TLF4000/200 slökkvibifreið

TLF4000/200 Renault Kerax 420.19 4x4 4.500mm.
Tvöfalt ökumannshús 4.000 l. vatnstankur. 7 skápar.

 

Hér má sjá myndir af TLF4000/200 slökkvibifreið en þessi bifreið er með 4.500 mm hjólhaf sem gerir það að verkum að hluti fremsta skápar er gegnum gangandi eða um 60 sm.  Að öðru leyti vísast til teikninga á síðunni um slökkvibifreiðar.

Hægt er að fá ýmsar útfærslur en að líkindum er 5500 til 6000 l. vatnstankur það allra mesta sem hægt er að bjóða á þennan undirvagn.  Þá má gera ráð fyrir að miðskápar hverfi.


Ein fyrsta bifreiðin sem er smíðuð af þessari gerð var smíðuð fyrir Kraká í Póllandi. Sú bifreið og þær lausnir sem þar er að finna eru komnar að hluta til frá smíði bifreiða fyrir Fjarðabyggð, Ísafjarðabæ, Ölfus og Austurbyggð.


Hér að neðan má sjá slökkvibifreiðina fyrir Krákáborg. Fremsti skápur 400 mm breiðari en á undirvögnum með 4100mm hjólabil. 


Fremsti skápur er ekki gegnum gangandi vegna þess að þessi undirvagn er gerður fyrir 5000 l. vatnstank.