Fyrir nokkru var tekin í notkun í dótturfyrirtæki okkar samsetningar og suðuvél til að útbúa rafhlöðu pakka í ýmis
tæki og tól. Ásamt því hófum við innflutning á hleðslurafhlöðum í ýmsum stærðum frá nýjum birgja
á mun betra verði en við gátum áður boðið.
Til þessa hafa tilbúnir pakkar verið keyptir erlendis frá en með þessari vél og úrvali rafhlaðna af mörgum stærðum og gerðum
þá getum við útbúið pakka að öllu leyti sjálf.
Ekki eru allar stærðir af hleðslurafhlöðum komnar á lager en væntanlegar og sumar í takmörkuðu magni, sem við bætum svo við verði
eftirspurn. Hleðslurafhlöður af Ni Mh og Ni Cd gerðum í stærðunum AA, AAA og AAAA. Eins stærðir eins og D, C, SUB C og A. Sumar með háum topp og
aðrar með flatan topp í pakkagerð. Ýmsar sér stærðir eins og 1/3, 4/5, 2/3, 4/3 af ýmsum gerðum.
Sjá upplýsingar um hleðslurafhlöðurnar.
Sé mögulegt að opna rafhlöðupakkann, þá er eftirleikurinn oftast auðveldur, sé rétt stærð og gerð til af rafhlöðum.
Oftast eru þær rafhlöður, sem notaðar eru mun aflmeiri, en þær sem fyrir voru. Það þarf að hugsa um, við hleðslu.
Eins eru á lager ýmis viðnám eins og hitaviðnám ef þau eru í pökkunum en oftast má notast við það sem fyrir er.
Þetta að geta gert þetta hér styttir afgreiðslutímann og dregur úr kostnaði. Við ráðum kannski ekki við alla pakkagerð, en ansi
marga. Hér eru svo myndir af gerð fyrsta pakkans.
Birgir að klippa til víra en hann verður aðalmaðurinn í sametningunni eins og í svo mörgu öðru.
Vírar losaðir af gamla pakkanum. Það á eftir að koma ýmsu betur fyrir í umhverfinu.
Fyrsti pakkinn klár. 10 stk. 1800 mAh með viðnámum, vírum ofl.
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar,
fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....