Holmatro björgunar og klippibúnaður - Námsstefna LSS

Í ár hafa nokkrir viðskiptavinir okkar bætt við sig Holmatro búnaði og má nefna t.d, Slökkvilið Akureyrar og svo Slökkvilið Hveragerðis.
Slökkvilið Akureyrar og svo Slökkvilið Hveragerðis sem hafa fengið á árinu Holmatro TPU15 dælur en þær eru tveggjaþrepa með tengingar fyrir tvö tæki og vegur aðeins tæp 16 kg. Ýmis önnur slökkvilið hafa bætt við vökvaslöngum og öðrum búnaði. Slökkvilið Akureyrar fékk snemma á árinu TP3350+ Tjakk en það er öflugasti "teleskopic" tjakkurinn frá Holmatro með þrýsti kraft 22,1 tonn á fyrsta þrepi og 8,3 tonn á öðru þrepi og vegur aðeins rúm 18 kg. Fosskraft fékk loftpúðasett HLB 11 en það hefur lyftigetu upp á 11 tonn til að hafa í Fáskrúðsfjarðargöngum.








Um leið viljum við vekja athygli á að LSS mun halda námstefnu dagana 30. september til 3. október hér í Reykjavík hjá SHS þar sem m.a. verður tekin fyrir björgun úr bílflökum , fólksbílum og stórum bílum (rútum og flutningabílum) sem nú verða á ferðinni meira en áður eftir að Eimskip hættir strandsiglingum.

 

Við munum verða með ýmsan búnað á námstefnunni til sýnis og m.a. Res-Q-Jack stoðir ofl.