Líftími Holmatro Core slangna


Við viljum vekja athygli notenda og eiganda Holmatro björgunartækja á líftíma þrýstislangna við búnaðinn. Líftíminn er 10 ár ef ekkert hefur komið fyrir slöngurnar eða sjáanlegur skaði er á þeim eftir notkun. Algengasta lengdin af slöngum hjá slökkviliðum hér er 10 m. Ef frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is

Slöngurnar eru ekki þrýstiprófaðar heldur skipt út. Þrýstiprófun yrði að fara fram við 1440 bör. Holmatro Core slöngurnar komu á markað 2005.

Holmatro Core slöngur

Einfalt er að sjá framleiðsludagsetninguna en hún er undir hlífðarhulsunni og sýna fyrstu fjórar tölurnar ár og mánuð. Ef smellt er á myndina koma fram frekari upplýsingar.

Holmatro Core merking

 

 

CORE er nafnið á nýja einnar slöngu kerfinu frá Holmatro, en það er alger bylting í allri vinnu og öryggi við notkun á björgunartækjum. Og ein merkasta nýjungin frá því farið var að framleiða vökvaknúin tæki. CORE tæknin byggir á að í stað hefðbundinna slanga þar sem önnur var notuð fyrir þrýsting að tæki og hin frá, er komin ein slanga. Slanga þar sem þrýstislanga er inní annarri sem nýtist fyrir vökva frá tæki til dælu.



Í stað 4 tengja á hefðbundinni slöngu eru bara 2 tengi á CORE. Innri slangan sem er þrýstislanga er úr kevlar efni og þolir 4 x vinnuþrýsting er því í raun varin af ytri slöngunni, en þar getur mest byggst upp 25 bar þrýstingur. Þetta er því í raun mun öruggara kerfi, því á hefðbundnar slöngur getur komið gat. Lítið nálargat getur orðið til þess að vökvi getur sprautast með 720 kg þrýstingi út.

Tengin í CORE kerfinu eru meira en bara tengi, því þau virka líka sem framhjáhlaupslokar, þannig að vökvinn er sífellt á hringrás frá dælu um slönguna ef tæki er ekki tengt. Um leið og tæki er tengt lokast fyrir hringrásina og vökvaaflið er strax komið í tækið. CORE slangan er 40% léttari en hefðbundin og vegna þess hversu auðvelt er að tengja hana og einnig að einungis þarf að tengja 2 tengi í stað 4 áður verður mun fljótvirkara og auðveldara að tengja og gera “klárt”.

Tímasparnaður er ca 50% Snúningsliður er á báðum endum slöngunnar og því nóg að toga í hana til að taka snúning af henni. Að auki þá fer minna fyrir tækjum, því ekki eru slönguendar sem taka pláss í skápnum.