Slökkvilið Fjarðarbyggðar á Neskaupsstað


Fimmtánda bifreiðin var byggð fyrir Slökkvilið Fjarðarbyggðar á Neskaupsstað. Undirvagn af MAN 19.364 FAK gerð með 360 hestafla vél, fjórhjóladrifna með sídrif, læsingum og rafmagnsgírskiptingu.

Mannskapshús er fyrir fjóra. Heildarlestun þ.e. bifreiðin fullbúin í útkall er um 79% en vatnstankur er 4.000 l. og froðutankur 200 l.

Slökkvidæla (NH30) afkastar 3.000 l. við 10 bar og 400 l. mín við 40 bar. 

Bifreiðin fyrir utan slökkvistöðina í Reykjavík áður en hún fór austur

Dælan er búin tveimur sjálfstæðum froðukerfum þannig að hægt er að hafa froðu á háþrýsti hliðinni og hreint vatn á lágþrýstihliðinni eða froðu á báðum samtímis.

Helsti búnaður til viðbótar eru tvö 60 m. 1" rafdrifin slöngukefli með Rosenbauer Ne-Pi-Ro háþrýstibyssum staðsett í öftustu hliðarskápum, loftdrifið ljósamastur 3 x 500W hæð 4,6 m, Raufoss 10 m. þrískiptur brunastigi, Hella ljóskastarar, Huma reykköfunartækjastólar, Fency reykköfunartæki 45 mín og tengingar fyrir talstöð og síma.

Unipower 6 kW rafall við vél, slöngurekkar, ýmsar festingar, verkfæraveggir, útdraganlegur pallur fyrir Lucas björgunartæki og hillur. Warn 4,5 tonna rafmagnsspil.

Hitatúba í vatnstanki, 2 stk. 4 ½" Sogbarkar á þaki.

Orkuhlutfall þessarar bifreiðar er um 24 hestöfl á hvert tonn.