Hér eru myndir af þeim slökkvibifreiðum og kerruvagni sem

Myndir sem teknar voru af slökkvibifreiðum og kerruvagninum sem eru á leiðinni til landsins og verða hér um miðja næstu viku.
Þetta eru slökkvibifreiðar fyrir Austurbyggð (Fjarðabyggð) á Scania undirvagni og slökkvibifreið fyrir Sveitarfélagið Ölfus í Þorlákshöfn sem er á Renault undirvagni.

Kerruvagninn er fyrir Brunavarnir Suðurnesja og er heildarþyngd hans 3.500 kg. Hann er ætlaður fyrir ýmsan spilliefnabúnað. Sjá myndir í myndasafni.

Glæsilegar bifreiðar og ekki síst kerruvagninn. Það má sjá hvorum undirvagninum var treyst fyrir kerruvagninum.

Á myndum má sjá að yfirbyggjandi leggur mikinn metnað í framleiðslu sína.