Hver vill verða fyrstur að festa kaup á Holmatro Pentheon björgunartækjalínunni. Sérstakt kynningarverð á einu setti. Ný lína eitt sett klippur, glennur og tjakkur. Einnig eru fáanlegar sambyggaðar (Combi) klippur og glennur. M.a. í "tilefni" þess að Benedikt er að fara á eftirlaun fáum við sérstakan afslátt á einu setti sem saman stendur af klippum, glennum og tjakk með framlengingu ásamt sex rafhlöðum, þremur hleðslutækjum og þremur hleðslusnúrum. Frá verðlistaverði sem er rúmar 6,2 milljónir án VSK. getum við 36% afslátt sem gerir kaupin viðráðanleg. Verðið er þá 3.983.656 án VSK. 2ja mánaða afgreiðslufrestur og gengi EUR er 152,20
Pentheon línan er einstök og enginn annar framleiðpandi hefur komið fram með aðra eins nýjung. Ýmsir einstakir eiginleikar og ávinningar. Áfram allir þeir eiginleikar sem eru í EVO 3 línunni en til viðbótar m.a. rafhlöðurnar sem eru 7Ah og fyrirferðaminni og einfalt að koma fyrir eða taka af hverju tæki. Tækin eru fljótvirkari með stiglausan hraða og hægt að stýra hraða í handfangi.Tækin eru dýrari en EVO 3 línan sem er sú lína sem var á undan þessari en sú lína er enn fáanleg.
Afgreiðslufrestur á Pentheon er um 2 mánuðir og það sýnir eftirspurnina. Móttökur hafa verið einstakar.
Við hvetjum ykkur sem áhuga hafa að smella á myndina hér fyrir ofan og skoða bæklinginn sem er kominn út. Þar má lesa um þau tæki sem í boði eru þ.e. klippur glennu og tjakk. Einnig sambyggðar klippur og glennur. Þar koma fram upplýsingar um getu tækjanna og t.d. er klippiafl klippanna tæp 142 tonn. Svo þetta er alvöru sett.
Hleðslutækin sem bæði geta hlaðið tæki með rafhlöðu og svo aðra samtímis.
Á You Tube eru mörg myndbönd sem sýna hversu frábær þessi tæki eru. Hér er t.d. kynningarmyndband. Hér er verið að sýna hraðamun.
Sérstakur hugbúnaður er fyrir aflestur af ástandi hvers tækis og eins rafhlöðu sem við þurfum þegar sala hefst að koma okkur upp til að geta veitt góða þjónustu.
Það verður spennandi að fá þessi nýju tæki .Eins og áður er Holmatro ávallt í fararbroddi. Endalaust með nýjungar til að bæta vinnuaðstöðu, hraða og auka öryggi við björgun.
Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.