Á sunnudag fór fram formleg afhending á slökkvibifreið
30.05.2006
Á sunnudag fór fram formleg afhending á slökkvibifreið Brunavarna Skagafjarðar á Sauðárkróki. Mikið var um dýrðir og mættu þar um 100 manns. Fyrst afhentu fulltrúar seljenda bifreiðarnar til sveitastjóra og forseta sveitastjórnar en þeir afhentu síða slökkvistjóra bifreiðarnar. Það var sprautað og vinsælt var að fara í upp í körfubíl sem slökkviliðið fékk frá Slökkviliði Akureyrar. Hér birtum við nokkrar myndir sem teknar voru við það tækifæri. Á fréttavefnum skagafjordur.com eru fleiri myndir. Eins er frétt á síðu Brunavarna Skagafjarðar og Slökkviliðs Akureyrar. |
Hér er slökkvistjórinn að bjóða gesti velkomna.
|
Nokkrir gesta og slökkviliðsmenn. Að minnsta kosti einn slökkviliðsmaður í leyni -- einkennisfötum.
|
|
Hér er slökkvistjóri og forseti sveitarstjórnar ásamt sveitastjóra. Því miður hef ég ekki enn náð tökum á myndavélinni. Nú er að fara að lesa leiðbeiningarnar.
|
|
Það var sprautað úr úðabyssu á þaki og nóg var vatnið.
|
|
Það þótti tilhlýðilegt að sprauta úr gamla nýja bílnum en hann var tengdur bæjarveitunni þar sem á honum eru aðeins um 2000 l.
|
|
Frétt Morgunblaðsins í dag.
|
Við bendum ykkur á að skoða undir flipanum slökkvibifreiðar frekari upplýsingar yfir Þessar bifreiðar sem nú eru komnar til landsins en það eru bifreiðar fyrir Ísafjarðabæ, Skagafjörð og Fjarðabyggð en þar getið þið séð teikningar m.a. af innréttingum. |