húsarafmagnstengingu. Höfuðrofi fyrir yfirbyggingu.

7)      Tvær rennihurðar á hvorri hlið og ein að aftan

8)      Slökkvidæla  KP1 2000 l/mín 8 bar og 3ja m. soghæð. Yfirhitavörn við 42°C út.
         Sigti í inntaki.

9)      Froðubúnaður One Seven OS-1000 með sjálfstæðum mótor með loftpressu. Úttök fyrir a) slönguhjól og
          b) annaðhvort mónitór eða 2 1/2" úttak. Skolkerfi. Mónitór af Akron Brass gerð með stýripinna
          í ökumannshúsi 3462 115 til 1140 l/mín. Stilltur fyrir 300 l.

10)   CANBUS (Opus)skjár og stýribúnaður í ökumannshúsi og dæluskáp. Einnig hljóð- og ljósaviðvörun
         ef hurðir eru opnar, ljósamastur uppi, kassar á þaki opnir, stigi á bakhlið ekki frágenginn, vatns og
         froðutanks viðvaranir ofl. Bakkviðvörun.

11)   Tvö 2 ½” úttök með skrúfuðum lokum, inntak á dælu 4” með hraðloka og 2 ½”, Inntak á tank
          með hraðloka. Lögn til áfyllingar á tanki um dælu með hraðloka.

12)   One Seven slönguhjól með slöngustýringu og rafstýrðri innrúllun. 45m 32mm. slanga með
         tveimur One seven stútum ásamt Protek 302 stút. Úttak fyrir loft til að blása úr slöngu.

13)   Vatnstankur  1.500 l. Áfylling um 2 ½” inntak.

14)   Froðutankur 130 l. Áfylling með inntaki 38mm Storz og frá þaki.

15)   Teklite ljósamastur 12V LED Nordic með lágmark tveimur ljósum snúanlegt loftdrifið.
          Sérstök loftdæla með 20 l. loftkút.

16)   Honda Rafstöð 3000W á útdraganlegum palli

17)   Stigi upp á þak og á þaki eru tveir geymslukassar.

18)   8m tvískiptur Makros stigi á þaki

19)   Tveir 4” barkar 3 m. og sogsigti í kassa á þaki.

20)   Federal Sírena og 100W hátalari

21)   Talstöð Motorola TETRA Dulkóðuð

22)   Blátt ljósabar á þaki og blá ljós á yfirbyggingu til hliðar og aftur. Blá ljós í grilli.

23)   Vinnuljós á hliðum og að aftan

24)   Skápaljós LED-rennur sem kvikna við opnun.

25)   Togbúnaður að framan og aftan

26)   Battenburg endurskin á hliðum og aftan

27)   Merki slökkviliðs og sími og fleiri merkingar

28)   Innréttingar eins og festingar, hillur, pallur og slöngurekkar

29)   Orlando hitamyndavél á mónitór.

30)   2,5 tonna Warn Axon rafmagnsspil með ofurtogi 15m.