Aukin notkun á Nonel kveikjum

Nánast allir sprengiefnaviðskiptavinir okkar nota Nonel kveikjur. Á síðustu árum hefur notkun á rafmagnskveikjum  dregist verulega saman og það svo að við erum í dag aðeins með lágmarksmagn á lager.  

Nánast allir sprengiefnaviðskiptavinir okkar nota Nonel kveikjur. Á síðustu árum hefur notkun á rafmagnskveikjum  dregist verulega saman og það svo að við erum í dag aðeins með lágmarksmagn á lager.

Nonel kveikjukerfið er ekki nýtt. Kom fyrst fram 1973 og byggist á kveikju og slöngu með láþrýstu sprengiefni en þó með hraðri höggbylgju eða 2100 m/s. Eiginleikar Nonel kerfisins koma fyrst og fremst fram í auknum möguleikum á tengingum, seinkunum og öryggi gagnvart m.a. stöðurafmagni og  útleiðslu.

Styrkur kveikjunnar er sambærilegur við kveikju nr. 8 og í kveikjunni er sprengiefni af NPED gerð sem er ekki eins viðkvæmt og grunnsprengiefnið. Í kveikjunni eða álhulsunni er grunnhleðsla úr RDX/Pentritt sem kveikir í sprengiefninu. Magnið er um 1 g. Í hulsunni er einnig tímaseinkunarefnið í þrepum frá 0 til 6000 ms.

Kveikjur eru hættulegar og ber að fylgja reglum um umgengni. Þær kveikjur sem hér eru nefndar á einungis að nota í borholum.

Slangan á að færa sprenginguna að kveikjunni án þess að springa sjálf. Hraðinn er 2100 m/s. Kveikt er í slöngunni með sérstökum hnalli fyrir Nonel kveikjur. Slöngurnar eru litaðar til að aðgreina þær til mismunandi notkunar. Rósrauði og rauði liturinn er á þeim kveikjum sem nota á yfir jörð eða í t.d. skurð og pallsprengingum en guli liturinn á kveikjum til notkunar í jarðgangnagerð.

Geymslutími er um 2 ár en í opnum umbúðum aðeins 3 mánuðir og ef raki er mikill 1 mánuður.


Sjá upplýsingar um Nonel Unidet