Hugleiðingar eftir fund Brunatæknifélagsins í gærkvöldi þar sem fjallað var um brunann í Ísfélaginu
í Vestmannaeyjum í desember síðastliðnum.
Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri fór yfir þátt slökkviliðsins og byggingar.
Það kom m.a. fram að flugvallaslökkvibifreiðin í Vestmannaeyjum sem er ROSENBAUER slökkvibifreið
með ROSENBAUER FOX 1.600 l/mín. dælu með BMW vél (34kW) og fjarstýrðri
ROSENBAUER úðabyssu af gerðinni RM8E sem skilar 1.000 l/mín við 10 bar og kastlengd allt að 42 m. skilaði
hlutverki sínu mjög vel í slökkvistarfi.
Sú úðabyssa sem brunaverðir úr Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins komu með í þyrlunni er af
UNIFIRE GIANT gerð og skilar um 2.500 l/mín við 12 bar. Kastlengd er allt að 55 m. Mjög létt og þægileg í meðförum
vegur aðeins 21 kg. en þessari úðabyssu var komið fyrir inni í byggingunni og eru menn ekki frá því að þá hafi orðið
þáttaskil í slökkvistarfinu.
Hér kom í ljós þörfin fyrir færanlegar úðabyssur en aðrar úðabyssur sem voru notaðar
voru fastar á slökkvibifreiðunum og var mikið mál að færa bílana til tengda slöngum.
Sú dæla sem notuð var sem fæðidæla að IVECO slökkvibifreiðinni er sams konar og sú sem
er í flugvallaslökkvibifreiðinni eða ROSENBAUER FOX sem skilar lágmark 1.600 l/mín við 8 bar og 3 m. soghæð. Að
vísu er aðeins öflugri BMW vél við þessa dælu eða 41 kW sem breytir þó ekki afkastagetu samkvæmt staðli.
Einhver misskilningur er á ferðinni með afköst þessarar dælu. Talið var að afköst miðuðust við 1,5 m. en þessar afkastatölur eru
miðaðar við 3 m. soghæð (Din 14420). Þessi dæla ein og sér fæðir alls ekki IVECO slökkvibifreiðina.
Að öðrum búnaði ófrásögðum hlýnar okkur um hjartaræturnar þegar við fregnum að sá
búnaður sem við höfum valið að bjóða og viðskiptavinir okkar valið að kaupa skilar sínu.
Til upplýsinga má nefna að um borð í varðskipum okkar eru úðabyssur af UNIFIRE GIGANT gerð,
tvær í hverju skipi, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins er með tvær, Áburðarverksmiðjan og Slökkvilið Hornafjarðar með
sitt hvora. Um borð í nýja hafsögubátnum fyrir Reykjavíkurhöfn verðu byssa af þessari gerð. Við höfum farið um landið í
tengslum við kennslu á ROSENBAUER slökkvibifreiðum og finnnst okkur vera mikil þörf á að slökkviliðin eignist
færanlegar úðabyssur af stærðinni 1.000 til 3.000 l/mín þ.e. í samræmi við afkastagetu. Of mikið hefur verið einblínt á
handstúta.
Fjöldi ROSENBAUER FOX brunadælna hérlendis er nú þrettán hjá ellefu liðum um land
allt.
Benedikt Einar Gunnarsson.