Okkur voru að berast niðurstöður úr kerruútboði Brunamálastofnunar en ákveðið var að taka tilboði Sigurjóns Magnússonar
ehf. eins og fram kemur hér að neðan.
Frá Ríkiskaupum.
Tilvitnun hefst.
Það tilkynnist yður hér með að ákveðið hefur verið að taka tilboði nr. 1 frá Sigurjóni Magnússyni ehf í
ofangreindu útboði, þ.e. búnaður A á kr. 1.683.274.- ásamt kerru fyrir búnað A á kr. 541.575.- pr. kerru, samtals kr.
2.224.849,- með vsk., búnaður B á kr. 1.287.322.- ásamt kerru fyrir búnað B á kr. 753.225.- pr. kerru, samtals kr. 2.040.547,- með vsk.
Tilvitnun lýkur.
Við höfum ekki frekari upplýsingar en nokkur tilboð voru lægri en þessi en vera má að þau hafi ekki uppfyllt óskir Brunamálastofnunar.
Í útboðinu var óskað eftir 20 kerrum með spilliefnabúnaði og 12 kerrum með reykköfunarbúnaði +/- 8 kerrur af hvorri gerð.
Miðað við það tilboð sem tekið er þá eru þetta kaup upp á einar 103.141.908 með VSK þ.e. ef bætast við 8 kerrur af hvorri
gerð sem er nú frekar ólíklegt en ef fækkar aftur á móti um 8 kerrur af hvorri gerð þá eru þetta kaup upp á kr. 34.875.460
með VSK . Talsverður munur þar á.
Lesa má um opnun útboðsins hér.
Við ítrekum ummæli okkar um að hér stendur Brunamálastofnun veglega að því mikilvæga verkefni að bæta úr vöntun
á slíkum búnaði um land allt.
Fyrstu 6 kerrurnar eiga að vera tilbúnar fyrir 10. febrúar næstkomandi eða eftir rúman mánuð. Það verður fróðlegt að
fylgjast með þegar þær verða afhentar en ljúka skal afhendingu á öllum kerrunum fyrir 10. maí þannig að vel þarf að halda
á spilunum því annars verður seljandi að greiða dagsektir upp á 0,15% á dag.