Þingeyjarsveit gekk fyrir stuttu frá kaupum á slökkvibifreið

Þingeyjarsveit gekk fyrir stuttu frá kaupum á slökkvibifreið af Ford 550 gerð með 2000 l. vatnstanki, 75 l. froðutanki og FP8/8 dælu sem er dæla sem skilar á lágþrýstingi 1.600 l/mín en hefur ekki háþrýstiþrep. Þetta er sams konar dæla og svonefndar lausar dælur og nær hugsanlega 15 bar þrýstingi. Kaupverð var 11.700.000 án VSK. Undirvagn er líklega tveggja til þriggja ára gamall nú.

Við gerðum Þingeyjarsýslu tilboð að ósk en okkur var bent á að ekkert yrði gert í kaupum fyrr en með haustinu en einhverjar breytingar hafa orðið þar á.

Við buðum Þingeyjarsveit nýja bifreið af MAN 10.225 LAC gerð frá framleiðanda sem byggir eftir evrópskum stöðlum eða eftir EN 1846-1 staðli.  Sá búnaður sem boðinn var í bifreiðinni er af þeim gerðum sem vel eru þekktar hérlendis eins og t.d. Ruberg dælur (sænskar)  sem eru m.a. í slökkvibifreiðum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri (nú Hrísey), Fáskrúðsfirði og Selfossi.

Boðinn var undirvagn (árg. 2004) af gerð MAN 10.225 LAC 4x4 og yfirbygging TLF 1500/150.  Verð slökkvibifreiðar var kr. 9.984.419,00 án VSK. til afgreiðslu hjá Þingeyjarsveit.  Afgreiðslutími var 6 mánuðir.

Hér kemur svo útdráttur úr tilboði okkar.  

Heildarburðargeta bifreiðar er 10 tonn en í þesssari útfærslu er bifreiðin 9,5 tonn.  Hestöfl pr.tonn eru 23,6 og telst að mjög kraftmikil slökkvibifreið.  Hámarkshraði er 120 km/klst.

Bifreiðin er með sídrifi og ýmsum innréttingum fyrir hefðbundinn búnað tilbúin til notkunar.  Brunadælan er fasttengd seltuvarin úr bronzi og stáli tveggja þrepa og skilar 3.000 l/mín við 10 bar og 1.5 m. soghæð á lágþrýstingi en 250 l/mín á 40 bar háþrýstingi.  Dælan er með gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting og gefur möguleika á að bifreiðin sé skilin eftir mannlaus meðan unnið er að slökkvistarfi.  Sjálfvirk áfylling er á vatnstanki þ.e. opnar í 40% og lokar í 100%.  Vatnstankur tekur 1.500 l. og froðutakur 150 l.  Báðir tankar eru úr trefjaplasti.  Allar tengingar eru til staðar.  Eins er loftstýrt ljósamastur 2x1000W (Fireco).

Ekkert sveitarfélag hefur minni þörf í dælumagni en 2 til 3.000 l/mín. og ekki er verra að hafa háþrýsting til viðbótar.

Við buðum mun öflugri bifreið fyrir rúmlega 1.700.000 króna lægra verð.

Að gefinni reynslu nú undanfarið kemur í ljós að á Eyjafjarðarsvæðinu er annað viðmið en við þekkjum hér sunnan heiða hvað varðar verð. Hærra verð er einhverra aðstæðna vegna hagstæðara.

Benedikt Einar Gunnarsson