Brunavarnir Austur Húnvetninga fá ýmsan búnað

Nú nýverið fengu Brunavarnir Austur Húnvetninga ýmsan búnað m.a Markros stiga og Protek háþrýstibyssu og Protek úðabyssu 1.900 l.
Makros ES 2090 Brunastigi er þriggja manna stigi úr áli. Tvískiptir með kaðal stjórnun. Hámarkslengd stigans er 9,0 m. en lágmarkslengd er  5,1 m. Þyngd 40,5 kg. Hér má lesa frekar um Makros stiga en þeir eru komnir til slökkviliða víðs vegar um landið. Þetta eru þeir stigar sem eru á all flestum slökkvibifreiðum frá WISS.



Protek 600 úðabyssan er auðveld í notkun. Samfellanlegir fætur með karbítoddum. Vinnur eins og handlína en mun afkastameiri. Mjög hreyfanlegur. Þyngd 7 kg. Hreyfanleiki upp og niður frá 20°til 60°. Til hliðar um 20°. Afkastar allt að 1.900 l/mín. 2 1/2" inntak og úttak.

Þessi gerð er m.a. í notkun hjá slökkviliðunum í Sandgerðisbæ, Grundarfirði, Akranesi og Bolungarvík.




Protek 300 er úr sterku léttu áli og fyrir þrýsting allt að 48 bar. Lokun um leið og sleppt er handfangi. 50-90-150 l/mín 1" Inntak. Má nota með froðutrektum og blöndurum