Við höfum allt frá árinu 1963 flutt inn og selt sprengiefni og tilheyrandi búnað frá Noregi í samvinnu við Orica Norway AS (áður Dyno Nobel ASA). Við höfum í gegnum tíðina aflað okkur mikillar þekkingar á málum sem viðkoma sprengingum hvort sem er á landi eða neðansjávar og reglum sem lúta að meðhöndlun, notkun, og flutningi sprengiefna. Um margra ára skeið sá fyrirtækið um námsskeiðshald fyrir verðandi sprengimenn og voru þau námskeið vel sótt.
Við nánast allar framkvæmdir hérlendis hvort sem það er vegagerð, virkjun, hafnargerð eða önnur mannvirkjagerð er þörf sprengiefna. Á þessu tímabili höfum við komið að nánast öllum verkefnum þar sem þörf hefur verið á sprengiefnum og þess vegna öðlast mikla og verðmæta reynslu.
Hér á síðunum yfir sprengiefni eru settar inn helstu upplýsingar en mest verður vísað í erlendar upplýsingar.
Kynningarmyndir þær sem vísað er í á hnöppunum hér að neðan erum mjög þungar og tímafrekar í hleðslu.
20.12.2022
10’ og 20’ Sprengiefnagámar
Lesa meira
15.08.2017
Við vorum að taka inn sendingu af hleðslustokkum og grænu borholufjöðrunum.
Lesa meira
09.08.2017
Enn á ný eru breytingar á framleiðsluheitum á efnum frá Orica og að þessu sinni á rörhleðslum.
Lesa meira
18.10.2016
Við höfum hingað til ekki átt kost á því að leigja titringsmæla til viðskiptavina okkar en nú er breyting þar á. Í ár höfum við leigt mæla í þrjú verkefni.
Lesa meira
25.02.2016
Nú munum við fá á lager Exel kveikjur sem hafa merkingar í samræmi við U-Det seríuna (U500-U475 og svo framvegis) og eins tímanúmerið.
Lesa meira
19.01.2016
Um áramót fengum við tilkynningar um verulegar verðhækkanir á sprengiefnum og hvellhettum frá birgjum okkar.
Lesa meira
01.12.2015
Okkur hafa borist nokkur eintök af nýjasta Fjellsprengeren sem er vekomið að senda til þeirra sem áhuga hafa.
Lesa meira
27.11.2015
Nú í haust kom á markað frá Orica ný gerð af SL millikveikju (seinkara) sem er með 9 millisekúndna seinkun.
Lesa meira
28.09.2015
Núna um miðjan mánuðinn fluttum við verslunina okkar um nokkra metra til vesturs.
Lesa meira
28.09.2015
Við áttum þess kosta að fá að vera við við opinbera gegnumslagið í Norðfjarðargöngum
Lesa meira