Formleg afhending í Snæfellsbæ

Í gær laugardag fór fram formleg afhending á ISS Wawrzaszek slökkvibifreið á Scania undirvagni í Snæfellsbæ.

Í gær laugardag fór fram formleg afhending á ISS Wawrzaszek slökkvibifreið á Scania undirvagni í Snæfellsbæ.
Slökkviliðið - heiðursvörður - menn



Snæfellsbæjarbúar hafa beðið þolinmóðir eftir nýju bifreiðinni og var fjölmenni við móttökuna. Utarlega við bæinn beið slökkviliðið okkar uppstillt og fínt. Ekið var svo inn í bæinn með ljósum og sírenuvæli. Við slökkvistöðina biðu svo bæjarbúar flotans síns.


Bæjarbúar bíða





Eftir uppstillingu fóru fram ræðuhöld og lyklaafhendingar. Við óskuðum Snæfellsbæjarbúum til hamingju með gripinn og þökkuðum alveg frábært og þolinmótt samstarf á smíðatíma bifreiðarinnar.





Slökkviliðsstjórinn, bæjarstjórinn og framkvæmdastjórinn

Bæjarstjórinn þakkaði gott samstarf og var það sameiginleg ósk okkar að aldrei þyrfti að nota bifreiðina nema við æfingar.

Eftir afhendingu var flotinn skoðaður og boðið upp á veitingar í tilefni dagsins.  Mikið var spjallað og spurt enda mikill áhugi fyrir að fá gripinn í bæjarfélagið til að bæta öryggi bæjarfélagsins.




Slökkvilið Snæfellsbæjar

Mikið er til af búnaði í góðu ástandi á stöðinni og verður hluta hans komið fyrir í þessari bifreið ásamt því að gamla bifreiðin heldur áfram hlutverki en nú sem bifreið númer tvö. Sú bifreið var á sínum tíma keypt af mikilli framsýni og var og er vel búin búnaði.

Eftir afhendingu var farið niður á höfn í kennslu og vatnsslag og má sjá fleiri myndir af afhendingunni og vatnsslagnum hér.



Við þökkum móttökurnar sem voru í einu orði frábærar og hlýtt og notalegt viðmót. Það er ljós að Slökkvilið Snæfellsbæjar er skipað einstaklingum sem hafa gríðalega mikinn áhuga á starfinu.

Við höfum sett upp heildar upplýsingar um bifreiðina inn á síðuna um slökkvibifreiðar. Smellið á tengilinn slökkvibifreiðar og þar neðst í upptalningunni eru upplýsingar.