Slökkvibifreið á Gjögur

Við fengum það verkefni hjá Flugstoðum að setja úðabyssu á MB Unimog TLF 1700 slökkvibifreið en sú bifreið var áður slökkvibifreið á Bakkafirði.

GFT Slökkvibifreið

Verkinu er nú lokið en ásetning var framkvæmd hjá Bíley á Reyðarfirði, en einnig kom Launafl við sögu þar sem þeir smíðuðu allar ryðfríar festingar og þá nippla og tengi sem þörf var á.

Úðabyssan er af sömu gerð og minni byssan á Rosenbauer slökkvibifreiðinni sem er í Fjarðabyggð (Fjarðarál) eða Protek 922 með 38 mm. inntaki en hámarksafköst eru 1.900 l/mín. Úðastúturinn er rafstýrður með stýripinna í ökumannshúsi. Byssan vegur aðeins um 15 kg.

Dælan í bifreiðinni er FP 8/8 af gerðinni Hale-Godiva og er hún véldrifin og með kúplingu til að kúpla dælu frá vél.

Sér froðutankur er í bifreiðinni svo lagt var frá honum að úðastút og á lögnina settur froðublandari frá Protek sem skilar 850 l/mín en er stillanlegur.

Rafstýrður loki 2" af var settur á vatnslögn en hann er einnig frá Protek.

Ljósamastur í þremur hlutum af gerðinni Fireco Zero 24V með tveimur díóðuljósum 40Wvar sett aftan á bílinn og er það handvirkt pumpað upp. Jockel duftkúla með slöngu var svo sett í annan fremmri skápinn.

Isavia slökkvibifreiðHér má sjá myndir af breytingunni.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....

 

 

.