Samningur við Sveitarfélagið Austurbyggð um slökkvibifreið

Í gær 18. október 2005 var gengið frá samningi við Sveitarfélagið Austurbyggð um slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn af gerð Scania P420 4x4. 4.300 mm. Heildarburðargeta bifreiðar er 18 tonn.


Sveitarstjórinn Steinþór Pétursson og Benedikt Einar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & Co. hf. undirrita hér samninginn.

Hér leggja slökkviliðsstjórarnir Steinn og Bjarni blessun sína yfir tiltækið

 

Þessi slökkvibifreið er sú fimmta sem við seljum nú í ár, sú sjöunda frá ISS Wawrzaszek og sú þrítugasta og fyrsta sem við seljum.

Austurbyggð stendur í verulegum framkvæmdum og m.a. er lögð veruleg áhersla á uppbyggingu slökkviliðanna í byggðarlaginu. Í byggingu er slökkvistöð sem er að grunnfleti 400 m2 og er einstklega vel skipulögð og hugsað til framtíðar.

Okkar hamingjuóskir Austurbyggð.