Stærri slökkviyfirbreiðslur/teppi


Bridgehill
eru framleiðandur teppanna  Þau eru brautryðjendur og hafa þróað einstakt úrval af slökkviteppum sem sameina tækni með skilvirkri og notendavænni hönnun. Fyrst til að bjóða búnað til að slökkva eld í rafknúnum ökutækjum og veita sérsniðnar lausnir fyrir bílelda í bílastæðahúsum, bátum, ferjum, skipum, bílasölum, bílageymslum, bensínstöðvum og öðrum stöðum þar sem líkur eru á hættulegum eldsvoðum. Lausnirnar þeirra snúast aðallega um að kæfa eldinn með  yfirbreiðslu. Teppin eru af ýmsum gerðum og stærðum og eru talin upp hér að neðan.

Hér fyrir neðan er svo einnig nefnd minni teppi til að eiga við elda í litíum rafhlöðum og eins stór teppi til að setja upp eld og hitahlífar milli húsa eða annarra hluta til að koma í veg fyrir útbreiðslu elds.

Eldur í ökutækjum: Með því að einangra með Bridgehill slökkviteppinu, er hægt að forðast hættu á miklum reyk og sprengingum. Einnig geta teppin komið í veg fyrir hættulega eldsvoða í göngum. Slökkviteppi ætti að vera tiltækt á bílastæðum, bílastæðahúsum, bílferjum, í öllum göngum, hleðslustöðvum fyrir rafknúin ökutæki og annars staðar þar sem er mikið um bíla. Í bæði bílum og lyfturum brýst oftast út eldur undir vélhlíf eða í burðarvirki. Froða, duft eða vatn slekkur eld auðveldlega að utan, en nær ekki  innan í vél eða rafhlöður/rafgeyma. Eldurinn kviknar oft aftur og aftur sérstaklega í raf-ökutækjum.
Teppið er örugg og góð lausn. Það er líka „grænt“ val til að takast á við þessa elda. Með slökkvivatni fara þúsundir lítra af menguðu vatni í niðurföll og jörð og mikið af slæmum reyk fer í andrúmsloftið. Teppi hylur allt strax. Teppið er að megninu til úr steini = græn vara. Í göngum, bílastæðahúsum og ferjum er mikilvægt að hindra allan reyk til að takmarka tjón.

Þetta er ein lausn á markaðnum til að takast á við rafbílaelda. Þegar það er fært yfir bílinn slekkur það eldinn í bílnum sjálfum. Ef litíum rafhlöðurnar eru með hitaleka, getur þú heyrt þetta frá teppinu sem sterkt hvæs-hljóð á 3-15 sekúndna fresti. Þetta getur haldið áfram í allt að 24 klukkustundir. Teppið er bara skilið eftir. Ef ekki heyrist í neinum leka má taka teppið af eftir 20 mínútur.Hér má sjá myndskeið af notkun til að slökkva í bíl: https://www.youtube.com/watch?v=puIFCYMo-gM
               Slökkviteppi                 Slökkviteppi

 

 

 

 

 Extreme veggpoki

 

 

 

 

 

 

 

Einfaldar notkunarleiðbeiningar:
1: Losaðu um teppið fyrir framan eða aftan við bílinn / brennandi hlutinn
2: Takið handföngin í hornum og dragið teppið yfir í einni hreyfingu
3: Leggið teppið þétt um bílinn til að draga úr súrefnisgjöf
4: Hafið teppið á í um 20 mínútur

Einnig má nota það sem skilrúm til að skýla frá eldi og hita. Sjá neðar undir Eld- og hitahlíf.

Umhverfisvæn: Bridgehill slökkviteppið er umhverfisvænt á margan hátt. Í fyrsta lagi slekkur það eld á örskömmum tíma án efnanotkunar. Í öðru lagi minnkar það reyk sem fer út í andrúmsloftið. Í þriðja lagi er það fjölnota. Einungis þarf að þrífa það vel eftir notkun og fara með það sem fjölnota.

Þrif: Tiltölulega einfalt er að þrífa teppið. Best er að bera sýrulaust sápuvatn á teppið og láta það vinna í nokkrar mínútur. Síðan er sótið þrifið burt með mjúkum bursta eða klút. Síðan er mikilvægt að þurrka teppið alveg áður en því er pakkað í lokaðan poka. Lykt mun alltaf fylgja teppi sem hefur verið notað.

Pökkun: Hér má sjá myndskeið um hvernig mælt er með að slökkviteppi sé pakkað: Myndskeið

Úrval af slökkviteppum

Bílaslökkviteppi Pro fyrir slökkvilið 374195: Sérstaklega fyrir slökkviliðin. Stærð 6 x 8 m. (48 m2). Þyngd 28 kg. Hitaþolið kvartsefni 400 g/sm. Hitaþol 800°C og mýkingarhitastig 1400°C. Fyrir slökkvilið og má nota allt að 50 sinnum. Í geymslupoka og innri plastpoka. Pokinn með handföngum og hægt að nota sem bakpoka.

Eldur í bíl Bílaslökkviteppi

Bílaslökkviteppi 374193: Ætlað fyrir alla. Í bílastæðahús, báta, ferjur, skip, bílasölur, bílageymslur, bensínstöðvrrar og aðra staði. Stærð 6 x 8 m. (48 m2). Þyngd 28 kg. Hitaþolið kvartsefni 430 g/sm. Í geymslupoka og innri plastpoka. Pokinn með handföngum og hægt að nota sem bakpoka. Yfirleitt tekið með skáp og lýsing hér að neðan.

Lyftara slökkviteppi

Slökkviteppi fyrir lyftara: Tvær stærðir 5 x 5 m. (374192) sem vegur 15 kg. og 7 x 7 m. sem vegur 30 kg. Þessi teppi eru notuð yfir hús og vél en ekki gaffalinn. Hitaþolið kvartsefni 430 g/sm. Í geymslupoka og innri plastpoka. Einnig fáanleg af Pro gerð.

Slökkviteppi á litíum elda

Slökkviteppi á litíum elda 374191: Stærð:180 x 180 sm. Vegur um 7 kg. Hitaþolið kvartsefni 1500 g/sm. Ofið efni í sjö lögum til að auka styrkleika kvarts (2), kísilefni (silicone 4) og kolefni (1) Slekkur eld í litíum rafhlöðum með því að hylja þær með teppinu. Tilvalið fyrir bílaverkstæði, bílasölur, þá sem fást við rafhlöðusmíði og endurvinnslufyrirtæki. Í geymslupoka og innri plastpoka.

Ofurslökkviteppi

Ofurslökkviteppi (Extreme): Stærð: 160 x 160 sm. og vegur aðeins 2 kg. Aðeins léttara en litíum teppið. Hitaþolið kvartsefni 600 g/sm.
Þegar teppið er notað á brennandi steikarolíu, virkar það eins og Goretex: Það hleypir út hita til að kæla olíuna og á sama tíma sleppur súrefnið ekki inn til að fóðra eldinn. Tilvalið fyrir veitingarekstur eða ýmsan iðnað sem þarf sérstakt teppi til að loka að eldi í verkfærum, olíum og á jafnvel rafmagnselda. Kemur í vönduðum veggpoka. Skápur fyrir bílaeldteppi

Skápur á vegg fyrir stærri teppin 374194: Stálskápur í stærðinni 90 x 35 x 30 sm. fyrir allar gerðir teppa. Læstur með lykli sem er í hólfi með gleri sem brjóta þarf ef opna þarf skápinn. Þyngd 15 kg.

Snjallpoki: Þessi poki er vel merktur, auðvelt að meðhöndla af einum eða tveimur manneskjum. Eins er hægt að nota sem bakpoka Það er líka þurrpoki (vatnsþéttur) til að loka frá lyktina frá notuðum teppum.

Úrval af varnarteppum

Eld og hitahlíf

Eld- og hitahlíf: Stærð: 4 x 6 m. Þetta er hægt að nota bæði fyrir eins og tveggja hæða hús bara með því að nota teppið eftir lengd (6 eða 4 m.). Kósar/göt eru með eins metra millibili á brún teppisins. Hindrar 96% af hita og allri glóð. Þolir 600°C í langan tíma.
Hægt að hengja í vír til að búa til langa eldvarnarveggi og í göt með járnkósum. Hægt að negla á viðarveggi til að vernda þá. Einnig er hægt að nota öflugan heftara og spara þannig tíma þegar tíminn er naumur. Hægt að nota næstum endalaust svo lengi sem logarnir leika ekki um teppið í langan tíma. Hér má sjá myndskeið af notkun teppa sem eld- og hitahlíf: https://www.youtube.com/watch?v=alzEBgWWxN8

Ofurhitahlíf Inferno

Ofurhitahlíf: Stærð: 4 x 6 m. Kósar/göt eru með eins metra millibili á brún teppisins. Þolir 1200°C nánast óendanlega og 1600°C í styttri tíma. Hindrar einnig 80% af hitageislun. Hentar mjög vel í brennandi húsi til að hlífa veggjum sem eldur hefur ekki læst í. Heldur eldinum frá frekari dreifingu. Hægt að hengja í vír til að búa til langa eldvarnarveggi sem skilja að eldhaf sem nálgast byggingar. 

Bæklingur

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma 568 4800 eða sendið tölvupóst á oger@oger.is.