Ný efni í hlífðarfatnaði

Úrdráttur úr grein úr tímaritinu Fire and Rescue april 2000 um fatnað fyrir slökkviliðsmenn. 


Höfundur er Hr. Jeffrey O. Stull sem er forseti International Personnel Protection Inc. í Austin Texas sem er ráðgjafafyrirtæki fyrir framleiðendur og notendur á persónuhlífum. Hann hefur skrifað yfir 100 greinar varðandi hlífðarfatnað. Hann starfar í NFPA og AS (American Society) við pófanir (Testing and Materials) og er fundarboðandi vinnuhóps í ISO sem fæst við varnir gagnvart hita og eldi. Önnur grein eftir hann um fataefni og fataþræði birtist í októberhefti sama tímarits.

Að berjast við eld felur í sér ýmis konar hættur. Til að verjast þeim verður fatnaður að hafa margs konar eiginleika. Í eldsvoða er hætta á miklum hita. Það þarf vernd gegn geislun og leiðni mikils hita. Fatnaður fyrir slökkviliðsmenn þarf einnig að halda slökkviliðsmanni þurrum (sérstaklega í kulda) og halda í lágmarki snertingu við ýmis efni sem myndast við eldsvoða og að auki blóð eða líkamsvökva sem geta verið til staðar í björgunarstörfum.

Eiginleiki fatnaðar.

Líkamlegar hættur eru einnig til staðar á eldstað svo sem grófir fletir, brotið gler og oddhvassir hlutir t.d. naglar og álíka. Þessir hlutir geta auðveldlega slasað slökkviliðsmanninn og rifið hlífðarfötin sem verja eiga hann miklum hita og hættulegum efnum. Að lokum er vert að hafa í huga fatnaðinnn sjálfan því að bera þungan og fyrirferðamikinn hlífðarfatnað í miklum hita og undir erfiðum kringumstæðum veldur streitu hjá viðkomandi.

Til að takast á við þessar mismunandi áhættur þá þarf að fórna einu fyrir annað. Annars vegar þarf fatnaður að vera eld-og hitaþolinn og takmarka streymi hita og vökva á húð slökkviliðsmannsins á meðan líftími fatnaðar er í gildi. Hins vegar þarf fatnaður að vera nægilega léttur og hafa útöndun og þar með veita viðkomandi færi á að sinna starfi sínu án hættu á streitu.

Evrópustaðlar.

Lámarks viðmiðum fyrir hlífðarfatnað slökkviliðsmanna er Evrópustaðalinn EN 469. Þessi staðall inniheldur sérstakar prófanir og er lámarks árangur viðunandi fyrir vernd slökkviliðsmanna.

Sem dæmi, samsetning af hverju lagi í fatnaðnum er hitaprófað við snertingu elds og verður að veita lámarks einangrun gegn hitastreymi. Álíka kröfur eru gerðar fyrir eldþol, vökvaflæði og styrkleika efnisins án þess að rifna. Áformaðar breytingar á þessum staðli fela í sér að útöndun verði betri (mótstaða gegn uppgufun).

Í Bandaríkjunum hefur NFPA nýverið sent frá sér útgáfu 2000 af NFPA 1971 staðli um uppbyggingu hlífðarfatnaðar fyrir slökkviliðsmenn. Þótt mismunandi aðferðir við prófun séu notaðar, þá er töluverður hluti krafna sambærilegur við EN 469. Athyglisverðsta breytingin í 2000 útgáfu NFPA 1971 er viðaukinn um prófun á algjöru hitatapi, sem álíka og mótstaða uppgufunar mælir útöndun efnisins.

Nýjasti staðallinn fyrir hlífðarfatnað er ISO 11613 frá International Standards Organisation (ISO). Þar er gert ráð fyrir tveim stigum af afköstum, þ.e. einu samkvæmt 1995 útgáfu EN 469 og svo einu samkvæmt hærri staðli byggðum á gamalli útgáfu af NFPA 1971. Þrátt fyrir að þessi staðall kæmi fyrst út í desember 1999 hefur ISO í huga að endurnýja staðalinn með því að sameina breytingar sem sem leyfir notendum að velja ýmis konar stig sem grundvallast af hættumati einstakra slökkviliða. Báðir staðlarnir krefjast hönnunar en kröfurnar á þessu sviði eru takmarkaðar. Þetta mun gefa framleiðendum talsvert svigrúm varðandi útlit og snið fatnaðarins.

Hönnun fatnaðar.

Framleiðendur hlífðarfatnaðar fyrir slökkviliðsmenn einbeita sér að því að kynna fatnað sem er fyrirferðalítill, léttari og sveigjanlegri sem þar af leiðandi veldur minni streitu hjá viðkomandi slökkviliðsmanni. Hönnun fatnaðar frá Evrópu og Norður Ameríku verður að veita líkamanum fullkomna vernd, sérstaklega að hafa skörun á jakka og buxum nægilega. Einnig þarf að gæta vel að öðru eins og ermum, gagnvart hönskum, buxnaskálmum gagnvart stígvélum og hálslínan gagnvart hjálmum, hettum og reykköfunartækjum. Þar sem hlífðarfatnaður er einnig hannaður sem samfestingur með áfastri hettu og getur sannarlega uppfyllt þessi skilyrði þá eru samfestingar ekki vinsælir hjá slökkviliðsmönnum þar sem þeir passa venjulega ekki nógu vel og slökkviliðsmenn kjósa almennt að geta klætt sig úr að ofan eftir slökkvistarf til að kæla sig. Algengustu sniðin eru þó kápa sem nær vel niður á buxurnar. Evrópustaðallinn leyfir minni einangrun í buxum heldur en í jakka en aftur á móti í Norður Ameríku er krafa um sömu einangrun í buxum og jökkum. Veigamestu atriði í hlífðarfatnaði eru lokunin og ermar um úlnlið þannig að innri og ytra byrði haldist á réttum stað og veiti fullkomna vörn. Snið nýrri hlífðarfatnaðar miðast við að minnka fyrirferð og þyngd á þessum stöðum.

Efni.

Léttur fatnaður og minni fyrirferð hafa verið ríkjandi í kynningu á nýjum efnum í hlífðarfatnað fyrir slökkvliðsmenn.

Á undanförnum árum hefur talsvert af nýjum efnum litið dagsins ljós sem hafa þrefaldað það úrval sem slökkviliðin áttu kost á. Áður fyrr voru það efnin Nomex og Kelvar sem réðu ríkjum á markaðnum en nú eru ný trefjaefni að ryðja sér til rúms í öllum þremur byrðum hlífðarfatnaðar. Ysta byrðið er ávallt harðgerðast og er tiltölulega þungt ofið efni (190-250 gr. per m2 ). Í þetta byrði er nú notað Nomex, Conax, PBI, P84, Kermel, Basofil (Vilene) og PBO samofið við Kelvar, Twaron eða nýja elþolnari þræði. Framfarir hafa orðið í framleiðslu hvað varðar hitavörn án þess að fatnaður þyngist frá því sem er. Birgðasalar efna eru einnig með tilraunir varðandi blöndum af hefðbundnum þráðum til að fá fram meiri sveigjanleika og styrk í ysta byrðið. Þeir hafa einnig þróað nýja endingargóða yfirhúð sem er bætt við efnið og veldur því að ytra byrðið hrindir frá sér bleytu í lengri tíma en áður.

Nokkuð af nýjum efnum með vatnsvörn hafa verið þróuð nýlega. Vatnsvörnin inniheldur efnislag lagt himnu, undirlag sem er ofið eða ekki ofið, sem veldur því að raki og vatn á ekki auðvelt með að komast inn í efnið. Endurbætur á vatnsvörn miðast að því að vatnsvörnin haldist lengur og fatnaðurinn endist lengur ásamt betri útöndun efnisins.

T.d. hefur fyrirtækið W.L. Gore þróað tvær mismunandi gerðir vatnsvarnar. Önnur gerðin hefur aukna öndun og endingu á ofnu efni en hin á annars konar efni sem er ódýrari í framleiðslu.

Í Norður Ameríku og Evrópu hafa framleiðendur vatnsvarnarefnis kynnt endurbætur á framleiðslunni. Aðal hitaþolsbyrðið hefur orðið fyrir áhrifum vegna þessarar stefnu. Þar sem hægt er að koma því við þá er fyrirferð og þyngd þessara byrða minnkuð jafnvel í aðeins eitt byrði. Yfirleitt eru þessi efni laus trefjakennd efni vatteruð í létt ofin efni.

Þessi efni eru hönnuð með það í huga að veita lofteinangrun (loftrúm) frá fatnaði og þeim er honum klæðist ("loftgöt" eru áhrifamesti þátturinn í að skapa hitaþolið).

Ný gerð efna í þessum iðnaði er ætlað að vera fyrirferðaminni. Annar þáttur er einnig að innsta byrðið sé mjúkt. Margir framleiðendur hitaþolinna efna nota glóðarþráð ívafinn trefjaefni sem hefur litla núningsmótstöðu og auðveldar það slökkviliðsmanninum að klæðast úr og í fötin.

Því miður verður að segja að afleiðingar þessara framfara eru þær að í raun er of mikið um að velja fyrir slökkviliðin. Að velja úr öllum þessum möguleikum er erfitt þegar framleiðendur bjóða meira eða minna samskonar fatnað. Þetta er að breytast. Í mörgum tilfellum eru framleiðendur að takmarka vöruúrval við ákveðna framleiðendur vefnaðarefna. Þessi viðleitni gerir framleiðendum auðveldara að aðgreina sig frá öðrum framleiðendum.