Uppblásin björgunarsveitatjöld


Ansell hefur hætt framleiðslu á Alpha Tec (Trelltent) tjöldum og annað fyrirtæki tekið við. Nokkrar gerðir frá þeim eru eins en margar nýjar gerðir og erum við að vinna í að setja inn upplýsingar um þau tjöld.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar gerðir en ný síða verður sett inn með meiri upplýsingum. Fleiri gerðir og búnaður verða í boði. Sjá bækling.


High Pressure Tents (Björgunarsveitatjöld - Braggar - Uppblásin)
Heavy Duty TAG Tents (Björgunarsveitatjöld - Uppblásin)
TMM Inflatable Tents (Stjórar skemmur uppblásnar)
Lightweight Trendline Tents (Björgunarsveitatjöld - Uppblásin)

Collective Decontamination Tents (Spilliefnasturtu eða skoltjöld - Uppblásin)

 

Ansell Logo

Við hvetjum ykkur til að skoða heildarbæklinginn yfir AlphaTec (Trelltent) tjöldin. Ýmsar nýjungar komnar fram og fleiri gerðir en þessar hefðbundnu gerðir. Heildarbæklingur yfir allar gerðir tjalda og búnaðar (Nýjasti bæklingurinn)

 Eldri gerð heildarbæklings yfir allar gerðir tjalda og búnaðar en sumar gerðir nefndar eru ekki lengur í boði.

 

Þessar gerðir sem hér eru upptaldar að neðan eru ekki lengur framleiddar en nokkur slökkvilið og þó nokkrar björgunarsveitir hérlendis eru með þessar gerðir.

Tjöld fyrir sænska herinn

Á fjöllum

Trelltent TT 2/2

TT 6/2 Trelltent samtengd og með Viking lýsingu

Trelltent tjöldin eru framleidd hjá Trelleborg og voru upprunalega gerð fyrir sænska herinn. Þessi tjöld voru fyrstu uppblásnu tjöldin og er því þessi framleiðsluaðferð eignuð Trelleborg. Sú gerð sem er seld í dag er sama gerðin en með áorðnum breytingum frá upphafi.


Þegar setja á tjöld saman eru þau reimuð en einnig er hægt að setja þau saman með samtengitjaldi en það á aðeins við þegar verið er að tengja stórar dyr við minni eða öfugt.

Tjöldin eru í mismunandi einingum og stærðum og eru þær sýndar á eftirfarandi teikningum. 

Sérstakt eiturefnasturtu eða skoltjald (1/2DS) er fáanlegt með tilheyrandi búnaði eins og sturtum, vatnsdælum, lensidælum, tönkum, hitara bæði blástur og vatnshitara.

Tiltölulega einfalt er að raða saman einingum. Trelltent 1/2 er t.d. ein eining með tveimur hurðum. 2/2 eru tvær einingar með tveimur hurðum. 3/4 er þrjár einingar með fjórum hurðum o.s.fv.

Með hverju tjaldi fyrir sig er fáanlegur búnaður eins og loftdæla handvirk eða rafmagns, tjaldhamar, tjaldhælar, stög ofl. Eins er hægt að fá gólfdúk í tjöldin.

Til að dreifa hita eru til loftbarkar sem tengdir eru við inntök. Þeir eru eðlilega mismunandi langir eða allt eftir hvaða gerð tjalds er um að ræða.

Mikið af fylgibúnaði er fáanlegur eins og fæðidælur, lensidælur, upphitunarbúnaður, blásarar ofl. ofl.

 

Á fjöllum

Trelleborgar tjöld eru t.d. hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði Keflavíkurflugvallar, Björgunarsveitinni Suðurnes, Björgunarsveitinni Gerpi, Landsbjörg og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.