Sjúkrabörur

PENSI 2000M sjúkrabörur 32-10-00.

Finnskar sjúkrabörur. Fjölhæfar, auðveldar í notkun, minnkar þörf á að bera sjúklinga þar sem hægt er að keyra hann frekar á hjólum. Fyrstu viðurkenndu fjögurra festipunkta börurnar. Uppfylla allra nýjustu kröfur.

Grindur og botnaplata eru úr glertrefjum. Börurnar eru léttar og meðfærilegar. Sterkar að auki. Stillanleg staða fyrir fætur og efri líkama. Gasdemparar. Stillanlegar fyrir þann sem vinnur með þær. Ólar fyrir sjúkling, hliðargrindur, formuð hlutuð dýna, auka handföng og stöng fyrir vökva.

Það er ekki þörf á því að flytja sjúkling frá einu flutningstæki til annars sökum þess að öll þrep í meðhöndlun sjúklings er hægt að framkvæma á þessum fjölhæfu sjúkrabörum. Hægt er að skorða sjúkling niður og einnig að nota börurnar sem stól.
Ef þörf krefur getur einn maður meðhöndlað sjúkling á börunum.

Þessar fjölnota sjúkrabörur eru auðveldar í notkun. Lyftibúnaður er léttur og meðfærilegur og hjálpa gasdemparar þar til. Sjúkrabörurnar eru stöðugar á öllum sviðum og stór hjól auðvelda alla hreyfingu á misjöfnum flötum. Þegar börurnar eru notaðar í uppréttri stöðu (sem stóll) er hægt að nota þær til flutninga í lyftum og þröngum stigagöngum.

Vegna þess hve börurnar eru lágar þegar notaðar til flutnings á jörðu gefur það sjúklingnum aukið öryggi og eykur stöðugleika sjúkrabaranna.

Hleðslupallar eru af ýmsum gerðum til að auðvelda að setja börurnar í eða taka úr sjúkrabifreið. Sterkir og stillanlegir eftir hæð gólfs og auðveldar í notkun.

Grindurnar leiða ekki rafmagn og eru þess vegna öruggar þegar raftæki eru notuð.

Börurnar voru prófaðar á sínum tíma (2001) hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og fengu þar góða einkun. Það sem menn fundu þeim helst til foráttu var að vinna með þær þar sem aðstæður voru einstaklega þröngar þar sem yfirleitt væri mjög erfitt að athafna sig. Sjá niðurstöðu prófunar.

Börurnar uppfylla kröfur EN 1865:1999 og
EN 1789:1999/prA1:2004.

Þyngd aðeins 30 kg.

Hjá okkur er sýnishorn ef þið viljið skoða.

 
Bæklingur
2000M
Myndir af notkun
2000M
Hleðslupallar
 
Hjá Pensi eru fleiri gerðir af börum boðnar en 2000M er aðalgerðin. Hér á eftir eru upplýsingar um ýmsar gerðir af börum. Eins eru upplýsingar um annan búnað frá Pensi eins og skröpur, álkassa og töskur undir Sjúkrabílar og búnaður - Ýmislegt

Pensi 2000S og 2000E Sjúkrabörur Pensi samfellanlegar börur

Heimasíða Pensi

TILBOÐ Á SÝNINGABÖRUM OG SLEÐUM

Pensi sjúkrabörur

Pensi börur
#116 500xxx

Pensi sjúkrabörur. Finnskar sjúkrabörur. Fjölhæfar, auðveldar í notkun, minnkar þörf á að bera sjúklinga þar sem hægt er að keyra hann frekar á hjólum. Fyrstu viðurkenndu fjögurra festipunkta börurnar. Uppfylla allra nýjustu kröfur. Eitt sett til. Sýnishorn.

Verðlistaverð kr. 1.034.544
Tilboðsverð kr. 310.363 (70%)

Pensi sleðar fyrir Pensi börur

Pensi sleðar

Hægt er að fá með börunum tvær gerðir af sleða. Annars vegar pall sem dreginn er út og inn og börur settar á eða sleðarammi sem er með uppákeyrsluplötu fyrir endann.

Verðlistaverð kr. 328.082
Tilboðsverð kr. 98.425 (70%)

Verðlistaverð kr. 158.750
Tilboðsverð kr. 47.625 (70%)

Sjá upplýsingar