Slökkviteppi fyrir elda í farartækjum og litíum-rafhlöðum

Slökkviteppi fyrir elda í farartækjum og litíum-rafhlöðum

Bridgehill er brautryðjandi í þróun á hátæknilegum slökkvibúnaði fyrir rafknúin ökutæki og litíumrafhlöður. Fyrirtækið framleiðir einstakt úrval af slökkviteppum þar sem háþróuð tækni og notendavæn hönnun skapa skilvirka lausn sem byggir á því að kæfa eld með yfirbreiðslu sem hindrar aðgang súrefnis.

lyftara teppi lITHIUM TEPPI TEPPI BRIDGI

 

Slökkviteppin eru ómissandi hluti eldvarna í bílastæðahúsum, á bílaverkstæðum, bílasölum, bensín- og hleðslustöðvum; í göngum, ferjum, bátum, skipum og alls staðar þar sem búast má við hættulegum eldsvoðum. Teppin eru að mestu gerð úr kvarsi sem er hörð steintegund og eru því ekki aðeins örugg heldur umhverfisvæn lausn til að takast á við eld í farartækjum.

Eldur í bílum

Með því að einangra eld í bílum með slökkviteppi er hægt að draga úr hættu á miklum reyk og sprengingum. Þegar eldur brýst út í bifreið er það oftast undir vélarhlíf eða í undirvagni. Froða, duft eða vatn geta slökkt eldinn að utan en ná ekki inn í vél eða rafgeyma þannig að eldur getur blossað upp aftur og aftur, einkum í farartækjum knúnum með litíumrafhlöðum. Þegar notað er vatn á eld í bíl renna þúsundir lítra af menguðu vatni út í fráveitukerfi og grunnvatn auk þess sem eitraður reykur berst út í andrúmsloftið. Slökkviteppi er því besta lausnin á markaðnum til að slökkva eld í rafbílum, teppið er einfaldlega breitt yfir bílinn og eldurinn slokknar. Slökkviteppi fyrir bíla eru oftast tekin með lokuðum geymsluskáp úr stáli.

Slökkviteppi fyrir lyftara

Bridgehill slökkviteppi geta ráðið niðurlögum elds í lyfturum á aðeins nokkrum sekúndum. Þau henta bæði fyrir pallettulyftara og gaffallyftara, hvort heldur þeir eru knúnir af rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Slökkviteppi fyrir lyftara ættu því að vera tiltæk í öllum vöruhúsum, höfnum, verksmiðjum, framleiðslufyrirtækjum og annars staðar þar sem mikilvægt er að ná strax tökum á eldi. Teppin fást í tveimur stærðum, 5x5 og 7x7 m.

Eldur í rafhlaupahjólum

Rafhlaupahjól skipta orðið þúsundum úti um allar trissur. Þau eru búin litíumrafhlöðum og undanfarin ár hafa orðið margir alvarlegir eldsvoðar þar sem kviknað hefur í út frá þeim. Eldur sem kviknar í litíumrafhlöðu er illviðráðanlegur með hefðbundnum slökkviefnum sem eru nánast gagnslaus við þær aðstæður og það gerir jafnvel minnsta litíumeld hættulegan. Slökkviteppi er því fullkomin lausn til að slökkva eld sem kviknar í rafhlöðum rafhlaupahjóla.

 

Slökkviteppi fyrir litíum

Litíum er orðið hluti af daglegu lífi, það er að finna í tölvum, símum, hlaupahjólum og bílum. Slökkviteppi er einfaldasta, öruggasta og áhrifaríkasta leiðin til að kæfa eld í litíum með því að hindra aðgang súrefnis. Það einangrar jafnframt eitraðar lofttegundir og reyk og kemur

þar með í veg fyrir váhrif krabbameinsvaldandi efna. Þegar litíumrafhlaða undir slökkviteppi er með hitaleka heyrist hávært hvisshljóð með 2–15 sekúndna millibili. Það getur haldið áfram í allt að sólarhring og teppið er því einfaldlega skilið eftir þar til ekkert hljóð heyrist. Slökkviteppi fyrir litíum er 180x180 cm að stærð og vegur um 7 kg.

 

Skápur fyrir slökkviteppi

Slökkviteppin koma pökkuð í vatnsheldar umbúðir í handhægum geymslupoka en öruggasta geymslan fyrir teppin er stálskápur frá Bridgehill sem festur er á vegg. Skápurinn er læstur með lykli sem er geymdur í hólfi á bak við gler sem þarf að brjóta til að geta opnað hann. Skápurinn er 90x35x30 cm að stærð, vegur 15 kg og hentar fyrir allar gerðir slökkviteppa.

 

Vegna aukinnar eftirspurnar erum við með bæði slökkviteppin og skápana á lager.

logo

 

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma 568 4800 eða sendið tölvupóst á netfangið oger@oger.is.