Titan SSE kerfið


Framleiðslukerfin eru nokkur en öll beinast að því að framleiða og nota sama sprengiefnið í allar borholur en mismunandi sterkt. Kerfin nefnast Civec Control (áður nefnt Títan 7000), Centra Gold, Fortis, Subtek Control og Subtek Velcro. Hér á eftir er fjallað um Civec Control en það efni er notað hér á landi.

Civec Control sprengiefnaframleiðslan
Framleiðsla og notkun Civec Control (Títan 7000) í jarðgangasprenginum hófst fyrir nokkrum árum hérlendis. Civec Control er framleitt sérstaklega fyrir láréttar borholur t.d. í jarðgangasprengingar. Það sama á við Subtek Control kerfið. Önnur kerfi eru fyrir "lóðréttar" holur misdjúpar og við mismunandi aðstæður.

Civec Control sprengiblöndunarbúnaður

Búnaður við framleiðslu og hleðslu er af nokkrum gerðum og í mörgum tilfellum er smíðaður sérstakur búnaður í verkefnin.

Helstu kostir allra kerfanna er aukið öryggi þar sem framleiðslan er á staðnum og dælt beint í borholu.



Verulega jákvætt gagnvart umhverfi en það styttir lofthreinsunartíma eftir skot. Lítið af eitruðum sprengigösum myndast við sprengingu. Mun minna en af öðrum sprengiefnum.

Civec Control sprengiblöndunarbúnaður
Enginn flutningur eða geymsla á sprengiefnum. Vinnusparandi. Gott vatnsþol og auðvelt í meðförum. Hleðsla og skömmtun efnisins auðveld. Skráning notkunar einföld. Efnismagni er stýrt með tölvubúnaði og ákveðinn skammtur í hverja holu jafnvel í kontúrholurnar. Engin þörf á öðrum gerðum sprengiefna. Í göngum þarf engan þráð eða rör í kontúrholur bara Civec Control. Civec Control fer í allar holur en í mismunandi magni. Hægt er að setja minnst 350 g/m. í borholu.

Hægt er að koma hleðslubúnaði á bifreið eða jafnvel borvagn allt eftir stærð búnaðar og kröfum.Civec Control flutningstankur

Mikið atriði er að halda upplausninni yfir eða við 10°C og er hún því geymd innanhúss í geymslutanki. Sama á við um tilsetningarefni. Flutningur efnisins er annað hvort í stórum tönkum eða minni tönkum í gámum. Dælt er svo á milli.



Þéttleikinn er 0.90 til 1.20 kg/dm3. Rúmmálsstyrkur 81 til 108%. Sprengihraði 3.000 til 5.000 m/sek. Rúmtak í lofti um 940 l/kg. Efnið flokkast sem 5.1 ADR.

Reynslan af aðferðinni sem komið er hérlendis er frábær. Mikið vatn hefur verið í göngunum og hleðsla erfið en þessi aðferð hefur skilað sínu. Haft er eftir verktaka sem notað hefur efnið að hér eftir muni hann ekki nota annað efni við jarðgangagerð.

Til að geta notað efnið þarf að fara á námskeið til þess að læra á hleðslubúnað og meðhöndlun efnisins. Eins þarf að sækja um nauðsynleg leyfi til Vinnueftirlits ríkisins.
Smellið á töflurnar hér fyrir neðan og fáið frekari upplýsingar um hin mismunandi kerfi.

 

Civec Control tækniupplýsingar
Centra Gold tækniupplýsingar
Fortis Advantage tækniupplýsingar
Subtek Control tækniupplýsingar
Subtek Velcro tækniupplýsingar



Einfaldur útreikningur

Bergið, borun, sprengihleðsla, tímasetning og hætta á grjótkasti
Öryggi, heilsa og umhverfi



.......Sprengiefni, hvellhettur, kveikjur, sprengiþráður, Exel, Nonel, Dynoline, Titan, Anolit, Ammoníum Nítrat, Dynomit, DynoRex, Eurodyn, Poladyn, E-Cord, F-Cord, Nobelcord, Nitrocord, Cortex, Pentex, Exan, Civec, Centra, Subtek, Fortis.........