Hér eru upplýsingar um Sportwool fatnaðinn en ef þið hafið séð myndbandið af kirkjubrunanum þá var viðkomandi slökkviliðsmaður í Wenaas hlífðarfatnaði og Sportwool undirfatnaði.
Fatnaðurinn er til í mörgum gerðum og má skoða úrvalið m.a. á heimasíðu Wenaas og eins í þessum bæklingi.
Við erum komnir með á lager nokkuð úrval og bjóðum þeim slökkviliðum sem áhuga hafa á að skoða og prófa fyrir okkur. Við höfum sjálfir prófað fatnaðinn undanfarið eða um tveggja mánaða skeið og er þetta ótrúlega þægilegur, hlýr og vandaður fatnaður. Þrátt fyrir þó nokkra þvotta og mikla notkun sér ekkert á.
Eiginleikar Merino ullarinnar eru að halda notandanum þurrum og að viðkomandi sé hlýtt við allar aðstæður. Polyester blandan eykur styrk og heldur litnum. Þetta saman gerir endingargóða og ódýra flík þegar til langs tíma er litið.
Vefnaðurinn er sérstakur og gerir það að verkum að raki fer í gegnum flíkina og situr utan á.
Flíkin límist því ekki við notandann. Vísindin segja að neikvætt hlöðnu rafeindirnar í líkamssvitanum og þær jákvæðu í ullinni dragist saman. Þannig flyst rakinn og svitinn frá líkamanum.
Tilraunir sýna að líkamshitinn er stöðugur (í hreyfingu) ef viðkomandi klæðist Sportwool fatnaði en ekki í Polyesterfatnaði. Uppsogseiginleikar eru 6 sinnum meiri í Merino ull en í Polyester efnum.
Skyndilegur aukinn hiti og að viðkomandi klæðist Sportwool fatnaði gerir líðan betri. Sportwool fatnaður úr Merino ull og íblöndu Polyester yst, er besta blandan.
Reynslan er ekki bara tilkomin í tilraunastofu heldur eru þó nokkur slökkvilið með þennan fatnað. Einna fyrst var Greater Manchester County Fire Service (GMCFS) til að taka hann í notkun en þeir klæddust áður bómullarfatnaði. Sá fatnaður er eðlilega mun ódýrari í upphafi en ending, þægindi og styrkur lítill.
Við að draga úr raka er minni hætta á bruna og stöðugt hitastig eykur betri líðan.
Þegar á allt er litið er Sportwool fatnaðurinn besti kosturinn.
Hér á eftir eru sýndar nokkrar flíkur en þessar upplýsingar eru ekki tæmandi. Við erum hér að sýna mest dökkbláan Sportwool fatnað en einnig rauðan og grænan fatnað sem hugsaður er fyrir sjúkraflutningamenn þar sem þessir litir hafa verið teknir upp.
|
213044 T-Bolur stutterma úr fínofinni ull. Dökkblár. Stærðir S-XXL. Við eigum þessa gerð á lager hjá okkur til prufu. |
|
213047 T-Bolur stutterma úr fínofinni ull. Hvítur. Stærðir S-XXL |
|
19538-0-5 T-Bolur stutterma úr fínofinni ull. Rauður. Stærðir S-XXXL. Sýnishorn hjá okkur. |
|
213050 T-Bolur stutterma úr fínofinni ull. Grænn. Stærðir XS-XXL |
|
211054 Stuttbuxur úr fínofinni ull. Dökkbláar með streng í mitti. Rassvasi með rennilás. Stærðir S-XXXL. Væntanleg sýnishorn. |
|
213045 Skyrtubolur stutterma úr fínofinni ull. Dökkblár. Kragi og hnepptur í hálsinn. Efnið netofið í hliðum. Brjóstvasi. Einnig hægt að fá með axlarspælum (19). Stærðir S-XXL. Við eigum þessa gerð með axlarspælum á lager hjá okkur til prufu (19538).
Einnig til með löngum ermum (213046) sjá bækling efst á síðunni. Við eigum þessa langerma gerð með axlarspælum á lager hjá okkur til prufu (19537). |
|
19542-0-5 Skyrtubolur stutterma úr fínofinni ull. Rauður. Kragi og hnepptur í hálsinn. Efnið netofið í hliðum. Brjóstvasi. Með axlarspælum. Stærðir S-XXXL. Sýnishorn hjá okkur. |
|
213048 T-Bolur stutterma úr fínofinni ull. Grænn en gulur í hliðum og á öxlum. Þar er ullarefnið netofið. Brjóstvasi, nafnskilti og fyrir míkrófón. Stærðir XS-XXXL. Sýnishorn hjá okkur. |
|
213052 Skyrtubolur stutterma úr fínofinni ull. Grænn og gulur í hliðum og á öxlum en þar er efnið netofið. Kragi og renndur í hálsinn. Brjóstvasi renndur, nafnskilti og fyrir míkrófón. Stærðir XS-XXXL.
Einnig til með löngum ermum (213049) sjá bækling efst á síðunni. Sýnishorn hjá okkur. |
|
213051 Skyrtubolur stutterma úr fínofinni ull. Dökkblár. Kragi og renndur í hálsinn. Brjóstvasi renndur. Stærðir XS-XXXL. Væntanleg sýnishorn. |
|
212024 Jakki úr þykkofinni ull. Dökkblár. Renndur í hálsmáli að framan. Venjulegur kragi. Ísaumur í hálsmáli (þykking). Brjóstvasi. Stroff að neðan og á ermum. Stærðir S-XXL. Við eigum þessa gerð á lager hjá okkur til prufu (19540). |
|
212025 Jakki úr þykkofinni ull. Dökkblár. Renndur að framan. Hár kragi. Tveir renndir vasar að framan og einn á ermi. Ísaumur. Tvö snið þ.e. fyrir venjulegt og þröngt. Stærðir S-XXL. Við eigum þessa gerð á lager hjá okkur til prufu. |
|
212026 Síðar buxur úr þykkofinni ull. Dökkbláar. Tveir vasar renndir í mitti í hliðum. Teygja í mittið. Teygjubönd neðan í skálmum til að smeygja undir il. Stærðir S-XXL. Sýnishorn hjá okkur. |