Í dag fengu SHS og Slökkvilið Akureyrar Trelleborgar tjöld

Í dag voru tekin upp á Slökkvistöðinni í Hafnarfirði Trelleborgar tjöld og annar búnaður sem SHS og Slökkvilið Akureyrar fá. DH6 Hitari 70 eða 105 Kw, tveggja þrepa 500 til 3000 l/klst.
Tjöldin eru af ýmsum stærðum eða alls um 8 tjöld þar af eru þrjú skolunartjöld en þau eru búin sturtum og sturtutjöldum.

Með er ýmis nauðsynlegur fylgibúnaður eins og vatnsdælur, öflugir hitarar, blásarar, frárennslisdælur, plasttankar ofl.

Tjöldin eru af stærðunum 1/2D, 2/2, 3/2 og 3/4 en frekari upplýsingar um tjöldin og fylgibúnað getið þið séð á upplýsingasíðunni um Trelleborgar tjöld.
VPHZ Vatnsdæla sem skilar 5000 l/klst. við 5 bar.
Tjöldin eru blásin upp annað hvort með handvirkri dælu eða rafmagnsdælu. Tjalddúkur er á öllum gólfum.

Nokkur tjöld eru fyrir hér á landi af sömu gerð en þau eru hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurvelli og Björgunarsveit á Suðurnesjum.

Þetta eru því fyrstu tjöldin sem eru í umsjón íslenskra slökkviliða. Þessi kaup gátu orðið að veruleika með framlagi frá Brunamálastofnun .

Þessi tjöld má tengja saman og eru valin með það í huga að hægt sé að tengja saman öll tjöldin ef þörf verður á.

ZHWL lofthitari við 0°C 45kW 4600 m3/klst.DH 6 hitarinn er mjög öflugur en hann er tveggja þrepa 70 eða 105 kW,  500 til 3000 l/klst. VPHZ Vatnsdælan skilar 5000 l/klst. við 5 bar. ZHWL lofthitari 45 kW við 0°C 4600 m3/klst. Frekari upplýsingar um búnaðinn má sjá hér.

Kassarnir utan um tjöldin





Kassarnir utan um tjöldin voru all myndarlegir en í hverjum kassa fyrir sig var tjald og það sem við þarf eins og hælar, hamrar, bönd og keðjur.