Reykköfunartöflur

Við leit okkar að reykköfunartöflu fyrir Slökkvilið Ísafjarðarbæjar þá leituðum við til Brunavarna Árnessýslu (BÁ) þar sem að þau voru einstaklega ánægð með sína lausn í þessu máli.

Þau hjá BÁ höfðu fengið Snorra Baldursson í verkið og eftir samræður við listasmiðinn þá var hann tilbúinn að gera slíkt hið sama fyrir okkur. Þar með getum við nú selt reykköfunartöflur og spjöld á íslensku og statíf úr ryðfríu stáli undir þær. Snorri útvegaði meira að segja sérstökum sjálfsyddandi blýöntum sem hægt er að nota á töflur í öllum aðstæðum, meira að segja bleytu.

Fram til þessa hefur vantað íslenska framleiðslu á reykköfunartöflum og statífum fyrir þessar töflur. Það hefur meira að segja verið erfitt að finna þessa framleiðslu erlendis og kostnaðarsamt að breyta þeim yfir á íslensku.

Þið getið nú keypt þessar vörur hjá okkur:

Vörunr 360901 - Reykköfunartafla
Vörunr 360902 - Statíf (ryðfrítt stál)
Vörunr 360903 - Reykköfunartöfluspjald
Vörunr 360904 - Reykköfunartöflublýantur

Reykköfunartafla

Reykköfunartafla

Statíf fyrir reykköfunartöflur

Reykköfunartöflustatíf

Reykköfunartöfluspjald

Reykköfunartöfluspjöld

Reykköfunartöflublýantur

Reykköfunarblýantar
Fást rauðir og svartir