Vekjum athygli á undanfaraslökkvi- og björgunarbifreiðum sem í boði eru.

 

Við erum að vekja athygli á undanfaraslökkvibifreiðum sem eru fáanlegar á ýmsum undirvögnum eins og MB Sprinter, MAN TGE og Volkswagen Crafter 4x4 eða 4x2 eftir gerðum. Yfirleitt stuttur afgreiðslufrestur.

Mercedes Sprinter slökkvibifreiðMERCEDES BENZ SPRINTER 519 4X4 með ályfirbyggingu

Þeir undirvagnar sem aðallega koma til greina eru, MERCEDES-BENZ 519, sjálfskiptur 9 gírar Tronic, 4X4 4 Matic. MAN 3.180 TGE, beinskiptur 6 gírar, 4X4. VOLKSWAGEN CRAFTER 35, beinskiptur 6 gírar, 4X4 og VOLKSWAGEN CRAFTER 55, beinskiptur 6 gírar, 4X2. 

Mannskapshús er fjögurra dyra hús og farþegar 2 + 4. Sæti klædd vistvænu leðri. Rafdrifnar rúður í framrými. Sjálfvirk loftkæling og miðstöð. Ýmis búnaður er í mannskapshúsi eins og talstöð, stýrisskjáir með upplýsingum ofl.

MB Sprinter slökkvibifreið


LED ljós eru að framan. Rafmagnsfellanlegir og stillanlegir speglar með bláum blikkljósum. Á þaki LED blikkljósabar  og sett af LED blikkljósum í grillinu og á hliðum yfirbyggingar og að aftan. Sírena 150W með mismunandi tónum. 150W Hátalari. Endurskinsmerki á öllum hliðum ökutækis. Merking með auðkenningareiningum.

Mercedes Sprinter slökkvibifreið


Yfirbygging er ályfirbygging með álrömmum sem eru soðnir saman með millirömmum. Hliðarplötur og þak úr áli. Innri klæðning er eingöngu úr áli. 5 skápar í efri hluta yfirbyggingar. 4 skápar í neðri hluta yfirbyggingar. Hlera fyrir neðri skápa má nota sem ástigspalla sem auðvelda aðgang að efri hluta yfirbyggingar. Hæðarstillanlegar hillur fyrir búnað. LED Ljós inni í öllum skápum. Þak yfirbyggingar er um leið vinnupallur með hálkuvörn og LED vinnulýsingu. LED Vinnuljós á hliðum ökutækisins, mannskapshúsi og yfirbyggingu. Ryk- og vindþéttar rennihurðir úr áli með hurðaslám, upprennifjöðrum og læsanlegar. Krómhúðaður þakstigi og þrepin með hálkuvörn. Krómhúðað þakhandrið að aftan.

Dælubúnaður getur verið af ýmsum gerðum en ávallt sjálfstæðar einingar. Í burðarmeiri undirvögnunum er hægt að vera með t.d. VE1500 Tohatsu dælu sem skilar 2050 l/mín við 6 bör og 1500 l/mín við 10 bör.

Ýmsar gerðir af há og lág, milli og háþrýsti slökkvibúnaði. Val er um fleiri gerðir en þær sem hér eru nefndar Afköstin eru mismunandi t.d. 300 l/mín við 7 bör eða 50 l/mín og 60 l/mín við 40 bör eða 60 l/mín við 130 bör (Diesel). Aðrar gerðir frá öðrum framleiðanda koma til greina eins og  50, 70, 80 og 100 L/mín. við 40 og 50 bar – 135 L/mín. við 20 bar - 42 L/mín. við 100 og 150 bar með bensíndrifnum vélum 9, 13 og 18 hestöfl og díesel drifnum vélum 10, 11, 12, 15 og 19 hestöfl. Slöngukeflin eru með háþrýstislöngum í mismunandi lengdum og háþrýstistút. Venjuleg lengd 25-50 m. Sum froðukerfin leyfa blöndun froðu og léttvatns í hlutföllunum 0.1 til 6%, óháð afköstum. Froðukerfið vinnur fullkomlega í mismunandi löngum slöngum. Í sumum froðukerfum blandast froðan í dælunni sem kemur í veg fyrir að blöndunin verði fyrir áhrifum mismunandi þrýstings í kerfinu.

Einnig er hægt að velja um CAFS slökkvikerfi þá sjálfstæðri einingu með dælu, og loftpressu eða loftkútum.

Vatns- og froðutankar af ýmsum stærðum allt eftir afköstum þess slökkvikerfis sem fyrir valinu verður og burðargetu undirvagns. Vatnstankar 200 til 1000 l. og froðutankar frá 25 til 100 l. Vatnstankar eru úr tæringarþolnum efnum og með vatnshæðarmæli. Eins eru froðutankar tæringarþolnum efnum með froðumagnmælum. Miðstöð er í yfirbyggingu (yfirleitt staðsett í dælurými).

Ýmsan búnað er hægt að fá eins og t.d. rafdrifið spil með toggetu upp á tæp 6 tonn (5897 kg), stjórnað með snúrutengdri  fjarstýringu og þráðlausri viðbótarfjarstýringu í kassa framan á ökutækinu. Hlífðargrind krómhúðaða, með langdrægum LED ljóskösturum  og stöðuljósum. Loftdrifið ljósamastur með stýribúnaði í skáp í yfirbyggingu. LED flóðljós 2 x 180W. Tengingu fyrir húsarafmagn 230V/50Hz til hleðslu á geymum. Sjálfvirkur vaktari 12V DC hleðslutæki.

Mercedes Sprinter slökkvibifreið


 Stundum eru bifreiðar á lager í ýmsum útfærslum og nánast fullkláraðar. Eins er hægt að fá bifreiðar á mismunandi byggingarstigum.


Hafið samband við sölumenn okkar í síma 568-4800 eða gegnum netfangið oger@oger.is ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum.

logo