Slökkviliðsmenn frá Alcan í Straumsvík í heimsókn

Í síðustu viku og fyrir um hálfum mánuði fengum við slökkviliðsmenn úr Álverinu í Straumsvík í heimsókn í tilefni af útskrift þeirra af námskeiði hjá Brunavörnum Suðurnesja.
Mikið af búnaði sem Slökkvilið Álversins notar er frá okkur eins og t.d. Albatros hlífðarfatnaðurinn sem var sérstaklega pantaður fyrir þá en það er svört kápa með appelsínugulu axlarstykki og appelsínumgulum buxum. Að öðru leyti er hann eins og annar Albatros fatnaður þ.e. úr Nomex III efnum. Annar hlífðarfatnaður þeirra er Firedome hjálmar, Fireman hanskar, FB reykkafarahettur , Sevus og Diamond stígvél ofl.

Brunaslöngur, úðastútar, tengi og fl. eru frá okkur. Einnig stór hluti slökkvitækja og slökkvivagna.

Hluti hópsins
Eins eru þeir með Trellchem eiturefna- búninga, Vetter margs konar þéttibúnað, Vetter/Holmatro lyftipúða 11, 18 og 24 tonna með þrýstiminnkara, mæla, tvöföld stjórntæki og slöngur, sett af Holmatro þéttibúnaði fyrir rör, Vetter/Holmatro lofttæmipúða/þéttibúnað, Vetter þéttibúnaðarsett fyrir minni rör og þéttimottu yfir niðurföll. SPILL-X Spilliefnauppleysiefni, kúbein, járnkarlar, brunaaxir, skóflur neistafríar, álskóflur, háfar, rafmagnssnúrur, loftkútar, lekatappar, lekabúnaður og aðvörunarstólpar.


Þessi búnaður er í bifreið sem við létum innrétta og útbúa fyrir þá hjá Egenes (þá Rosenbauer) í Flekkefjörð í Noregi. Hér eru frekari upplýsingar um bifreiðina.

Við leyfðum okkur að setja mynd með þessari frétt en hún er tekin í algjöru heimildarleysi af heimasíðu BS og við vonum að það sé fyrirgefið.

Hér má sjá frétt af heimasíðu Brunavarna Suðurnesja um námskeiðin.