Handrið á þak

Alltaf er verið að leita leiða við að bæta aðstæður og öryggi og nú getum við boðið svo kölluð klapphandrið sem komið er fyrir uppi á þaki slökkvibifreiða. Þakhandrið niðurfellanlegt og auðveldlega tekið upp. Bara losa teygju og toga upp.

Oft höfum við fengið fyrirspurnir um einhvern búnað sem þennan og nú hefur Modum AS í Danmörku hafið sölu á slíkum öryggishandriðum en þeir hafa m.a. selt þennan búnað til framleiðanda slökkvibifreiða. Frá Modum höfum við keypt fellistiga á hús.

Uppsetning er einföld. Hæð handriðs er 1 m. og vír er í 50 sm. hæð frá gólfi. Millibil milli pósta er 1 m. Handriðið er úr áli en á hverri einingu eru demparar til að halda því uppréttu og eins niðri.

Festingar eru einfaldar. Boltað í gólf og eru festingar færanlegar.

Nú er lausnin komin og hún ekki dýr.


 

Hér má sjá þessar myndir stærri og fleiri myndir sem skýra þetta betur.
 

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....