Rauði Haninn 2005 Wawrzaszek sýndu 7 bifreiðar á útisvæði.

Wawrzaszek sýndu 7 bifreiðar á útisvæði. Mjög vandaðar bifreiðar og voru 3 þeirra með trefjaplastyfirbyggingu. Þar mátti sjá undirvagna af Renault Mascott og Kerax gerð ásamt Scania, MAN og Benz. Eins var sýndur óeirðabíll. Allar brunadælur í slökkvibifreiðunum eru af Ruberg gerð.
Tvær bifreiðar fönguðu mestu athygli mína en það var annarsvegar Scanía með trefjaplastyfirbyggingu með Bronto rana 22 m. löngum og körfu. Bifreiðin var með 1.500 l. vatnstank og 4.000 l/mín brunadælu há og lágþrýstri. Svona bifreið kostar um
28 milljónir hingað komin án VSK.
Þessi slökkvi og körfubifreið fer til Belgíu en útflutningur Wawrzaszek hefur aukist allverulega og eru nú umboðsmenn um alla Evrópu.
Tvær bifreiðar af Renault Mascott gerð voru sýndar en það eru bifreiðar sem eru að fara til Svíþjóðar. Þær voru með 1000 l vatnstanki tvöföldu froðukerfi með 110 l froðutank og háþrýstri Ruberg dælu sem skilar 250 l/mín við 40 bar þrýsting. Önnur bifreiðin er smíðuð sérstaklega yrir Autokarosseri sem er umboðs-
maðurinn í Svíþjóð en hin bifreiðin fer beint til Gautaborgar og eru þeir búnir að panta sex aðrar eins bifreiðar. Það er sú gerðin sem var með plast-
yfirbygginguna. Svona bifreið er kannski á um 8,5 milljónir án VSK.


Hér sést frágangurinn að aftan þar sem dælan er í bifreiðinni með trefjaplastyfirbyggingunni. Eftir því sem okkur skildist á þeim aðilum sem frá voru frá Ruberg sænska dælufram-
leiðandum þá er það fyrirsjáanlegt að slíkum bifreiðum fjölgi í Svíþjóð á svokallaðar útstöðvar þar sem draga þarf verulega úr fjármagni til rekstur og sparnaður framundan bæði í tækjakaupum og mannafla. Seljum það ekki dýrara en við keyptum það.
Hér sést í dæluskápinn á Wawrzaszek-Autokarosseri Renault Mascott bifreiðinni sem var með ályfirbyggingu. Vakin skal athygli á að þó að í þessum bifreiðum hafi eingöngu verið háþrýstar dælur þá er einnig hægt að fá þessar dælur lágþrýstar að 1200 l/mín við 10 bar og með 250 l/mín við 40 bar.


Hér má sjá samstarfsaðila okkar hvíla sig að loknum löngum starfsdegi en á básinn kom fjöldinn allur af slökkviliðsmönnum og er það von okkar að sem flestir íslensku slökkviliðmannanna hafi komist að og fengið upplýsingar því hér er á ferðinni gríðalega góð smíði, mikil tækni, vönduð vinnubrögð og hvergi hagstæðara verð. Við höfum ekki séð það. Í bæklingi þeirra mátti sjá slökkvibifreiðar Brunavarna Árnessýslu. Fyrstu viðskiptamanna Wawrzaszek á Íslandi og ekki þeirra síðustu.