Til baka
FOSCAR FROÐUSTÚTAR Á HÁ OG LÁGÞRÝSTING
FOSCAR FROÐUSTÚTAR Á HÁ OG LÁGÞRÝSTING

FOSCAR FROÐUSTÚTAR Á HÁ OG LÁGÞRÝSTING

 Hér er búnaður til að auka möguleika á slökkviaðferðum og til að einfalda aðgerðir. Nýta háþrýstislönguna meira og betur sem er á kefli og auðvelt að draga út og inn, vera með búnað sem hjálpar til við slökkvistarf við aðstæður sem oft eru erfiðar og óskemmtilegar svo sem í gámum, rusli, bílum og þess háttar.

Með þessum búnaði og eins Waterfog rek og svanahálsstútum er einnig verið að tryggja betur vinnuumhverfi slökkviliðsmanna t.d. með lengri stútnum svo ekki þurfi að standa alveg ofan í brunanum, beyga sig undir bíla o.s.f. Froðustúturinn er þannig að fljótlegt sé að draga út og fá froðu á stút, án þess að taka froðu í gegnum dæluna með öllu því sem því fylgir s.s. skolun. Fljótvirkt og notar litla froðu. Settið er með vnr. 365710 og fylgir þá brúsi af froðu eins og sést á myndinni.

Vörunúmer: 365710
Verðmeð VSK
76.971 kr. Verð áður219.918 kr.
1 Í boði