Okkur voru að berast útlitsmyndir af þeim þremur slökkvibifreiðum

Okkur voru að berast útlitsmyndir af þeim þremur slökkvibifreiðum sem við eigum að afgreiða fyrst á árinu eða nú á vormánuðum. 

Þetta eru slökkvibifreiðar sem við erum að láta smíða hjá Wawrzaszek í Póllandi fyrir Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbæ og Skagafjörð. 

Þetta eru undirvagnar af Renault 420.19 gerð með 4 dyra áhafnarhúsi og 420.26 gerð með venjulegu ökumannshúsi þ.e. tveggja manna. Smíðaheiti er TLF 4000/200 og TLF 11000/200 eru dælur af sömu gerð í þeim öllum þ.e. Ruberg R40 2.5 4.000 l há og lágþrýstar dælur. Smíði er á áætlun.

 
 

Hér má sjá myndir af slökkvibifreið
Brunavarna Skagafjarðar

 

 
 

 

Hér má sjá myndir af slökkvibifreiðum 
Slökkviliðs Fjarðabyggðar og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.