Áhugaverðar notaðar , slökkvibifreið og björgunarbifreið til sölu

SLÖKKVIBIFREIÐ TLF 5000/400 
MERCEDES BENZ 1722 4x2

Árgerð 1990 




Slökkvibifreiðin er af 1990 árgerð og byggð af O.C. Axelsen í Noregi sem er Egenes Brandteknik AS (Rosenbauer í Noregi). Bifreiðin hefur verið á Svalbarða í eigu slökkviliðsins þar og byggð fyrir aðstæður þar. Blá ljós eru á þaki ökumannshúss og afturhluta yfirbyggingar. Sírena af venjulegri gerð. Í yfirbyggingu eru þrír góðir skápar á hvorri hlið og einn að aftan.  Bifreiðin er í mjög góðu ásigkomulagi og hefur verið yfirfarin reglulega af yfirbyggjanda (síðast í júlí 2002) og MB eftirlitsaðila.
Undirvagn er af Mercedes Benz gerð 1722 4 x2 og er 220 hestafla með drif að aftan. Hún hefur verið ekin 8.000 km.. Ökumannshús er fyrir tvo. Heildarþyngd fulllestaðar bifreiðar er um 15 tonn. 

Vatnstankur tekur 5.000 l. og froðutankur 400 l.

Dæla er af gerðinni Rosenbauer R280 og skilar 3.000 l. við 8 bar og 400 l/min við 40 bar. við 4 m. soghæð (Þessi dæla er forveri NH30 dælunnar sem flestar Rosenbauer slökkvibifreiðar hérlendis eru með). Úttök frá dælu eru á hliðum þ.e. 1 stk. 1 ½” og 2 stk. 2 ½”. Úttökin eru inni í aftasta skápnum á hvorri hlið. Háþrýstikefli með 1” 60m. langri slöngu er á hægri hlið í aftasta skáp. Úttak fyrir úðabyssu á þaki.
Dælan er búin sjálfvirkum gangráð sem sér til þess að dælan heldur stöðugum þrýstingi þrátt fyrir að lokað sé eða opnað fyrir tengda úðastúta.
Froðublandari er af gerðinni RMVA 230 með blöndun beint á dælu bæði háþrýsti og lágþrýstihlið.


Annar búnaður: Webasto olíumiðstöð í yfirbyggingu. Ladac hleðslutæki, Útdregin hilla yfir dælu, fastar hillur í skápum, slöngurekkar sitthvorumegin, ljós í skápum, vinnuljós aftarlega á þaki, stigi 10 til 12 m., stigafestingar, sogbarkafestingar, 2 stk. 5” sogbarkar, tveir stigar á þak að aftan ofl.

Verð hingað komin án vsk. kr. 8.607.180,00 miðað við tollgengi NOK í ágúst 2003.

BJÖRGUNARBIFREIÐ F350 FORD 4x4

Árg. 1997




Bifreiðin er af 1997 árgerð og byggð af Rosenbauer AS í Noregi sem er Egenes Brandteknik AS. Bifreiðin var útbúin á sínum tíma sem björgunarbifreið þ.e. bifreið ætluð í klippivinnu og slíkt fyrir slökkviliðið í Kristjánsund. Bifreiðin var m.a. útbúin fyrir björgun í jarðgöngum. Blá ljósarenna er á þaki ökumannshúss, bljá ljós í grilli og á afturhluta yfirbyggingar eru tvö ljós. Sírena af venjulegri gerð. Bifreiðin er í mjög góðu ásigkomulagi og hefur verið yfrirfarin reglulega af Ford eftirlitsaðila. Undirvagn er Ford gerð F350XL 4 x 4 með 220 hestafla díelvél og fjórhjóladrif. Hún hefur verið ekin 25.000 km.. Ökumannshús er fyrir þrjá. Í yfirbyggingu eru tveir skápar á hvorri hlið og einn að aftan. Ekki er skilveggur milli skápa að framan


Ekki er vatnstankur eða dæla en hægt er að setja t.d. 500 l. vatnstank með tengingu við t.d. Rosenbauer Otter mótordrifna brunadælu með hámarksafköst  1.100 l. mín við 1,5 m. soghæð. Dæla yrði tengd við vatnstank með auka inntaki svo hægt væri að sjúga einnig frá opnu. Hér yrði settur spjald eða kúluloki svo ekki sé þörf á að stöðva dælingu við tengingu. 

Áætlað verð án vsk á þeirri breytingu er kr. 1.350.500,00 miðað við tollgengi NOK í ágúst 2003.

Loftdrifið ljósamastur með 3 stk. 500 W ljóskastara fyrir 220V, vinnuljós á hliðum og að aftan, stigi á þak að aftan, 3 stk. af útdregnum pöllum fyrir búnað, ljós í skápum,


Verð hingað komin án vsk. kr. 4.201.360,00 miðað við tollgengi NOK í ágúst 2003