Slökkvilið Langanesbyggðar og Flugstoðir


Slökkvibifreiðin er byggð og útbúin af slökkvibifreiðaframleiðandum Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi. Undirvagn er af gerðinni FLF 3000/300 Renault Midlum. Bifreiðin er með 280 hestafla vél og Allison 5 gíra sjálfskiptingu. Bifreiðin er byggð sem húsabruna og flugvallaslökkvibifreið til að þjóna einnig á flugvellinum á Þórshöfn.

Þessi stærð af bifreið hentar fyrir mörg sveitar og bæjarfélög. Undirvagn er 16 tonna og togar vélin 1050 Nm miðað við 1500 snúninga. Allison sjálfskipting. Bifreiðin er um 20 sek að ná 65 km. hraða.

Í bifreiðinni er 3.000 l. vatnstankur og 300 l. froðutankur en einnig er 135 kg. dufttankur með 35 m. langri slöngu og slönguhjóli.

Svona bifreið með 3.000 l. vatnstank er fullestuð þ.e. tilbúin í útkall um 14 tonn og er þá um 20 hestöfl á tonnið sem er eins og áður mjög gott.  Þá er allt með talið mannskapur og búnaður.

Bifreiðin er byggð eftir evrópskum stöðlum og er þessi bifreið t.d. byggð eftir EN 1846-1 staðli.

Allur búnaður sem er í bifreiðinni er evrópskur og af þeim gerðum sem vel er þekktur hérlendis eins og t.d. Ruberg dælur (sænskar) sem eru m.a. í slökkvibifreiðum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Stöðvarfirði, Hrísey og Selfossi. Hér eru um 20 til 25  Ruberg dælur af svipaðri gerð.

Mynd af bifreiðinni en merking á hlið tölvugerð
Bifreiðin er með tvöfalt áhafnarhús fyrir allt að 6 manns þar af 4 í reykköfunarstólum. Skápar eru sjö í yfirbyggingu. Húsið og yfirbygging er upphitað og yfirþrýst  með olíumiðstöðvum. Í húsi er stýrbúnaður fyrir úðabyssu á þaki. Nægt pláss í yfirbyggingu fyrir brunaslöngur, úðastúta, öll nauðsynleg áhöld og björgunartæki í yfirbyggingu.
Brunadælan er 3.000 l/mín við 8 bar og 150 l/mín við 40 bar. Háþrýstikefli eru tvö með 3/4" 90 m. slöngum. Stór hluti stýribúnaðar við dælu er loftstýrður. Inntök 2 x 4" Úttök eru 4 x 2 1/2". Inntak á vatnstank 1 x 3". Froðutankur 300 l. en froðukerfið er 1 til 3% stillanlegt og er svokallað ARP kerfi þ.e. froðan ýrist i slökkvivatnið eftir vatnsmagni um dælu.  Séð inn í dæluskáp
 Nægt skápapláss en hér má fremst sjá dufttæki Fullkomið mælaborð með öllum mælum og stýribúnaði við dælu, ljós og ljósamastur með 2 x 1000W ljóskösturum sem velta má og snúa frá stjórnborði. Dælan er með kælingu um tank. og dælan er úr bronzi þ.e. fullkomlega seltuvarin ef sækja þarf í sjó.

Hægt er að fylla á tank beint frá opnu en dælugeta inn á tank er um 1.700 l/mín.
Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting í þrýstihluta dælunnar. Hann má aftengja og handstýra. Eins er dælan með varnarbúnað gagnvart óhreinindum sem valdið geta skemmdum.
 
Á þaki er 9 m. brunastigi, sogbarkar ásamt sigti og fjarstýrð Akron Brass úðabyssa sem skilar 1.800 l/mín.
 Akron Brass úðabyssa á þaki
Stjórnstöng fyrir úðabyssu á þaki Þessi bifreið er einstaklega einföld í notkun og það þarf aðeins eina aðgerð til að setja inn dælu, hleypa vatni að dælu og áfram inn á úðastút á þaki.

Ljósamastur 2 x 1000 W snúan og veltanlegt og sem nær 6 til 7 m. hæð. Í skápum innréttingar fyrir slöngur, stúta, björgunartæki ofl.

Motorola talstöð og nauðsynlegar tengingar fyrir síma. Hleðslutæki fyrir rafgeyma.

Eismann rafstöð  5,3 kW  er í kassa á þaki með tengi og stjórnbox í einum hliðarskápa.
Viðvörunarljós eru í ökumannshúsi ef ástig eru niðri eða hurðir opnar. Ljós kvikna við opnum skápa. Eins eru viðvörunarljós og hljóð ef  ljósamastur eða úðabyssa á þaki eru uppi.

Vinnuljós eru umhverfis bifreiðina. Blá stróp ljós á þaki. Strópljós eru á hliðum, aftan og í grilli að framan. Ástig í alla skápa.
Hér sést í stjórntöflu fyrir rafstöð en hún er staðsett í kassa á þaki
 Aftasti hliðarskápurinn með háþrýstikefli, slöngurekkum, úttök og áfylling froðu Yfirbyggingin er eingöngu úr trefjaplasti gegnheilu. Ekkert stál eða krossviður. Þak er vinnupallur með upphleyptum álplötum, burður 450 kg.

Þrír skápar á hvorri hlið og einn að aftan.  Rykþéttar rennihurðir úr áli með læsingum.

Skápar á hliðum eru opnir alveg niður þ.e. hleri mætir hurð án gólfs á milli. Plássið nýtist því mjög vel.

Ljós kviknar í skápum við opnun og eins er rofi í ökumannshúsi.  Vinnuljós allan hringinn sem gefa 5 til 15 Lux í 1 m. fjarlægð.
Á þaki er langur kassi með loki þar sem barkar eru geymdir  og er gólf fyrir ofan barkana svo geyma megi þar sinuklöppur og slík verkfæri. Barkarnir eru teknir út um fellihurð á enda kassa.

Hillur og skúffur með læsingar í opinni stöðu.  Þær innréttingar sem staðið geta 25 sm. út frá bifreiðinni eru með endurskin. 

Öll handföng, hurðir og lokur er gert fyrir hanskaklæddar hendur.  Vatnshalli í skápum. 

Yfirborð þaks og gólf í skápum klætt með upphleyptum seltuvörðum álplötum.
 Fremsti hliðarskápurinn þar sem duftkúla er og slönguhjól fyrir hana
 Miðskápur með hillum og börkum fyrir hitamiðstöð til að leiða hita að slysstað Við alla skápa eru fellanleg ástig sem um leið eru hurðir fyrir neðri skápa. Fellanlegt ástig er líka við skápa yfir afturhjólum. Vatnstankur tekur 3.000 l. úr trefjaplastefni með tilheyrandi búnaði.  Froðutankur tekur 300 l. og er úr trefjaplastefnum með tilheyrandi búnaði.  Möguleiki á að fylla froðutank frá þaki og svo frá jörðu.  Brunadælan er staðsett að aftan, upphituð frá kælikerfi bifreiðar.


Tvö háþrýstikefli með 90 m. slöngu 19mm. Castek háþrýstiúðastútar stillanlegir og með froðutrektar.  Froða í gegnum úðastút.  Slöngukeflið er bæði raf- og handdrifið.
Á soghlið dælunnar er síubúnaður sem verja á hana óhreinindum bæði frá opnu og vatnstanki.  Tryggir örugga notkun dælunnar.  Samskonar miðstöð er í dælurými og ökumannshúsi þ.e. Webasto Air með lögnum í alla skápa. Þessar miðstöðvar verja vatns og froðukerfi fyrir frosti allt að 25°C. Veggir milli skápa eru opnir.

Frá öftustu miðstöð er barkaúttak fyrir 15 m. barka sem nota á við að leggja hita að t.d. slysavettvang þar sem hugsanlega þarf að halda hita á slösuðum.
 Aftasti hliðarskápurinn með háþrýstikefli, slöngurekka, útdraganlega hillu, úttök og áfylling á vatnstank
 Miðjuskápur Ýmis annar búnaður eins og nato tengi til neyðarstarts, hátalari með míkrafóni í dælurými, 6 tonna rafmagnsspil að framan og bakkmyndavél.

Innréttingar eru ýmsar í bifreiðinni og má nefna þrjárslönguhillur, útdraganlegan pall fyrir lausa dælu. Snúanlegur veggur fyrir björgunartæki. Fastar hillur. Útdraganleg skúffa úðastúta og lykla ofl.

Allar leiðbeiningar og merkingar á bifreiðinni eru á íslensku og kemur hann þannig frá yfirbyggjanda. Allar tölvugerðar og smekklegar
Þessi bifreið er ekki frábrugðin öðrum slökkvibifreiðum sem við höfum selt þ.e. mjög fullkomin, með öll þvi sem þörf er fyrir og byggð samkæmt nýjustu byggingarkröfum og tækni. Við fylgjumst með. Sjá frétt á heimasíðu Langanesbyggðar.

Sjá frekari upplýsingar um ISS slökkvibifreiðar á þessum undirvagni. 
Í bifreiðinni verður ný Toihatsu C72AS slökkvidæla með 4" 2,5 m. sogbörkum ásamt sigti m/loka og vírsigti.

GF-164SE Ramfan yfirþrýstingsblásari sem flytur 19.810 m3/klst. Cutters Edge CE-2171RS keðju björgunarsög.

300 m. af Gurdsman bláar 3" slöngur með á víruðum Storz tengjum og í 20 m. slöngurúllum og eins 120 m. af  42 mm. gulum handlínur.  Protek 366 475 l/mín úðastútar með stillanlegu magni og eins Multifire V16 úðastútar 2" stillanlegir.

A/B og B/C minnkanir ásamt tengjum með BSP og NST gengjum fyrir brunahana. ABC og BC lyklar á Storz tengin.

Fjögur Fency reykköfunartæki -X-Pro með stillanlegri bakplötu og léttkútum af nýjustu gerð ásamt fjórum aukakútum.

Ýmis annar búnaður eins og 14 feta krókstjaki með trefjaplastskafti, sinuklöppur og brunaaxir.

Eins og sjá má á ofansögðu þá er og verður þetta vel útbúin slökkvibifreið.

Yfirbyggjandi er stærsti framleiðandi slökkvibifreiða í þessum hluta Evrópu. Framleiða allar gerðir slökkvibifreiða og eins gáma fyrir slökkvilið en ekki körfu og stigabifreiðar. Fyrirtækið var stofnað 1988 og eru starfsmenn þess 400 talsins. Á ári hverju eru seldar um 250 til 500 bifreiðar og markaðurinn í Evrópu og svo Asíu. M.a.eru þeir undirverktakar við smíði og yfirbyggingar fyrir framleiðendur í Þýskalandi og á Norðurlöndum.