Brunavarnir Skagafjarðar 2019

 

Myndasafn

Slökkvibifreiðin er byggð og útbúin af slökkvibifreiðaframleiðandanum Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi.Slökkvibifreið Brunavarna Skagafjarðar

Gerð undirvagns : Undirvagn með tvöföldu húsi. Leyfð heildarþyng bifreiðar 20 tonn frá framleiðanda og vélarstæð 450 hö. Vélin uppfyllir gildandi mengunarstaðla EURO 6. Fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, sídrif og vökvaskiptur gírkassi. Læsing í afturöxli og millikassa. Loftfjaðrir að aftan. Hámarkshraði 130 km. Eldsneytistankur 180 lítrar. Heilsárshjólbarðar Michelin S+M eru undir bifreiðinni á álfelgum. Að auki fylgir annar gangur af álfelgum undir bifreiðina. Í bílnum er höfuðrofi sem rýfur allan straum á bílnum ásamt lofttengi svo hægt sé að tengja loftslöngu inn á bílinn til að viðhalda loftþrýstingi á hemlakerfinu á meðan bíllinn er í húsi og rafmagns tengill fyrir hleðslu inn á bílinn. Rettbox þar sem bæði rafmagn og lofttengi er tengt með sleppibúnaði. Með fylgir tengill fyrir húsarafmagnið og loft. Nato tengi fyrir tengingu beint við rafgeymi.

MælaborðiðÖkumannshús: Tvöfalt, fjórar hurðir. Hús frá framleiðanda undirvagns. Hefðbundir áhafnarhús af gerðinni CP28 nýja gerðin. Hæð frá gólfi og upp í þak er 1500mm. Hefðbundnar slökkvibifreiðar innréttingar. Rafstýrðar rúður. Skápur með hillum á milli fram og afturhluta. Í skáp eru innstungur fyrir húsarafmagn, rafstöðvarrafmagn og frá Inverter. Öllum miðstöðvum er stýrt úr ökumannshúsi. Handföng fyrir farþega þar sem þörf er á. Sjálfvirk opnun á þrepum fyrir afturhurðir. Lýsing fyrir fram og afturhluta sem truflar ekki ökumann í akstri. Allir í öryggisbeltum. Loftkæling er í bifreiðinni.

 

Sprautun - Litur: Stuðari og grill. Bifreiðin og yfirbygging í RAL 3000 .

Aukaökuljós : Að framan efst á sólskyggni. Framan á bifreiðinni eru 4 öflugir auka kastarar á kastarastöng Trux Bar með LED ljósum.

ÁhafnarhúsMerkingar: Stafir með nafni slökkviliðs eru uppi á sitthvorri hlið tanks bílsins og í framrúðu eða skyggni bíls, merki slökkviliðs er á sitthvorri hlið bílsins á fremstu rennihurð, neyðarnúmerið 112 er á báðum hliðum bíls á rennihurðum sem eru fyrir miðju. Númer bílsins ( 57 -131 ) er á sitthvorri framhurð bílsins. Sjálflýsandi og endurskin. Battenburg merking á hliðar og sambærilegar rendur að aftan.

Hjólabil:  4.500mm.

Útblástur: Upp á milli ökumannshúss og yfirbyggingar.

Dráttur: Dráttarkrókar og pinnar að framan og aftan til að draga bifreiðina. Að auki kúla og tenglar 12/24V. Rafmagnsspil í hlífðarkassa með 5 tonna krafti er framan á bifreiðinni.

Reykköfunarsæti: Sæti eru fyrir þrjá í WISS reykköfunarstólum í afturhluta. Sérstakur viðurkenndur Wiss reykköfunarstóll fyrir farþega í framsæti ásamt sérstöku baki. Festingar eru fyrir Interspiro QSII reykköfunartæki með léttkútum. Innrétting að öðru leyti stöðluð. (Webasto) miðstöð undir aftursæti ásamt geymslu. 4 sett af Interspiro QS II reykköfunartækjum með Spirocom fjarskiptabúnaði á möskum og 3 sett á talstöðvar Motorola MTP6650. 

Skápur nr. 1Yfirbygging: Yfirbygginging er öll úr trefjaplasti (burðarbitar líka) með eins mikið pláss fyrir búnað og mögulegt er án þess að koma niður á vatnsmagni sem óskað er eftir. Þrír skápar á hvorri hlið. Rennihurðir úr áli fyrir skápum ásamt læsanlegri lokunarslá. Á bakhlið er stigi til að komast upp á þak. Á þaki eru hlerar til að komast að vatnstanki og froðutanki. Eins eru festingar fyrir sogbarka, sigti og 10 m. tvískiptan stiga ásamt léttum stiga og krókstiga í BAS kerfinu. Rafdrifnin Baggio losun stigum. Fremri skápar, miðskápar og öftustu hliðarskápar eru 60 sm á dýpt. Yfirbygging samkvæmt staðli. Dælan er í aftasta skáp neðarlega. Að aftan er sérstök SAPA állituð árekstrarvörn. Ástigshlerar fyrir neðan allar rennihurðir á hliðum. Bakkmyndavél er á bílnum. Akstursmyndavél sem horfir fram og fer sjálfvirkt í gang í akstri er í bílnum og minni hennar nægjanlegt til að vista í 240 mín án þess að skrifað sé yfir eldri gögn. Auðvelt að færa gögn úr henni yfir á tölvu.

Vatnstankur: 4.000 l. úr trefjaplasti. Mannop, yfirfall og skilrúm. Á tanknum er lögn að dælu 125 mm með spjaldloka. Einnig er 75 mm lögn í vatnstank frá brunahana. Storz DIN tengi. Á báðum hliðum bíls eru ljós með hæðarstöðu á vatnstanki og froðutanki, ljósin eru fjögur mismunandi litir eftir magni í hvorum tank. Að auki er kúluljós á afturhlið sem gefur viðvörun ef Rettbox er tengt, vatns eða froðutankar tómir eða ef dæla hefur yfirhitnað. 

Skápur nr. 2Froðutankur: 200 l. úr trefjaplasti.

Froðukerfi: Froðukerfi Ruberg RFS240 200 til 4300 l/mín. með full afköst í samræmi við dælu. Around the Pump með íblöndun á öll úttök. Val um 1% til 3% og 6%. Inntak á dælu aftast vinstra megin með Storz 38 kopartengi. Áfylling á froðutank um lok á þaki eða um kopartengið. Einföld loftstýrð skolun.

Brunadæla: Ruberg Euroline EH40  dæla sem afkastar minnst á lágþrýstingi 4.000 l/min við 10 bar og 3ja m. soghæð. Á háþrýstingi 400 l/mín við 40 bar. Tveggja þrepa úr bronzi. Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting. Viðvörun við ofhitnun, tveggja þrepa fyrst sjálfvirk kæling út og svo drepur dælan á sér. Loftstýringar á lokum m.a. frá vatnstanki og á dælu, aftöppun tanks, á froðubúnaði og slöngukeflum (vatni blásið). Allir nauðsynlegir mælar fyrir snúning, háþrýsting, lágþrýsting og sog. Vísamælar á skjá sem sýna snúningshraða dælu. Skrúfaðir lokar á úttökum. Drening á dælukerfi og eins á vatnstanki.

Skápur nr. 3Inntök/Úttök: 4 stk. 75mm úttök til hliðarskápa með skrúfuðum Storz B75 lokum tvívirkum (AWG) í dæluskáp. Tvö 52mm C52 úttök í hliðarskápum með kúlulokum. Loftstýrt inntak frá t.d. brunahana inn á vatnstank í dæluskáp, 75mm með Storz B75 tengi og loka. Inntök á dælu í dæluskáp 2 stk 125mm Storz með stýriskrúfuðum spjaldlokum. 1 stk 75mm Storz B75 með loka inn á dælu. Úttak á slöngukefli. 52mm rör til áfyllingar tanks með dælu og loftloki þar á. 125mm pípulögn frá dælu til tanks.

Háþrýstislöngukefli: Tvö kefli. Staðsett í efri hluta hliðarskápa að aftan með útdraganlegum ramma með stýrikefli. 19 mm. slöngu 80m. langri með Protek háþrýstistútum gerð 360 og froðutrektum. Rafmótor og sjálfvirk upprúllun. Hemlar. Loft til að hreinsa vatn úr slöngu.

 Stjórnborð dælu: CanBus skjáir til stýringar dælu, vinnuljósa, ljósamasturs o.fl. eru í dæluskáp og eins í ökumannshúsi. Innsetning dælu er í dæluskáp en einnig möguleg úr ökumannshúsi. Skjár er í ökumannshúsi. Viðvörun fyrir vatns og froðutank, ljósamastur og úðabyssu. Viðvaranir sem sýna hurðir opnar, hleðslutengingu, skápaljós og fl. Skjárinn í dæluskáp sýnir myndrænt allar upplýsingar sem þörf er á m.a. ástandslýsingar. Flett er á milli skjáa á einfaldan hátt, aðgerðarskjár, stöðuskjár, lagnaskjár, ástandsskjár, allt er  í sama skjánum. Vísamælar eru aukalega fyrir sog, háþrýsting, lágþrýsting og þrýsting inn á vatnstank. Margs konar viðvaranir fyrir m.a. olíuþrýsting, vélarhita, aflúttak, loftbólumyndun ofl. Gangráður og hraðastýring dælu. Vinnuljósarofi og skápaljósarofi. Vatns og froðumagn sýnt á grafískan hátt. Neyðarstopprofi. Loftlokar fyrir vatns og froðutank, fyrir tankáfyllingu um dælu (1.700 l/mín) , fyrir að opna vatn að dælu frá tanki, til að opna og loka fyrir slönguhjól og fyrir aftöppun á tanki. Hægt er að forrita ýmsa aðra möguleika m.a. á stýringar á vinnuljósum, skápaljósum, bláum ljósum, ofl. Hægt er að nota dælu bifreiðar og helstu aðgerðir ef stjórnborð bilar.Skápur nr. 4

Vatns og froðu kaststútur: Lögn er upp á þak 80mm með tilheyrandi festingum fyrir úðabyssu með froðustút sem afkastað getur minnst 3.000 l/mín. Vatns og froðustútur Pohorje GT800 með 3.200 l/mín dælugetu er á þaki bifreiðarinnar. Mögulegt er að stýra afköstum byssunnar uppi á þaki.

Innrétting yfirbyggingar, pallar og skúffur: Öll gólf í skápum eru gerð úr sléttu ryðfríu stáli og er mjög auðvelt að halda því hreinu. Veggir skápa eru klæddir með gataplötum til að festa búnað og innréttingar og eins til að auðvelda breytingar á innréttingum. Álprófílar sem eru stillanlegir í hæð eða breidd í skápum fyrir hillur og innréttingar eins og hillum, kössum,  útdraganlegum og/eða snúanlegum veggjum ásamt útdraganlegum skúffum sem má fella niður. Einnig er geymslukassi á þaki sem rúmar barka, sópa, kústa og sinuklöppur. Kassinn er þéttur gagnvart vatni og ryki.

Ljósamastur: 4 kastarar af Nordic gerð  minnst 50W 24V LED. Loftdrifið Fireco mastur og stjórntæki með snúningsmöguleikum. Viðvörun á skjá í ökumannshúsi og dæluskáp. Rofaborð fyrir uppsetningu og snúning upp og niður eða til hliðanna.

Skápur nr. 5Rafall: Endress ESE 604 DEG rafstöð 6.0 kVA IP54, fest á útdraganlegan pall, með lögn fyrir útblástur og tengingar í innstungur í skápum og ökumannshúsi.

Upphitun: Olíumiðstöðvar með úttök í alla skápa í yfirbyggingu til að halda yfirþrýstingi og frostfríu og ein í ökumannshúsi undir bekk. Miðstöðvum er stýrt úr ökumannshúsi og hægt að fylgjast með þeim þar á hitamælum. 

Ljós yfirbyggingar: LED ljósarennur er í öllum skápum sem kvikna þegar þeir eru opnaðir, með gaumljósum í ökumannshúsi sem loga þegar skápur er opinn. Hægt er að kveikja þessi ljós sérstaklega.

Vinnuljós: LED vinnuljós allan hringinn. Gefa gott vinnuljós í minnst 1, 5 m. fjarlægð við slæm veðurskilyrði. Rofi í ökumannshúsi og á stjórnborði dælu. Einnig tengt við bakkgír.

Talstöð/Fjarskipti: Tengingar eru ásamt Motorola DM hátalara í dæluskáp. Lagnir ásamt loftnetum fyrir talstöðvar með 12/24V rafspennu eru til staðar ásamt dulkóðaðri Motorola Tetra MTM5400 talstöð og  þremur lausum Motorola MTM6650 Tetra dulkóðuðum stöðvum í hleðsluvöggum.

Skápur nr. 6Útvarp: Útvarp FM/AM ásamt USB tengi.

Forgangsljós og sírena: Öll forgangsljós eru blá LED ljós af Federal gerð. Fjörgur Led ljós í grilli að framan, á hliðum uppi og niðri og aftast á þaki. Federal ljósabar á þaki ökumannshúss með bláum LED ljósum. Federal 100W Sírena með míkrafóni. Loftlúður. Bakkviðvörun.

Stigi - Aukahlutir: 10m. stigi í festingum á þaki, þrískiptur. Rafstýrður hjálparbúnaður við losun. Einnig er styttri gerð af stiga og krókstigi (BAS). Stigarnir eru CE merktir til slökkvistarfa.

Skápur nr. 7Sogbarkar og sigti - Aukahlutir: 3 stk.  3 m. 125 mm hringstyrktir gúmmísogbarkar. 125mm sigti í festingum á þaki. Þola minnst 8 bara þrýsting og uppfylla Din 14557.

Varadekk: Fylgir.

 

 

DæluskjárEftirfarandi búnaður var settur í bifreiðina og er tryggilega festur á sem hagkvæmastan hátt með tilliti til nýtingu pláss í bílnum:  300m. af 3“ Guardsman bláum gúmmíslöngum með Storz B75 tengjum í 20 m. rúllum í slöngurekkum. 160m. af 1 ½“ Guardman rauðum gúmmíslöngum með Storz C52 tengjum í 20 m. rúllum  í slöngurekkum ásamt 2 stk. af Protek 366 úðastútum m/handfangi. 160m. af  2“ Guardsman rauðum gúmmíslöngum með Storz C52 tengjum í slöngurekkum ásamt 2 stk. af Protek 366 úðastútum m/handfangi. Cutters Edge 14“ CE970RH214A hjólsög í viðeigandi festingum. Spilliefnasuga Vetter Oil Water Debris Aspirator sem getur sogið upp vatn og olíur. Ramfan GF164SE yfirþrýstingsblásari. MC2 froðustútur 200l/mín. Holmatro sett af háþrýsti og lágþrýstipúðum. Holmatro  Háþrýstisett HLB 29 og HBL31 og DCS10U stýribúnaður í kassa 29 og 31 tonna. Lágþrýstipúðasett LAB9U ásamt stýribúnaði. Á útdraganlega vegg verður komið fyrir Holmatro 5000 vökvadrifnu björgunarsetti.  FlIR K33 hitamyndavél er í áhafnarhúsi.  Öryggislínur fyrir reykkafara verður komið fyrir.  A110 Flotsigti er komið fyrir á þaki.  Verkfærakassi með helstu verkfærum fylgir bifreiðinni.

Myndasafn

 

Stigar og úðabyssa
Stigar og úðabyssa á þaki
Ljósamastur
Ljósamastur
 Úðabyssa
Úðabyssa
 Viðvörunarljós
Viðvörunarljós