Í fyrra í október kom út kennsluefni með áðurgreindu heiti frá
Holmatro BV þar sem kennd eru vinnubrögð við
björgun fólks úr bílflökum.
Holmatro er brautryðjandi í kennslu á björgunarbúnað sem notaður er við klippuvinnu og
eða lyftivinnu við björgunaraðgerðir.
Við buðum
Holmatro eigendum bókina á vægu verði en hún er um 98 síður og er farið í gegnum ýmis
atriði eins og eigin öryggi, hönnun, útlit, búnað og byggingarlag bifreiða, almennan björgunarbúnað, vinnuaðferðir, vinnuhópinn,
umhverfið, skipulag, sérstakar björgunaraðgerðir úr flökum þ.e hvernig fjarlægja skal dyr, þak, mælaborð, hliðar og ekki
síðast en síst stöðugleika bifreiðar. Sérstakur kafli fyrir stærri bifreiðar.
Bókin er skrifuð á ensku en á hverri síðu eru góðar myndir og skýringar og hún er skrifuð á einföldu máli.
Vísað er til nauðsynlegs búnaðar og sýndur sá búnaður sem nota skal hverju sinni.
Nú hefur Holmatro gefið út bókina á geisladisk ásamt frekara ítarefni með vídeó myndum ofl. og bætt við
efni, ásamt því að láta prenta 8 mismunandi plaköt, sem fjalla um mismunandi aðgerðir við björgun úr bílflökum. Enn er Holmatro
í fararbroddi með kennsluefni, því þeir vita sem er, að það er ekki nægjanlegt að vera með græurnar, það þarf að
kunna að nota þær. Enginn framleiðandi leikur þetta eftir.
Plakötin sýna myndrænt eftirfarandi: Dashboard lift/roll, Heavy goods vehicles Third door conversion, Door removal, Extrication approach and equipment, Roof removal, Side
removal, Stabilization. Tilvalið til að setja upp á vegginn.
Diskurinn, plakötin og bækurnar eru væntanlegar innan fárra daga og biðjum við ykkur sem áhuga hafa að fá að láta okkur vita sem
fyrst. Eins og bókin verður þetta selt á kostnaðarverði.
Þetta er ómissandi kennsluefni og hentar eins þeim sem hafa annan búnað en Holmatro búnað
Hafið samband sem fyrst og segið okkur hvað þið viljið fá. Hafið samband símleiðis í síma 5684800 eða á netfangið
ogeld@islandia.is