Nokkuð er um liðið síðan slökkvistjórarnir

Nokkuð er um liðið síða slökkvistjórarnir í Austurbyggð og Ölfusi heimsóttu verksmiðjur Wawrzaszek í Póllandi til að fylgjast með smíði bifreiða fyrir þá.  Því miður hefu orðið dráttur á afhendingu en það er vegna dráttar á afgreiðslu undirvagna til verksmiðjunnar. Þegar við komum í júlíbyrjun var yfirbyggingin fyrir Ölfus nánast tilbúin en Renault undirvagninn vantaði.

Yfirbyggingin fyrir Austurbyggð var að fara í sprautun en undirvagn frá Scania nýkominn.

Hér má sjá til vinstri yfirbygginguna fyrir Ölfus en hún hefur staðið í um mánuð tilbúin til ásetningar. Langt var komið með ídrátt og ásetningu þess búnaðar sem vera á.

Þessi yfirbygging er lík þeim sem við höfum áður afhent en nú var beðið um stróp ljós á afturvegg til viðbótar ljósi á þaki.

Yfirbyggingin fyrir Austurbyggð var á leið í sprautun og má sjá Stein slökkviliðsstjóra hér við hlið hennar. Þessi yfirbygging er frábrugðin öðrum að inntök á dælu koma út úr yfirbyggingu að neðanverðu eins og sjá má hér á mynd fyrir neðan.






Raufarnar tvær eru fyrir inntökin. Fyrir innan sjást inntök og úttök úr og í vatns og froðutanka. Eins má sjá í lofti op fyrir úðabyssu.




Hér standa slökkvistjórarnir við hlið Scaníunnar en vinna var hafin við hana. Þetta er Scania P420 beinskipt með tvöföldu áhafnarhúsi frá Scania. Innréttingar í áhafnarhúsi eru endurgerðar hjá Wawrzaszek m.a. sæti yfirklædd með leðurlíkisáklæði ofl. Sama er gert í Renault áhafnarhúsi en undirvagn er af gerðinni 420.19 með 412 hestafla vél. Bifreiðarnar verða með reykkafarasætum fyrir fjóra hvor fyrir sig.



Það voru fleiri gerðir sem vöktu athygli stjóranna sérstaklega annars sem sífellt var að tala um einhverja stjörnu framan á sumum gerðum undirvagna.

Um leið og þessar bifreiðar koma til landsins kemur kerruvagn fyrir Brunavarnir Suðurnesja og hér má sjá myndir af grind og undirvagni en verið er að ljúka smíði vagnkerrurnar þessa dagana.






Hér má sjá kerruna frá hlið en  yfirbyggingin er að vísu öfug þ.e. það sem á að snúa fram snýr aftur. Við gerðum þetta ekki, alveg satt. Hún er tveggja öxla, mjög vönduð og verða allar plötur til klæðningar sýruþolnar.








Stuðningsfætur eru bæði að aftan og framan. Eins og sjá má er grind afar sterkleg enda burður mikill.






Næg verkefni liggja fyrir hjá verksmiðjunni og mátti sjá yfirbyggingar í röðum fyrir utan sem biðu undirvagna en það virðist vera sammerkt öllum undirvagnaframleiðendum í dag að þeir hafa ekki undan eftirspurn. Eins hjálpar það ekki að vélarþróun og kröfur hafa breyst en nú er óskað eftir EUR 4 og 5 vélum í stað EUR 3ja sem hafa verið í undirvögnum hingað til.





Hér er yfirbygging sem er á leið til Skotlands en þetta er yfirbygging með ensku útliti sem flestir þekkja. Pláss er fyrir stiga í halla upp að aftan. Meira og meira sjáum við af trefjaplast yfrbyggingum sem Wawrzaszek framleiðir fyrir aðra slökkvibifreiða yfirbyggjendur sem kjósa að fara þessa leið vegna vandaðra vinnubragða og góðs verðs.





Hér má sjá yfirbyggingu úr trefjaplasti á Steyr undirvagn en þessar bifreiðar fara til Tælands. Mjög sérstök yfirbygging, nánast eingöngu fyrir slökkvibúnað og hefur verið óbreytt í áratugi m.a. notuð í Indlandi. Allar yfirbyggingar sem við höfum séð áður af þessari gerð hafa verið úr áli eða stáli en nú er notað trefjaplast.






Hér var MB (þessir með stjörnuna) en þesssi bifreið kom frá dönskum yfirbyggjanda sem hafði byggt áhafnarhúsið og hjá Wawrzaszek mun verða sett á yfirbygging úr trefjaplasti ásamt dælu.