Sýningunni er lokið og hana sóttu 25% fleiri gestir, en skipuleggjendur áttu von á eða 125.000 gestir. 1.350 sýnendur frá 46 þjóðum
á 90.000 m2 svæði úti og inni. Næsta sýning hefur verið ákveðin árið 2015 í Hannover 8. til 13. júní.
Ýmsar nýjungar mátti sjá og munum við á næstu dögum, vikum og mánuðum birta fréttir af því, sem okkur fannst
markverðast og komið getur slökkviliðum og björgunarsveitum til góða hér á landi. Við munum birta myndir á vefsíðu og eins
verða einhverjar breytingar á, frá hverjum við munum bjóða búnað á næstunni.
Talsvert um nýjungar þó ekkert byltingarkennt, en mikið um búnað og tæki sem falla að því sem fyrir er hjá liðunum.
Myndin hér að neðan er af Iss-Wawrzaszek flugvallaslökkvibifreið með 12.000 l. vatnstank, 1500 l. froðutank, 6.000 l/min dælu við 10bara
þrýsting. Tvær úðabyssur 6.000 l/mín og 1.000 l/mín, 460kW vél. Hröðun 0-80 km. á innan við 30 sek, Hámarkshraði 115
km/klst.
Mikill fjöldi íslenskra slökkviliðs og björgunarsveitamanna sótti sýninguna og áttum við þess kost að hitta þá og
uppfræða um eitt og anna,ð sem birgjar okkar sýndu. Við hefðum viljað hitta fleiri, en svo varð því miður ekki og er það ætlun
okkar fyrir næstu sýningu, ef þátttaka verður góð að koma á einhverskonar dagskrá fyrir þá sem vilja sækja bása
birgja okkar.
Nefna má ýmsar nýjungar í björgunartækjum, afkastameiri dælur, há og lágþrýstar lausar brunadælur, ný efni
í hlífðarfatnaði, nýjar gerðir hjálma, nýjar gerðir stígvéla, hlífðarhanskar til notkunar við björgunarstörf,
nýir spilliefnabúningar, alls konar slökkvibúnað til ísetningar í slökkvibifreiða, nýjar gerðir brunastiga ofl. ofl.
Margt nýjunga fyrir slökkvitækjaþjónustur og söluaðila, Nýjar gerðir slökkvitækja, stærðir, efni ofl.
Brunaslönguskápar og hjól. Einfaldari lausnir ofl. ofl.
Örugglega hafa fleiri gestir séð ýmsan búnað sem áhuga hefur vakið og ef þess er óskað getum við í mörgun tilfellum
aðstoðað og veitt frekari upplýsingar.
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar,
keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....
Rauði haninn, Rauði haninn, Rauði haninn, Rauði haninn, Rauði haninn, Rauði haninn