Áhugaverðar greinar

TÍMARITIÐ FIRE & RESCUE (www.fireandrescue.net)

 Tímarit með margskonar fróðleik fyrir slökkvilið (þ.e. bæjar, borgar og flugvalla slökkvilið) og björgunarsveitir, gefið út í Bretlandi.  Mjög fróðlegar greinar um búnað, vinnuaðferðir og einstaka atburði skrifaðar af þeim sem vinna við björgunar og slökkvistörf.


Í Júlí 2003 nr. 51 tímaritinu eru m.a. eftirfarandi greinar og fróðleikur. 

Margar fróðlegar greinar m.a. rústabjörgun og þann búnað sem þar er notaður eins og björgunarklippur, glennarar, tjakkar, stoðbúnaður, leitartæki, fjarskipti, sigbúnaður, öndunarbúnaður o.fl. Við minnum á Holmatro búnað sem er sá búnaður sem flest slökkvilið landsins nota. 

Greinar um skógarelda og afleiðingar þeirra.

Greinar um flugvallaslökkvilið og búnað á flugvöllum og þjálfun flugvallaslökkviliða.  Þróun flugvallaslökkvibifreiða með lyftubúnaði fyrir úðabyssur, slökkviefni eins og léttvatn AFFF, AR-AFFF og svo FFFP í stað hefðbundinnra protein slökkvifroðu.  Minna er notað af álfatnaði en meira hefðbundnum eldgöllum eins og við þekkju þá. Flughermar til þjálfunar eru komnir á marga velli. 

Greinar um hanska, stígvél og hjálma. Minnst er á  nokkrar gerðir af hönskum en hafa skal í huga að leðrið í hönskunum er mismunandi, sútun, snið, efni og annað.  Vatnsvarnar eða öndunarefni og svo stroff, hvort það sé úr tregbrennanlegu efni.  Hvernig þurrka á hanska o.fl.  Vinsælustu hanskarnir hjá okkur eru frá Glove (bandarískir),RB-90 Falcon (finnskir) og Albatros (danskir). Góðir hanskar eru ekki ódýrir.  Velja skal hanska eftir verkefnum og vanda skal meðferð ef þeir eiga að vera sú vörn sem þeir eru ætlaðir.  Góðir hanskar uppfylla staðla. 

Stígvél eru úr gúmmí eða leðri.  Öll eru með stáltá og stálsóla.  Gúmmístígvél eru auðveld í umhirðu og 100% vatnsþéttt,  efnavörn góð og stöm.  Leðurstígvél eru af nokkrum gerðum, sum vatnsvarin en önnur ekki.  Ýmsar útfærslur t.d. með rennilás, gúmmíhlífum, öndunarfilmu, mismunandi sútun.  Staðlar segja fyrir hvað stígvél henta, slöviliðsstörf, björgunarstörf o.fl.  Vinsælustu stígvélin hjá okkur eru frá Harvik, Servus, LaCross, Herkules og Rosenbauer. 

Útfærsla hjálma hefur breyst mikið á undanförnum árum.  Þó hefur hinn venjulegi hjálmur haldið velli hérlendis en nokkrur lið hafa valið evrópska útfærslu (vélhjólahjálma).  Hjálmar skulu uppfylla staðla og höfum við valið að flytja inn frá Bandaríkjunum hjálma samkv. NFPA og EN útfærslu. Þar sem gerðar eru meiri kröfur í NFPA reglum en í EN staðlinum höfum við valið að leggja meiri áherslur ágerðir samkvæmt NFPA.  Hjá okkur fást Cairns, Firedome (Bullard), Rosenbauer, Casco og Gallet hjálmar.  Enn höfum við ekki fundið hjálma sem þola f ullkomnlega yfirtendrunargámana ykkar.  Framleiðendur segja þá ekki til.

Bandarískar kröfur (NFPA) eru í mjög mörgum tilfellum meiri en finna má í EN stöðlum.  Má nefna t.d. Scott reykköfunartæki.  Ef þau eru væru samkvæmt EN staðli þá er t.d. tekin af þeim aukaviðvörunarbjalla, ekki væri möguleiki á auka loftslöngu, ekki samsettar loftslöngur og ekki tregbrennanleg efni í burðarólum og maskaböndum.  Það sem fengið er með EN stöðlinum eru breskar gengjur og aflesturs mæir væri í börum en ekki psi. 

Grein um efni í eldgöllum. Allir eldgallar eru gerðir að minnsta kosti úr þremur efnum, þe. yst er Nomex, Kelvar, PBI, Nomex P84 eða Basofil efni.  Efnin eru missterk og misdýr.  Öndunarefni kemur svo sem er vatnsvörn og á einnig að halda óæskilegum efnum frá.  Innst er svo fóður, mismuandi ofið úr efni eins og Basofil, Nomex, Kelvar eða Kermel.  Í gegn um tíðina hefur verið unnið að því að létta efni og gera þau meðfærilegra.  Má t.d. nefna að vatnsvarnrefni sem notað var áður var neopren húðaður dúkur sem var eldvarinn en þyngd mikil og meðfærileiki en ekki mikill.  Endalaust er unnið að því að létta efnin, laga snið og bæta hitavörnog eins útöndun efna.  Staðlar eru mismunandi og gera mismiklar kröfur.  Hafa skal ávallt í huga að staðlar eru eru pólitík.  Stjórnvöld geta lokað á innflutning ef þau vilja vernda innlenda framleiðslu og gera svo sbr. einu sinni þjóðverjar með DIN staðlinum.  Í dag er úrval fatnaðar fyrir slökkvilið ótrúlega fjölbreytt.

Fróðleg grein um ýmsar gerðir dælna.  Greinin byggir á mismunandi þörfum slökkviliða í þéttbýli og dreifbýli með tilliti til vatnsöflunar.  Fyrst eru nefndar flotdælur sem eru hugsaðar í vötn en þær eru einfaldar og yfirleitt ekki afkastamiklar, tveggja strokka vélar sem þurfa viðhald svo treysta megi á þær.  Lausar dælur sem helstar eru 1000 l við 7 bör og tveir menn geta auðveldlega borið.  Stærri lausar dælur sem fjórir bera sem skila um 2000 l við 7 bör.  Lausar dælur á kerru og vögnum sem skilað geta 4.500 l við 10 bör.  Síðast dælur í slökkvibifreiðum af mörgum gerðum og stærðum með mismunandi úttök og þrýsting.

Við minnum á Rosenbauer dælur, bæði lausar og í bifreiðar frá 1000 l og í 10.000 l.